Sport

Brynjar Leó í 78. sæti á HM í Falun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Leó Kristinsson.
Brynjar Leó Kristinsson. Mynd/Skíðasamband Íslands
Brynjar Leó Kristinsson endaði í 78. sæti í 15 km göngu með frjálsri aðferð á  HM í norrænum greinum í Falun í Svíþjóð.

Brynjar Leó kom í mark á 41:18.0 mínútum eða 6:16.4 mínútum á eftir heimsmeistaranum Johan Olsson frá Svíþjóð. Frakkinn Maurice Manificat fékk silfur og Norðmaðurinn Anders Gloeersen tók bronsið.

Einn keppandi kláraði ekki gönguna og alls komust 85 manns í mark. Það voru því sjö menn neðar en íslenski göngugarpurinn.

15 km ganga með frjálsri aðferð er aðalgreinin hans Brynjars Leós en þetta var önnur greinin hans á heimsmeistaramótinu.

Brynjar Leó fékk ekki að klára þegar hann keppti í 30 km skiptigöngu fyrr á mótinu þar sem að á HM er það regla að ef fyrstu menn ná að fara framúr öftustu mönnum þá er þeirra þátttöku lokið í mótinu.

Brynjar var kominn upp í 76. sætið á sjöttu tímatöku en datt niður um tvö sæti á lokasprettinum.



Sæti Brynjars eftir tímatökustöðum í göngunni:

Tímataka 1: 80. sæti

Tímataka 2: 82. sæti

Tímataka 3: 81. sæti

Tímataka 4: 80. sæti

Tímataka 5: 77. sæti

Tímataka 6: 76. sæti

Tímataka 7: 79. sæti

Lokastaða: 78. sæti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×