Mætti staðsetja margar ríkisstofnanir úti á landi Kristján Már Unnarsson skrifar 25. febrúar 2015 20:02 Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Störfin sem fylgja Fæðingarorlofssjóði á Hvammstanga eru með þeim verðmætustu í samfélaginu í Húnaþingi vestra, að mati forstöðumannsins, sem segir að flutningur stofnunarinnar frá Reykjavík hafi gengið nokkuð snuðrulaust. Hvammstangi er eitt af fáum samfélögum úti á landi sem fengið hafa til sín skrifstofur ríkisstofnunar. Fæðingarorlofssjóður, sem er í vörslu Vinnumálastofnunar, hefur starfað þar undanfarin átta ár og það án teljandi vandkvæða. Skrifstofur sjóðsins eru á efri hæðinni í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, þar sem áður voru skrifstofur kaupfélagsins.Fæðingarorlofssjóður leigir efri hæðina í húsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta eru sérhæfð störf. Þetta eru tólf stöðugildi á skrifstofunni. Það eru þá rúmlega eitt prósent af íbúum sveitarfélagsins sem hafa atvinnu hérna hjá okkur. Hvert og eitt svona starf í svona litlu samfélagi er ákaflega verðmætt,” segir Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs. Sjóðurinn annast greiðslu fæðingarorlofs og eru viðskiptavinirnir tólf til fjórtán þúsund foreldrar á hverju ári. Leó segir verkefni sjóðsins með þeim hætti að þau sé hægt að vinna nánast hvar sem er á landinu. Aðalmálið sé gott tölvusamband og símsamband. „Okkar umsækjendur vilja helst ekkert vera að koma á skrifstofuna heldur bara geta gert þetta í gegnum sína tölvu eða símleiðis. Það er alveg hægt að gera það hér eins og í Reykjavík.”Gott tölvu- og símasamband er lykilatriði í samskiptum Fæðingarorlofssjóðs við umsækjendur.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir sjávarþorp í landbúnaðarhéraði sem misst hafði mjólkurstöð og rækjuútgerð reyndist þýðingarmikið að fá þessi opinberu störf og flutningurinn úr borginni virðist hafa tekist átakalítið. „Já. Ég held að það megi bara segja það að þetta hafi gengið nokkuð snuðrulaust fyrir sig,” segir Leó Örn. Spurður hvort hann mæli með enn frekari flutningi opinberra stofnana út á land segir Leó að það fari eftir eðli starfseminnar. Það þurfi að greina vel starfsemina, spyrja hvort hún þoli flutninginn og hvar hún geti verið, vanda vel til undirbúnings og gefa sér góðan tíma til þess. „Já, ég held að margar stofnanir gætu verið staðsettar annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.” Fjallað var um samfélagið á Hvammstanga í þættinum „Um land allt" á Stöð 2.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42 Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26 Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31 Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Lukkast að láta selinn laða að ferðamennina Selasetrið á Hvammstanga er orðið eitt helsta aðdráttarafl héraðsins og nú er verið að innrétta stóran veitingastað á efri hæðinni. 24. febrúar 2015 20:42
Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi. 19. febrúar 2015 20:26
Kanínukjöt er gott, þið þurfið sjálf að smakka Íslenskt kanínukjöt er væntanlegt á markað á næstu dögum. 21. febrúar 2015 19:31
Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu. 20. febrúar 2015 20:30