Hannes: Vitum ekki hvort dúkurinn var til vandræða | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2015 15:15 Hér má sjá leikmenn Grindavíkur og Keflavíkur spila á dúknum umrædda í úrslitaleik kvenna á laugardag. Vísir/Þórdís Inga Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, segist ekki geta fullyrt hvort að dúkurinn sem KR-ingurinn Pavel Ermolinskij rann á í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafi orsakað fallið eða ekki. „Dúkurinn uppfyllir alla alþjóðlega staðla og er úr sama efni sem hefur verið notað í öðrum körfuboltaleikjum sem og í öðrum íþróttum,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. Pavel missti af lokamínútum bikarúrslitaleiksins sem Stjarnan svo vann eftir æsilegan lokasprett. Hann meiddist eins og sjá má hér neðst í fréttinni eftir að hann rann til á dúknum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að hann gruni að það sé rifa í lærvöðvanum. „Ef ég á að greina mig sjálfur þá er þetta eflaust eitthvað meira en tognun. Ég fann eitthvað gefa sig,“ sagði hann og bætti við: „Ég rann til á þessum dúk sem var undir körfunni. Mér skilst að fleiri hafi lent á því og að þetta hafi verið eitthvert vandamál.“ Hannes segir að það sé í umsjón Reykjavíkurborgar að merkja völlinn í Laugardalshöll eftir öllum þeim kröfum sem gerðar eru til alþjóðlegra viðburða. Þó svo að bikarúrslitin hafi ekki fallið undir þann flokk var þetta síðasti stóri körfuboltaviðburðurinn í Laugardalshöllinni fyrir Smáþjóðaleikana í vor og því vildi KKÍ hafa allt samkvæmt ströngustu kröfum. „En það er okkar ósk hjá KKÍ að það eigi að vera til lakkaður körfuboltavöllur með öllum þeim litum og línum sem þarf til. Við fórum fram á það við Reykjavíkurborg en niðurstaðan var sú að borgin setur dúkinn á fyrir hvern viðburð,“ segir Hannes. „Það er ekki ódýrt og við erum auðvitað þakklátir borginni fyrir aðkomu hennar. Það væri ódýrari lausn ef völlurinn væri merktur með varanlegum hætti.“ Ástæðan fyrir því að ákveðið var að merkja völlinn sérstaklega fyrir hvern viðburð er að Laugardalshöllin er notuð fyrir fleiri íþróttir, svo sem handbolta og blak. Því hafi verið mótmælt að útbúa varanlegan körfuboltavöll á gólf hallarinnar. Pavel var ekki sá eini sam rann til í Laugardalshöllinni á laugardag en þá fóru einnig fram aðrir úrslitaleikir í bikarnum, til dæmis í kvennaflokki og yngri flokkum. „Það voru svo fimm úrslitaleikir á sunnudaginn og við ákváðum að fjarlægja dúkinn ef ske kynni að það væri einhver minnsta slysahætta af honum. En ég get ekkert fullyrt um það enda hefur áður verið spilað á samskonar dúk, bæði í landsleikjum í körfubolta og í öðrum íþróttum.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Í beinni: Afturelding - Víkingur | Verða gestirnir einir með fullt hús stiga? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira