Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Fjölnir 99-81 | Mikilvæg stig til Keflavíkur Árni Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2015 00:01 Vísir/Vilhelm Keflvíkingar unnu frekar auðveldan sigur á Fjölnismönnum í TM-höllinni fyrr í kvöld og var sigurinn aldrei í hættu. Varnarleikur heimamanna var mjög ákafur á köflum leiksins og skilaði það sér í auðveldum körfum og stóru forskoti snemma sem aldrei var látið af hendi. Lokatölur 99-81og Keflvíkingar lyfta sér upp í úrslitakeppnina en pakkinn er orðinn ansi þéttur um seinustu sætin. Þrátt fyrir að Fjölnismenn hafi átt fyrstu körfu kvöldsins þá voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn á upphafsmínútunum og allan fyrri hálfleikinn ef út í það er farið. Keflvíkingar voru ákveðnari í vörninni í byrjun, varnir liðanna voru þó í daprari kantinum í fyrri hálfleik, heimamenn unnu boltann oftar og það skilaði sér í auðveldum körfum í sókninni. Keflvíkingar náðu 10 stiga forskoti um miðbik fyrsta leikhluta og héldu þeir því til loka leikhlutans, 25-15. Í öðrum leikhluta var meira um að liðin skiptust á að skora og hentaði það heimamönnum betur eins og gefur að skilja. Fjölnir náði að herða aðeins og á vörninni og náðu þeir að ógna sprettum í stigaskori tvisvar í öðrum fjórðung en heimamenn voru fljótir að stoppa í leikann hjá sér og hleypa gestunum ekki á of mikinn sprett. Þegar flautað var til hálfleiks þá voru heimamenn með 11 stiga forskot, 51-40. Atkvæðamestir voru þeir Davon Usher fyrir heimamenn með 17 stig á 16 mínútum en hjá Fjölni var Jonathan Mitchell var með 14 stig fyrir og 10 fráköst. Keflvíkingar höfðu engan áhuga á því að slaka á klónni í seinni hálfleik þó að Fjölnismenn hafi náð sex stiga sprett í byrjun hálfleiksins. Eftir þann sprett var skellt í lás í smástund í þriðja leikhluta í vörn heimamanna og var munurinn orðinn 23 stig fyrir heimamenn, 73-50. Fjölnismenn áttu í stökustu vandræðum með vörn heimamanna og nýttu Keflvíkingar sér það til hins ýtrasta. Saga fjórða leikhluta er sú að skipst var á körfum lengst af en heimamenn héldu Grafarvogspiltunum alltaf í þægilegri fjarlægð. Leikurinn endaði 99-81 Davon Usher var stigahæstur á vellinum en kappinn skilað 33 stigum í púkkið. Hann fékk góða aðstoð félaga sinna en aðeins einn leikmaður komst ekki á blað hjá heimamönnum. Hjá Fjölni skilað Jonathan Mitchell fínni vakt með 24 stig og 13 fráköst. Með sigrinum lyfta Keflvíkingar sér upp í áttunda sæti deildarinnar og eru því í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Fjölnir er sem fastast í fallsætinu og er brettan alltaf að verða brattari enda bara þrír leikir.Guðmundur Jónsson: Hver leikur núna er 10 stiga leikur Guðmundur var þannig lagað sammála blaðamanni um að þetta hafi verið jafn auðvelt og þetta leit út fyrir að vera frá áhorfendum séð. „Bæði og var þetta auðvelt. Við vissum náttúrulega að það vantaði sterka leikmenn hjá þeim, þannig við vissum að við áttum að vinna þennan leik og náðum við að gera það svona þokkalega.“ Það sem lagði grunninn að sigrinum sagði Guðmundur vera, „Það voru allir að leggja sitt af mörkum, þeir sem komu inn af bekknum gerðu sitt og það voru allir að gera sitt. Enginn í liðinu átti þannig lagað lélegan leik í kvöld.“ Keflavík verður með í úrslitakeppninni ef taflan lítur út eins og í dag eftir 22 leiki og var Guðmundur spurður út í framhaldið og markmið Keflavíkur fyrir restina af tímabilinu. „Það er engin spurning um að við ætlum í úrslitakeppnina og við viljum ekki vera eitthvað að haltra inn í seinustu umferðinni við viljum vera með af alvöru. Hver leikur núna er 10 stiga leikur nánast og eigum við þrjá erfiða leiki eftir og það eru í raun og veru allir að berjast um sæti í úrslitakeppninni.“Hjalti Þór Vilhjálmsson: Skil ekki hvað gerðist í kvöld „Við höfðum aldrei trú á þessu til að byrja með, við ætluðum að koma og berjast og láta allt flakka en mættum flatir og virtumst við ekki kunna kerfin okkar og veit ég eiginlega ekki hvað var í gangi“, sagði þjálfari Fjölnis í leiklok eftir tap sinna manna fyrir Keflavík. Hann var spurður hvort bikarfríið hafi haft slæm áhrif á liðið sem og að hafa misst tvo sterka leikmenn: „Við erum búnir að æfa vel í þessar tvær vikur og hef ég aldrei séð liði æfa svona vel og vera svona duglega þannig að ég skil ekki hvað gerðist hérna í kvöld. Arnþór er mjög góður leikmaður t.d. en ég hef trú á því að við höfum fleiri leikmenn sem geta stigið upp og menn þurfa bara að gera það.“ Hjalti var spurður út í framhaldið en brekka Fjölnsimanna er orðin ansi brött enda liðið í fallsæti. „ÍR vann Snæfell í gær og eru með innbyrðis viðureignina á okkur, þannig að þetta fer svolítið eftir því hvort ÍR vinni Skallagrím. Þurfum við að vinna einn eða þrjá leiki? Það eru þrír leikir eftir og kannski þurfum við að vinna þá alla til að halda okkur upp, kannski dugir einn. við verðum bara að gíra okkur upp í næsta leik.“Keflavík-Fjölnir 99-81 (25-15, 26-25, 29-21, 19-20) Keflavík: Davon Usher 33/5 fráköst/3 varin skot, Damon Johnson 19/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/7 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Valur Orri Valsson 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 6/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 4, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Tryggvi Ólafsson 0. Fjölnir: Jonathan Mitchell 24/13 fráköst/3 varin skot, Danero Thomas 16/5 fráköst, Sindri Már Kárason 15/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 11/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 4, Valur Sigurðsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 0, Róbert Sigurðsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.4. leikhluti | 99-81: Leiknum er lokið. Öruggur sigur heimamanna staðreynd.4. leikhluti | 97-80: Gestirnir ná fimm stigum í röð en það er bara of seint fyrir þá. 55 sek. eftir.4. leikhluti | 97-75: Aðalleikmenn beggja liða fá hvíld núna og ef verið að skiptast á körfum. Þetta er komið og Keflavík er að komast upp í 8. sæti Dominos deildarinnar. 1:39 eftir.4. leikhluti | 93-71: Skipst er á körfum núna, Keflvíkingar hafa náð í nokkur sóknarfráköst og er það að skila sér í kvöld. Ef ekkert mikið breytist þá er hægt að bóka tvö stig á Keflavík í kvöld. 5:064. leikhluti | 88-67: Heimamenn vakna af smáblundinum og skora sex stig í röð. Usher stelur svo boltanum en troðsla hans klikkar því miður. 6:39 eftir.4. leikhluti | 82-67: Fjölnismenn eru að sýna lit hér í seinasta fjórðung og hafa skorað fyrstu sjö stigin í fjórðungnum á móti tveimur heimamanna. 7:47 eftir.4. leikhluti | 80-61: Seinasti leikhlutinn er hafinn og hvorugt lið er komið á blað þegar mínúta er liðin.3. leikhluti | 80-61: Þriðja leikhluta er lokið og heimamenn hafa völdin og verður þetta Keflavíkursigur ef áfram horfir. Fjölnir átti góðann kafla undir lok fjórðungsins en heimamenn svöruðu því og halda 19 stiga forskoti.3. leikhluti | 73-54: 18 stiga munur fyrir Keflavík en heimamenn er að fá villur dæmdar á sig fyrir harðan slátt. Fjölnir nýtir ekki öll vítin og hafa þeir ekki efni á því. 1:45 eftir.3. leikhluti | 73-50: Fjölnismenn eiga í stökustu vandræðum í sókninni en ná samt körfu um leið og skotklukkan gellur. Heimamenn svöruðu strax með þrist og hafa öll völd hérna. 2:41 eftir.3. leikhluti | 70-48: Vörn heimamanna er orðin svakalega áköf, þeir hafa stolið þremur boltum í röð og það skilar sér í 22 stiga forskoti. Leikhlé tekið þegar 3:55 eru eftir. Þjálfari gestanna er búinn að fá nóg.3. leikhluti | 62-46: Heimamenn svara sex stiga spretti gestanna með sex stiga spretti og er munurinn orðinn 16 stig fyrir heimamenn. 6 mín. eftir.3. leikhluti | 58-46: Gestirnir skora sex stig í röð og laga stöðuna, þar á meðal var stolinn bolti og hrapaupphlaup. Usher nældi sér í víti og setti bæði niður Keflvíkingar halda því 12 stiga forskoti. 7:20 eftir.3. leikhluti | 54-42: Heimamenn byrja á þriggja stiga körfu en Mitchell nær sér í tvö vítaskot í næstu sókn Fjölnis og nýtir hann bæði vítin. 8:45 eftir.3. leikhluti | 51-40: Seinni hálfleikur er hafinn og vonumst við eftir að þetta verði fjörugt, því fyrri hálfleikur var ansi daufur. 9:59 eftir.2. leikhluti | 51-40: Það er kominn er hálfleikur og það eru heimamenn sem eru með tögl á haldi í TM-höllinni. Heimamenn náðu 10 stiga forskoti snemma og hafa náð að halda því hingað til.2. leikhluti | 46-27: Bæði lið eru að finna lausnir á vörn hvors annars og það mjög auðveldlega. Það gerir það að verkum að mikið er skorað. 1:31 eftir.2. leikhluti | 40-33: Fjögur stig í röð aftur frá Fjölni, þeir náðu tveimur stoppum með skömmu millibili en því var svarað með þrist frá Keflavík. Mitchell setur síðan tvö stig í körfuna. 3 mín eftir.2. leikhluti | 37-27: Leikhlé tekið þegar fimm sléttar eru til hálfleiks og sagan er sú sama og hefur verið undanfarin andartök.2. leikhluti | 33-23: Liðin skiptast á körfum og er hann þannig lagað í jafnvægi. Það er heimamenn halda forskotinu. 6:30 eftir.2. leikhluti | 29-19: Gestirnir náðu að skora fjögur stig í röð en Keflvíkingar svara og halda forskotinu í 10 stigum. 8:15 eftir.2. leikhluti | 27-15: Annar leikhluti er farinn af stað og enn eru Fjölnismenn að klikka á skoti og heimamenn fá hraðaupphlaup sem skilar sér í körfu. 9:40 eftir.1. leikhluti | 25-15: Fyrsta leikhluta er lokið og hafa Keflvíkingar forskotið. Þeim hefur gengið betur í varnarleiknum og nýta sér það í sókninni og eru þeir með 10 stig í forskot.1. leikhluti | 25-13: Keflvíkingum gengur þó betur að vinna boltann af Fjölni og nýta það í sókninni og það er að skila 12 stiga forskoti. 1:12 eftir.1. leikhluti | 21-11: Það verður að segjast að varnarleikur beggja liða er ekki upp á marga fiska undanfarið. Heimamenn leiða með 10 stigum þegar 2:41 eru eftir af fyrsta fjórðung.1. leikhluti | 16-9: Skipst er á körfum núna, Jonathan Mitchell var að skora og setja niður víti í leiðinni og skorar síðan aftur og lagar stöðuna örlítið fyrir gestina. 3:36 eftir.1. leikhluti | 14-5: Fjölnir skora loksins og aftur er Davíð Bustion á ferðinni en hann hefur skorað öll stig gestanna. Heimamenn leiða með níu stigum. 4:30 eftir.1. leikhluti | 11-3: Keflvíkingar hafa opnað upp átta stiga forystu. Varnarleikur þeirra er að virka en sóknirnar mættu vera beittari. Þröstur Jóhannsson var rétt í þessu að troða með miklum látum. 5:30 eftir.1. leikhluti | 7-3: Usher er kominn með sjö stig fyrir Keflavík og heimamenn byrja ögn betur. 7:30 eftir.1. leikhluti | 4-3: Fjölnir voru fyrri á blað með þriggja stiga körfu en heimamenn snöggir að svara því með fjórum stigum í röð. Usher er kominn með þau öll fyrir Keflavík. 8:45 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Keflvíkingar sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Það eru fáir áhorfendur mættir í stúkuna þegar 12 mínútur eru til leiks. Það er vonandi að þeim muni fjölga áður en bolta er kastað í loftið. Ég gæti talið hausana en ég nenni því ekki, fólk verður bara að trúa mér að þeir séu fáir.Fyrir leik: Fyrri leikur liðanna endaði óvænt ef miðað er við sögu liðanna og væntingar fyrir tímabilið. Fjölnismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Keflvíkinga með 12 stiga mun í Dalhúsum. Þar voru stigahæstir Daron Sims með 31 stig fyrir Fjölni og William Graves með 39 stig fyrir Keflavík, þeir eru báðir horfnir til annarra verkefna og aðrir menn komnir í staðinn.Fyrir leik: Keflvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar og fyrir utan úrslitakeppni en geta með sigri farið upp fyrir sSnæfell sem tapaði sínum leik í gær. Fjölnir er í fallsæti eða því 11. en geta með sigri náð ÍR að stigum. Þetta er því mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið og ætti ákafinn að vera eftir því í kvöld.Fyrir leik: Það er komið að þeim tíma tímabilsins að það er að duga eða drepast fyrir liðin og þá skiptir ekki máli hvort baráttan sé upp á áframhaldandi veru í deildinni eins og fyrir Fjölni eða þá að komast í úrslitakeppnina eins og fyrir Keflavík.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik Keflavíkur og Fjölnis í Domino's-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Keflvíkingar unnu frekar auðveldan sigur á Fjölnismönnum í TM-höllinni fyrr í kvöld og var sigurinn aldrei í hættu. Varnarleikur heimamanna var mjög ákafur á köflum leiksins og skilaði það sér í auðveldum körfum og stóru forskoti snemma sem aldrei var látið af hendi. Lokatölur 99-81og Keflvíkingar lyfta sér upp í úrslitakeppnina en pakkinn er orðinn ansi þéttur um seinustu sætin. Þrátt fyrir að Fjölnismenn hafi átt fyrstu körfu kvöldsins þá voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn á upphafsmínútunum og allan fyrri hálfleikinn ef út í það er farið. Keflvíkingar voru ákveðnari í vörninni í byrjun, varnir liðanna voru þó í daprari kantinum í fyrri hálfleik, heimamenn unnu boltann oftar og það skilaði sér í auðveldum körfum í sókninni. Keflvíkingar náðu 10 stiga forskoti um miðbik fyrsta leikhluta og héldu þeir því til loka leikhlutans, 25-15. Í öðrum leikhluta var meira um að liðin skiptust á að skora og hentaði það heimamönnum betur eins og gefur að skilja. Fjölnir náði að herða aðeins og á vörninni og náðu þeir að ógna sprettum í stigaskori tvisvar í öðrum fjórðung en heimamenn voru fljótir að stoppa í leikann hjá sér og hleypa gestunum ekki á of mikinn sprett. Þegar flautað var til hálfleiks þá voru heimamenn með 11 stiga forskot, 51-40. Atkvæðamestir voru þeir Davon Usher fyrir heimamenn með 17 stig á 16 mínútum en hjá Fjölni var Jonathan Mitchell var með 14 stig fyrir og 10 fráköst. Keflvíkingar höfðu engan áhuga á því að slaka á klónni í seinni hálfleik þó að Fjölnismenn hafi náð sex stiga sprett í byrjun hálfleiksins. Eftir þann sprett var skellt í lás í smástund í þriðja leikhluta í vörn heimamanna og var munurinn orðinn 23 stig fyrir heimamenn, 73-50. Fjölnismenn áttu í stökustu vandræðum með vörn heimamanna og nýttu Keflvíkingar sér það til hins ýtrasta. Saga fjórða leikhluta er sú að skipst var á körfum lengst af en heimamenn héldu Grafarvogspiltunum alltaf í þægilegri fjarlægð. Leikurinn endaði 99-81 Davon Usher var stigahæstur á vellinum en kappinn skilað 33 stigum í púkkið. Hann fékk góða aðstoð félaga sinna en aðeins einn leikmaður komst ekki á blað hjá heimamönnum. Hjá Fjölni skilað Jonathan Mitchell fínni vakt með 24 stig og 13 fráköst. Með sigrinum lyfta Keflvíkingar sér upp í áttunda sæti deildarinnar og eru því í úrslitakeppninni eins og staðan er núna. Fjölnir er sem fastast í fallsætinu og er brettan alltaf að verða brattari enda bara þrír leikir.Guðmundur Jónsson: Hver leikur núna er 10 stiga leikur Guðmundur var þannig lagað sammála blaðamanni um að þetta hafi verið jafn auðvelt og þetta leit út fyrir að vera frá áhorfendum séð. „Bæði og var þetta auðvelt. Við vissum náttúrulega að það vantaði sterka leikmenn hjá þeim, þannig við vissum að við áttum að vinna þennan leik og náðum við að gera það svona þokkalega.“ Það sem lagði grunninn að sigrinum sagði Guðmundur vera, „Það voru allir að leggja sitt af mörkum, þeir sem komu inn af bekknum gerðu sitt og það voru allir að gera sitt. Enginn í liðinu átti þannig lagað lélegan leik í kvöld.“ Keflavík verður með í úrslitakeppninni ef taflan lítur út eins og í dag eftir 22 leiki og var Guðmundur spurður út í framhaldið og markmið Keflavíkur fyrir restina af tímabilinu. „Það er engin spurning um að við ætlum í úrslitakeppnina og við viljum ekki vera eitthvað að haltra inn í seinustu umferðinni við viljum vera með af alvöru. Hver leikur núna er 10 stiga leikur nánast og eigum við þrjá erfiða leiki eftir og það eru í raun og veru allir að berjast um sæti í úrslitakeppninni.“Hjalti Þór Vilhjálmsson: Skil ekki hvað gerðist í kvöld „Við höfðum aldrei trú á þessu til að byrja með, við ætluðum að koma og berjast og láta allt flakka en mættum flatir og virtumst við ekki kunna kerfin okkar og veit ég eiginlega ekki hvað var í gangi“, sagði þjálfari Fjölnis í leiklok eftir tap sinna manna fyrir Keflavík. Hann var spurður hvort bikarfríið hafi haft slæm áhrif á liðið sem og að hafa misst tvo sterka leikmenn: „Við erum búnir að æfa vel í þessar tvær vikur og hef ég aldrei séð liði æfa svona vel og vera svona duglega þannig að ég skil ekki hvað gerðist hérna í kvöld. Arnþór er mjög góður leikmaður t.d. en ég hef trú á því að við höfum fleiri leikmenn sem geta stigið upp og menn þurfa bara að gera það.“ Hjalti var spurður út í framhaldið en brekka Fjölnsimanna er orðin ansi brött enda liðið í fallsæti. „ÍR vann Snæfell í gær og eru með innbyrðis viðureignina á okkur, þannig að þetta fer svolítið eftir því hvort ÍR vinni Skallagrím. Þurfum við að vinna einn eða þrjá leiki? Það eru þrír leikir eftir og kannski þurfum við að vinna þá alla til að halda okkur upp, kannski dugir einn. við verðum bara að gíra okkur upp í næsta leik.“Keflavík-Fjölnir 99-81 (25-15, 26-25, 29-21, 19-20) Keflavík: Davon Usher 33/5 fráköst/3 varin skot, Damon Johnson 19/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/7 fráköst, Gunnar Einarsson 8, Valur Orri Valsson 7/6 fráköst/7 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 6/9 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 4, Andrés Kristleifsson 2, Reggie Dupree 2, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Davíð Páll Hermannsson 2, Tryggvi Ólafsson 0. Fjölnir: Jonathan Mitchell 24/13 fráköst/3 varin skot, Danero Thomas 16/5 fráköst, Sindri Már Kárason 15/5 fráköst, Davíð Ingi Bustion 11/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 4, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 4, Garðar Sveinbjörnsson 4, Valur Sigurðsson 2, Bergþór Ægir Ríkharðsson 1/4 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 0, Róbert Sigurðsson 0, Alexander Þór Hafþórsson 0.4. leikhluti | 99-81: Leiknum er lokið. Öruggur sigur heimamanna staðreynd.4. leikhluti | 97-80: Gestirnir ná fimm stigum í röð en það er bara of seint fyrir þá. 55 sek. eftir.4. leikhluti | 97-75: Aðalleikmenn beggja liða fá hvíld núna og ef verið að skiptast á körfum. Þetta er komið og Keflavík er að komast upp í 8. sæti Dominos deildarinnar. 1:39 eftir.4. leikhluti | 93-71: Skipst er á körfum núna, Keflvíkingar hafa náð í nokkur sóknarfráköst og er það að skila sér í kvöld. Ef ekkert mikið breytist þá er hægt að bóka tvö stig á Keflavík í kvöld. 5:064. leikhluti | 88-67: Heimamenn vakna af smáblundinum og skora sex stig í röð. Usher stelur svo boltanum en troðsla hans klikkar því miður. 6:39 eftir.4. leikhluti | 82-67: Fjölnismenn eru að sýna lit hér í seinasta fjórðung og hafa skorað fyrstu sjö stigin í fjórðungnum á móti tveimur heimamanna. 7:47 eftir.4. leikhluti | 80-61: Seinasti leikhlutinn er hafinn og hvorugt lið er komið á blað þegar mínúta er liðin.3. leikhluti | 80-61: Þriðja leikhluta er lokið og heimamenn hafa völdin og verður þetta Keflavíkursigur ef áfram horfir. Fjölnir átti góðann kafla undir lok fjórðungsins en heimamenn svöruðu því og halda 19 stiga forskoti.3. leikhluti | 73-54: 18 stiga munur fyrir Keflavík en heimamenn er að fá villur dæmdar á sig fyrir harðan slátt. Fjölnir nýtir ekki öll vítin og hafa þeir ekki efni á því. 1:45 eftir.3. leikhluti | 73-50: Fjölnismenn eiga í stökustu vandræðum í sókninni en ná samt körfu um leið og skotklukkan gellur. Heimamenn svöruðu strax með þrist og hafa öll völd hérna. 2:41 eftir.3. leikhluti | 70-48: Vörn heimamanna er orðin svakalega áköf, þeir hafa stolið þremur boltum í röð og það skilar sér í 22 stiga forskoti. Leikhlé tekið þegar 3:55 eru eftir. Þjálfari gestanna er búinn að fá nóg.3. leikhluti | 62-46: Heimamenn svara sex stiga spretti gestanna með sex stiga spretti og er munurinn orðinn 16 stig fyrir heimamenn. 6 mín. eftir.3. leikhluti | 58-46: Gestirnir skora sex stig í röð og laga stöðuna, þar á meðal var stolinn bolti og hrapaupphlaup. Usher nældi sér í víti og setti bæði niður Keflvíkingar halda því 12 stiga forskoti. 7:20 eftir.3. leikhluti | 54-42: Heimamenn byrja á þriggja stiga körfu en Mitchell nær sér í tvö vítaskot í næstu sókn Fjölnis og nýtir hann bæði vítin. 8:45 eftir.3. leikhluti | 51-40: Seinni hálfleikur er hafinn og vonumst við eftir að þetta verði fjörugt, því fyrri hálfleikur var ansi daufur. 9:59 eftir.2. leikhluti | 51-40: Það er kominn er hálfleikur og það eru heimamenn sem eru með tögl á haldi í TM-höllinni. Heimamenn náðu 10 stiga forskoti snemma og hafa náð að halda því hingað til.2. leikhluti | 46-27: Bæði lið eru að finna lausnir á vörn hvors annars og það mjög auðveldlega. Það gerir það að verkum að mikið er skorað. 1:31 eftir.2. leikhluti | 40-33: Fjögur stig í röð aftur frá Fjölni, þeir náðu tveimur stoppum með skömmu millibili en því var svarað með þrist frá Keflavík. Mitchell setur síðan tvö stig í körfuna. 3 mín eftir.2. leikhluti | 37-27: Leikhlé tekið þegar fimm sléttar eru til hálfleiks og sagan er sú sama og hefur verið undanfarin andartök.2. leikhluti | 33-23: Liðin skiptast á körfum og er hann þannig lagað í jafnvægi. Það er heimamenn halda forskotinu. 6:30 eftir.2. leikhluti | 29-19: Gestirnir náðu að skora fjögur stig í röð en Keflvíkingar svara og halda forskotinu í 10 stigum. 8:15 eftir.2. leikhluti | 27-15: Annar leikhluti er farinn af stað og enn eru Fjölnismenn að klikka á skoti og heimamenn fá hraðaupphlaup sem skilar sér í körfu. 9:40 eftir.1. leikhluti | 25-15: Fyrsta leikhluta er lokið og hafa Keflvíkingar forskotið. Þeim hefur gengið betur í varnarleiknum og nýta sér það í sókninni og eru þeir með 10 stig í forskot.1. leikhluti | 25-13: Keflvíkingum gengur þó betur að vinna boltann af Fjölni og nýta það í sókninni og það er að skila 12 stiga forskoti. 1:12 eftir.1. leikhluti | 21-11: Það verður að segjast að varnarleikur beggja liða er ekki upp á marga fiska undanfarið. Heimamenn leiða með 10 stigum þegar 2:41 eru eftir af fyrsta fjórðung.1. leikhluti | 16-9: Skipst er á körfum núna, Jonathan Mitchell var að skora og setja niður víti í leiðinni og skorar síðan aftur og lagar stöðuna örlítið fyrir gestina. 3:36 eftir.1. leikhluti | 14-5: Fjölnir skora loksins og aftur er Davíð Bustion á ferðinni en hann hefur skorað öll stig gestanna. Heimamenn leiða með níu stigum. 4:30 eftir.1. leikhluti | 11-3: Keflvíkingar hafa opnað upp átta stiga forystu. Varnarleikur þeirra er að virka en sóknirnar mættu vera beittari. Þröstur Jóhannsson var rétt í þessu að troða með miklum látum. 5:30 eftir.1. leikhluti | 7-3: Usher er kominn með sjö stig fyrir Keflavík og heimamenn byrja ögn betur. 7:30 eftir.1. leikhluti | 4-3: Fjölnir voru fyrri á blað með þriggja stiga körfu en heimamenn snöggir að svara því með fjórum stigum í röð. Usher er kominn með þau öll fyrir Keflavík. 8:45 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og það eru Keflvíkingar sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Það eru fáir áhorfendur mættir í stúkuna þegar 12 mínútur eru til leiks. Það er vonandi að þeim muni fjölga áður en bolta er kastað í loftið. Ég gæti talið hausana en ég nenni því ekki, fólk verður bara að trúa mér að þeir séu fáir.Fyrir leik: Fyrri leikur liðanna endaði óvænt ef miðað er við sögu liðanna og væntingar fyrir tímabilið. Fjölnismenn gerðu sér lítið fyrir og unnu Keflvíkinga með 12 stiga mun í Dalhúsum. Þar voru stigahæstir Daron Sims með 31 stig fyrir Fjölni og William Graves með 39 stig fyrir Keflavík, þeir eru báðir horfnir til annarra verkefna og aðrir menn komnir í staðinn.Fyrir leik: Keflvíkingar eru í 9. sæti deildarinnar og fyrir utan úrslitakeppni en geta með sigri farið upp fyrir sSnæfell sem tapaði sínum leik í gær. Fjölnir er í fallsæti eða því 11. en geta með sigri náð ÍR að stigum. Þetta er því mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið og ætti ákafinn að vera eftir því í kvöld.Fyrir leik: Það er komið að þeim tíma tímabilsins að það er að duga eða drepast fyrir liðin og þá skiptir ekki máli hvort baráttan sé upp á áframhaldandi veru í deildinni eins og fyrir Fjölni eða þá að komast í úrslitakeppnina eins og fyrir Keflavík.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik Keflavíkur og Fjölnis í Domino's-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira