Sport

Mætir æfingafélaga Klitschko-bræðra | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Kolbeinn Sigurðsson.
Gunnar Kolbeinn Sigurðsson. mynd/skjáskot
„Það eru viðbrigði að fara frá því að berjast með stóra hanska yfir í það að berjast með hanska sem verja ekki nema hnúana á þér.“

Þetta sagði Gunnar Kolbeinn Sigurðsson, hnefaleikakappi, í innslagi Guðjóns Guðmundssonar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gunnar keppti á HM áhugamanna í boxi árið 2011 og á að baki 38 bardaga sem áhugamaður. Í nóvember fyrra steig hann skrefið til fulls og varð atvinnumaður í greininni.  Hann á einn bardaga að baki sem atvinnumaður, en hann lagði Letta að velli á síðasta ári.

 

„Hvert högg getur verið síðasta höggið í bardaganum,“ segir Gunnar um þungavigtarflokkinn sem hann keppir í.

„Það má ekki vanmeta neinn. Allir geta unnið alla í þungavigtinni. Þeir slá fast. Þetta eru stórir menn.“

Atvinnumennskan er eitthvað sem hefur alltaf heillað Gunnar. „Frá því ég byrjaði langaði mig að gera þetta. Þetta er eitthvað sem ég elska og að geta unnið við það er algjör draumur.“

Gunnar er þessa dagana í æfingabúðum í Svíþjóð, en í næsta mánuði keppir hann í Finnlandi á móti besta hnefaleikakappa Lettlands.

„Hann er þrautreyndur, 37 ára gamall og búinn að keppa 59 bardaga. Hann er búinn að keppa við tvo Evrópumeistara og var í æfingabúðum með Klitschko-bræðrum,“ segir Gunnar Kolbeinn.

Allt innslagið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×