Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 78-100 | Haukarnir áfram á sigurbraut Árni Jóhannsson í Ljónagryfjunni í Njarðvík skrifar 26. febrúar 2015 18:45 Stefan Bonneau. Vísir/Stefán Haukar unnu sterkan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld 78-100. Þeir byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir með meira en 10 stiga forskot strax á fyrstu mínútunum. Heimamenn virkuðu andlausir og komust aldrei nálægt gestunum úr Hafnarfirði. Með sigrinum taka Haukar framúr Njarðvík í töflunni og eru komnir í fjórða sæti deildarinnar. Haukar komu út í leikinn skjótandi á öllum sílendrum, fyrstu 13 stig leiksins voru gestanna og voru leikmenn Njarðvíkinga jökulkaldir í skotum sínum en þeir fundu fín skot en boltinn vildi bara ekki niður hjá þeim. Leikur heimamanna batnaði örlítið eftir leikhlé sem tekið var og minnkuðu þeir muninn úr 13 stigum niður í sex stig með nokkrum þriggja stiga körfum en Haukarnir voru fljótir að taka við sér laga stöðuna aftur í 13 stiga forskot þegar fyrsta fjórðung lauk. Haukarnir byrjuðu annan leikhluta eins og þeir enduðu þann fyrsta, hittni þeirra var góð og varnarleikurinn þannig að heimamenn fundu ekki leiðina í körfuna löngum stundum. Í hálfleik höfðu níu þriggja stiga skot af 16 ratað rétta leið fyrir Haukana á meðan heimamenn höfðu aðeins nýtt 5 af 20 þannig skotum sínum ásamt því að hafa einungis sett niður átta tveggja stiga skot í hálfleik. Það var alveg sama hvað heimamenn reyndu til að minnka muninn, alltaf áttu Haukarnir svar og í hálfleik höfðu gestirnir 16 stiga forskot og öll völd á leiknum, 39-55. Einungis þrír leikmenn komust á blað hjá heimamönnum í hálfleik á móti fimm leikmönnum gestanna þar sem þrír voru komnir með yfir tíu stig. Haukarnir tóku fótinn ekki af bensíngjöfinni þegar komið var út í seinni hálfleikinn, hittni þeirra var til fyrirmyndar allan seinni hálfleikinn og um miðjan þriðja leikhluta var munurinn kominn í 20 stig og þar með var róðurinn orðinn ansi erfiður fyrir heimamenn. Vörn Haukanna sá um að stöðva sóknir heimamanna en Njarðvíkingar voru nokkuð gjarnir á að skjóta þriggja stiga skotum en nýting þeirra fyrir aftan bogann var ekki góð. Aðeins átta af 33 þriggja stiga skotum rötuðu rétta leið. Það hjálpaði Haukum heldur betur að hitta 12 af 25 þriggja stiga skotum og 29 af 48 tveggja stiga skotum. Varnarleikur þeirra sá síðan um að halda tveggja stiga skotnýtingu Njarðvíkinga í 41%. Leikurinn endaði 78-100 fyrir gestina og var sigurinn aldrei í hættu frá byrjun leiksins. Það var alveg sama hvað Njarðvíkingar reyndu alltaf náðu Haukar að halda þeim þægilega í skefjum. Með sigrinum færast Haukar upp fyrir Njarðvíkinga sökum innbyrðis viðureigna en liðin eru jöfn að stigum. Fimm leikmenn Hauka skoruðu yfir 10 stig í leiknum í kvöld þar sem Haukur Óskarsson skoraði 24 stig. Mikla hjálp fengu þeir frá Alex Francis sem skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Stefan Bonneau í sérflokki en hann skoraði 40 stig og heldur hann áfram að hala inn stigum en meira framlag vantar jafnvel frá liðsfélögum hans til að vel fari.Ívar Ásgrímsson: Settum stefnuna á heimaleikjarétt en hugsum nú bara um næsta leik „Já það má segja það. Við erum búnir að vinna vel úr lélegu leikjunum okkar undanfarið og vörnin okkar búin að vera svakalega góð í síðustu fjórum leikjum og liðin eru í vandræðum á móti okkur“, sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þegar blaðamaður spurði hann hvort þessi leikur sýndi ekki að þeim væri dauðans alvara. „Við náðum að stoppa öll vopn Njarðvíkinga í dag en vorum búnir að undirbúa okkur undir það að Stefan Bonneau myndi skora meira en 30 stig en stigin hans komu mest af vítalínunni. við spiluðum hörkuvörn, Kári lét Loga Gunnarss. hafa vel fyrir hlutunum og Emil spilaði hörkuvörn á Bonneau, síðan fengum við framlag frá fleiri mönnum eins og Sigurði Einarss. og Hjálmari í vörninni. Liðið spilaði í heild frábæra vörn því um leið og einhver missti manninn sinn var komin hjálparvörn. Við síðan eignuðum okkur frákastabaráttuna.“ Hann var því næst spurður hvort það hjálpaði þá ekki á móti að skjóta vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Við skjótum yfirleitt mikið af þristum og hann byggist líka dálítið mikið á því en á tímabili þá vorum við að skjóta of mikið fyrir utan, dálítið eins og Njarðvík var að gera í dag að gefa boltann fyrir utan þriggja stiga línuna. Við höfum lagað það, nú sækjum við á körfuna og gefum boltann út og þá erum við að hitta þristunum. Við fórum aðeins í þetta handboltakerfi í seinni hálfleik en um leið og við fórum að sækja á körfuna þá fórum við aftur að hitta.“ Ívar var spurður hvert Haukar stefndu í ljósi þess að þeir væru komnir upp fyrir Njarðvíkinga í fjórða sætið. „Fyrir tímabilið settum við stefnuna á heimaleikjarétt í úrslitakeppninni en eftir tapleikjahrinuna, við tókum dálítið langt jólafrí, þá ákváðum við að hugsa bara um að tryggja okkur í úrslitakeppnina og hugsa bara um einn leik í einu. Við erum í þeim pakka núna, ef við náum í heimaleikjarétt þá náum við því bara en nú er það bara næsti leikur á móti ÍR sem verður líklega hörkuleikur.“Logi Gunnarsson: eins og að vera kominn í einhverja drullu og við komumst ekki upp úr henni Logi Gunnarsson hafði ekki skýringar á reiðum höndum strax eftir tap hans manna í Njarðvík fyrir Haukum fyrr í kvöld. „Þeir voru rosalega vel undirbúnir fyrir leikinn og við ragir í byrjun leiks og það var bara saga leiksins. Þeir náðu 20 stiga forskoti snemma og héldu því nánast allan leikinn ásamt því að vera miklu ákveðnari í sínum aðgerðum allan leikinn. Við vissum samt að þetta væri jafn mikilvægur leikur fyrir okkur eins og þá en samt breyttist ekkert hjá okkur. Við ætluðum að rífa okkur í gang en þetta var eins og að vera kominn í einhverja drullu og við komumst ekki upp úr henni. Það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvað gerist, maður er búinn að spila marga svona leiki í gegnum árin þar sem gengur ekkert.“ „Við fengum mjög góð og opin þriggja stiga skot, margir leikmenn voru að skjóta opnum skotum og við eigum að geta hitt þessum skotum betur en suma daga vill ekkert ofan á meðan Haukar hittu úr öllum sínum skotum. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábærann leik Haukarnir, þessi leikur tapaðist ekki bara útaf því að við voru lélegir, þeir voru mjög góðir einnig“, sagði Logi þegar hann var spurður hvort það hafi ekki kostað Njarðvíkinga að hafa fest sig fyrir aftan þriggja stiga línuna. Varðandi staðreyndina að Haukar væru komnir upp fyrir Njarðvík og hvort allt kapp yrði ekki lagt á að laga þá staðreyn sagði Logi: „Við eigum þrjá erfiða leiki eftir en við stefnum að því að ná heimaleikja réttinum en það verður barátta því Haukar eru góðir en við erum góðir líka þegar við erum eðlilegir. Við notum þennan leik til að læra af honum, við viljum ekki fleiri svona leiki. Fengum svona leik á móti Grindavík seinast en leikirnir eru kannski orðnir aðeins of margir þar sem við erum ekki nógu góðir. Við áttum síðan frábæran leik í Stykkishólmi en við höfum átt í erfiðleikum þar undanfarið. Það er svolítið skrýtið að þetta sveiflist svona hjá okkur en við ætlum að laga þetta fyrir lokaátökin.“ Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.Njarðvík - Haukar - bein textalýsing:4. leikhluti | 78-100: Leiknum er lokið. Öruggur sigur Hauka úr Hafnarfirði og sýndu þeir að þeim er alvara í deildinni, fjórði sigurleikurinn í röð og þeir eru komnir í fjórða sætið þar sem þeir hafa betur í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Þetta varð aldrei þessi hörkuleikur sem ég hafði lofað.4. leikhluti | 74-94: Haukarnir eru að klára þetta af skynsemi og krafti. Bæði lið bæta við körfum og munurinn er 20 stig fyrir Hauka. 2:32 eftir.4. leikhluti | 68-87: Alex Francis nýtir eitt af tveimur vítum áður en heimamenn halda í sókn og Logi Gunnarsson leggur boltann í körfuna eftir flott gegnumbrot. 5:20 eftir.4. leikhluti | 66-86: Leikhlé tekið þegar 6:09 eru eftir. Ef ekkert fer að gerast hjá heimamönnum þá er fljótlega hægt að lýsa þessum leik lokið.4. leikhluti | 66-84: Það kannski súmmerar leik heimamanna upp að þeir stálu boltanum og Snorri Hafsteinss. brunaði upp og ætlaði að leggja boltann í körfuna en boltinn vildi ekki ofan í. Haukar með 18 stiga forskot þegar 7:45 eru eftir.4. leikhluti | 66-82: Njarðvíkingar byrjðu fjórða leikhluta og skoruðu körfu, unnu boltann síðan í vörninni en töpuðu honum aftur strax. Haukar sundurspiluðu vörn heimamanna síðan og bættu við tveimur stigum. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 64-80: Þriðja leikhluta er lokið. Njarðvíkingar bættu við tveimur stigum af vítalínunni unnu boltann aftur og freistuðu þess að eiga lokaskot fjórðungsins. Bonneau var með boltann í höndunum sendi hann á liðsfélaga sinn en skot hans geigaði. Haukar með 16 stiga forskot og séns heimamanna á að ná einhverju úr þessum leik er orðinn naumur.3. leikhluti | 62-80: Haukarnir bæta í ef eitthvað er, þeir eru líka að ná sóknarfráköstum þegar skot þeirra geiga. Leikur gestanna hefur verið til fyrirmyndar það sem af er leik. Njarðvíkingar voru að enda við að setja niður ævintýralega körfu um leið og skotklukkan rann út. 55 sek. eftir.3. leikhluti | 59-79: Hittni Hauka fyrir aftan þriggja stiga línuna er búin að vera rosaleg, með skömmu millibili rötuðu tveir heim og munurinn er aftur orðinn 20 stig. 2:12 eftir. 3. leikhluti | 57-71: Leikhlé var tekið en Haukarnir halda áfram að hafa völdin hér í Ljónagryfjunni. Bonneau var á vítalínunni og nýtti tvö víti. 3:15 eftir. 3. leikhluti | 47-67: Enn er verið að skiptast á körfum, Njarðvíkingar hafa verið að fá skot undir körfunni en klikka á þeim, þeir hafa ekki efni á því eins og staðan er núna 20 stigum undir. Alex Francis var að klikka á vítaskoti. 6:04 eftir. 3. leikhluti | 45-61: Liðin skiptast á að skora þessa stundina og hentar þar gestunum betur. Njarðvíkingar reyna aðeins meira í sókninni en vörn þeirra er enn ábótavant. 7:51 3. leikhluti | 41-55: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem fengu fyrstu sókn og nýttu þeir hana. 9:40 eftirHálfleikur. Haukar fengu tvö vítaskot en aðeins eitt þeirra hitti og heimamenn fengu lokaskotið. Bonneau reyndi þriggja stiga skot sem söng í netinu. Heimamenn eru í vondum málum og þarf að laga ýmislegt hjá heimamönnum. Gestirnir geta haldið áfram á sömu braut og þá eru stigin tvö þeirra í leikslok. Það er vert að benda á það að þrír leikmenn heimamanna eru komnir á blað en fimm hjá gestunum, þar af þrír sem komnir eru með meira en 10 stig. 2. leikhluti | 36-54: 47 sekúndur eftir af leikhlutanum og það eru Haukar sem hafa völdin hér í Ljónagryfjunni í kvöld. Það er sama hvað heimamenn reyna til að minnka muninn, gestirnir eiga svar við öllu sem heimamenn gera og hafa 18 stig í forskot.2. leikhluti | 30-46: Leikhlé tekið þegar 3:33 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 30-46: Bonneau minnkar muninn en því er svarað með þriggja stiga körfu frá Haukum.8 af 11 þriggja stiga hafa ratað heim. 4:11 eftir.2. leikhluti | 28-43: Stefan Bonneau nældi sér í þrjú víti þar sem brotið var á honum í þriggja stiga skoti, það er klaufaskapur en vítin fóru öll ofan í og er staðan örlítið skárri fyrir vikið. 5:21 eftir.2. leikhluti | 25-43: Haukar fara hamförum í Ljónagryfjunni náðu 20 stiga forskoti áður en heimamenn náðu að minnka muninn um tvö stig. 6 mín. eftir.2. leikhluti | 23-39: Þetta er ógurleg hittni hjá Haukum. Tvær þriggja stiga körfur til viðbótar rata heim en heimamenn setja eina niður líka og forskot gestanna er 16 stig. 6:50 eftir.2. leikhluti | 20-33: Þriggja stiga nýting gestanna er ansi góð. Fimm skot af átta hafa ratað rétta leið á meðan Njarðvíkingar hafa reynt 13 þriggja stiga skot en ekki nýtt nema þrjú. Mirko nær í þrjú stig með því að skora, fá villu og nýta vítið. 8:03 eftir.2. leikhluti | 15-31: Annar fjórðungur er hafinn og Haukar áttu fyrstu sókn sem endaði með þriggja stiga körfu, það er því sama upp á teningnum og í fyrsta fjórðung. 9:40 eftir.1. leikhluti | 15-28: Stefan Bonneau náði að kveikja í áhorfendum í smá stund með hörku troðslu en sá eldmóður var slökktur með þriggja stiga körfu frá Hauki Óskarssyni. Njarðvíkingar fengu lokasóknina en hún geigaði. Gestirnir 13 stigum yfir eftir 10 mínútur og líta mjög vel út.1. leikhluti | 13-25: Ein mínúta og fjórar sekúndur eftir, Boanneau komst á vítalínuna og lagar stöðuna örlítið fyrir heimamenn. Haukarnir hafa verið mikið ákveðnari í sínum aðgerðum í fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 9-25: Fimm stig á skömmum tíma fra Haukum og þetta lítur ansi illa út fyrir heimamenn. 2:02 eftir.1. leikhluti | 9-20: Haukum reynist nokkuð auðvelt að leysa vörn heimamanna á fyrstu mínútunum og hafa því 11 stiga forskot. Njarðvíkingar þurfa að herða sig á báðum endum vallarins. 2:55 eftir.1. leikhluti | 9-15: Þrjár þriggja stiga körfur í röð frá heimamönnum þetta er orðið leikur loksins. Alex Francis setur niður krókskot fyrir gestina. 4:40 eftir.1. leikhluti | 3-13: Leikhléið hefur ekki tilætluð áhrif þar sem gestirnir bæta við þremur stigum en loksins komast heimamenn á blað og af öllum mönnum er það Mirko sem setur niður þriggja stiga körfu. 5:30 eftir.1. leikhluti | 0-10: Þjálfarar heimamanna hafa fengið nóg enda liðið 10 stigum undir. Leikhlé tekið þegar 6:41 er eftir. Það þarf að finna körfuna og stoppa í lekanna.1. leikhluti | 0-8: Heimamenn eru skítkaldir í byrjun, eru að fá fín skot en nýta þau ekki. Haukar ganga á lagið og eru komnir með átta stiga forskot. 7:28 eftir.1. leikhluti | 0-4: Haukar eru fyrri á blaðið og skora fyrstu fjögur stigin. 8:59 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byraður og það eru heimamenn sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Rúmar fimm mínútur í leik og bæði lið hlaupa lay-up raðirnar af miklum móð. Það fjölgar og fjölgar á áhorfendastæðunum og mér sýnist verða fínasta mæting í kvöld. Liðið eru kynnt til leiks.Fyrir leik: Til sönnunar þess að við getum búist við hörkuleik í kvöld er nóg að líta á fyrri leik liðanna sem fram fór á Ásvöllum í nóvember síðastliðnum. Þar unnu Haukar eins stigs sigur og hefur það líklega sviðið fyrir leikmenn Njarðvíkur. Leikurinn endaði 67-66.Fyrir leik: Það munar ekki nema tveimur stigum á liðunum sem mætast í kvöld og gætu því orðið sætaskipti ef Haukarnir fara með sigur af hólmi. Þeir eru eins og segir á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Njarðvíkingar hafa ekki staðið sig illa heldur því þeir hafa unnið fimm leiki af sjö á árinu 2015 í deildinni. Það er því gamli góði hörkuleikurinn sem fram fer í Ljónagryfjunni í kvöld.Fyrir leik: Það eru 18 leikir búnir í deildinni og baráttan um gott pláss í úrslitakeppninni er orðin ansi hörð en munurinn á liðinu í 9. sæti og Stjörnunni sem situr í þriðja sæti er ekki nema sex stig og fjórir leikir eftir. Misstig eru því líklega afþökkuð pent hjá liðunum sem eiga í baráttunni.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik Njarðvíkur og Hauka í Domino's-deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Haukar unnu sterkan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í kvöld 78-100. Þeir byrjuðu leikinn mun betur og voru komnir með meira en 10 stiga forskot strax á fyrstu mínútunum. Heimamenn virkuðu andlausir og komust aldrei nálægt gestunum úr Hafnarfirði. Með sigrinum taka Haukar framúr Njarðvík í töflunni og eru komnir í fjórða sæti deildarinnar. Haukar komu út í leikinn skjótandi á öllum sílendrum, fyrstu 13 stig leiksins voru gestanna og voru leikmenn Njarðvíkinga jökulkaldir í skotum sínum en þeir fundu fín skot en boltinn vildi bara ekki niður hjá þeim. Leikur heimamanna batnaði örlítið eftir leikhlé sem tekið var og minnkuðu þeir muninn úr 13 stigum niður í sex stig með nokkrum þriggja stiga körfum en Haukarnir voru fljótir að taka við sér laga stöðuna aftur í 13 stiga forskot þegar fyrsta fjórðung lauk. Haukarnir byrjuðu annan leikhluta eins og þeir enduðu þann fyrsta, hittni þeirra var góð og varnarleikurinn þannig að heimamenn fundu ekki leiðina í körfuna löngum stundum. Í hálfleik höfðu níu þriggja stiga skot af 16 ratað rétta leið fyrir Haukana á meðan heimamenn höfðu aðeins nýtt 5 af 20 þannig skotum sínum ásamt því að hafa einungis sett niður átta tveggja stiga skot í hálfleik. Það var alveg sama hvað heimamenn reyndu til að minnka muninn, alltaf áttu Haukarnir svar og í hálfleik höfðu gestirnir 16 stiga forskot og öll völd á leiknum, 39-55. Einungis þrír leikmenn komust á blað hjá heimamönnum í hálfleik á móti fimm leikmönnum gestanna þar sem þrír voru komnir með yfir tíu stig. Haukarnir tóku fótinn ekki af bensíngjöfinni þegar komið var út í seinni hálfleikinn, hittni þeirra var til fyrirmyndar allan seinni hálfleikinn og um miðjan þriðja leikhluta var munurinn kominn í 20 stig og þar með var róðurinn orðinn ansi erfiður fyrir heimamenn. Vörn Haukanna sá um að stöðva sóknir heimamanna en Njarðvíkingar voru nokkuð gjarnir á að skjóta þriggja stiga skotum en nýting þeirra fyrir aftan bogann var ekki góð. Aðeins átta af 33 þriggja stiga skotum rötuðu rétta leið. Það hjálpaði Haukum heldur betur að hitta 12 af 25 þriggja stiga skotum og 29 af 48 tveggja stiga skotum. Varnarleikur þeirra sá síðan um að halda tveggja stiga skotnýtingu Njarðvíkinga í 41%. Leikurinn endaði 78-100 fyrir gestina og var sigurinn aldrei í hættu frá byrjun leiksins. Það var alveg sama hvað Njarðvíkingar reyndu alltaf náðu Haukar að halda þeim þægilega í skefjum. Með sigrinum færast Haukar upp fyrir Njarðvíkinga sökum innbyrðis viðureigna en liðin eru jöfn að stigum. Fimm leikmenn Hauka skoruðu yfir 10 stig í leiknum í kvöld þar sem Haukur Óskarsson skoraði 24 stig. Mikla hjálp fengu þeir frá Alex Francis sem skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Hjá Njarðvíkingum var Stefan Bonneau í sérflokki en hann skoraði 40 stig og heldur hann áfram að hala inn stigum en meira framlag vantar jafnvel frá liðsfélögum hans til að vel fari.Ívar Ásgrímsson: Settum stefnuna á heimaleikjarétt en hugsum nú bara um næsta leik „Já það má segja það. Við erum búnir að vinna vel úr lélegu leikjunum okkar undanfarið og vörnin okkar búin að vera svakalega góð í síðustu fjórum leikjum og liðin eru í vandræðum á móti okkur“, sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka þegar blaðamaður spurði hann hvort þessi leikur sýndi ekki að þeim væri dauðans alvara. „Við náðum að stoppa öll vopn Njarðvíkinga í dag en vorum búnir að undirbúa okkur undir það að Stefan Bonneau myndi skora meira en 30 stig en stigin hans komu mest af vítalínunni. við spiluðum hörkuvörn, Kári lét Loga Gunnarss. hafa vel fyrir hlutunum og Emil spilaði hörkuvörn á Bonneau, síðan fengum við framlag frá fleiri mönnum eins og Sigurði Einarss. og Hjálmari í vörninni. Liðið spilaði í heild frábæra vörn því um leið og einhver missti manninn sinn var komin hjálparvörn. Við síðan eignuðum okkur frákastabaráttuna.“ Hann var því næst spurður hvort það hjálpaði þá ekki á móti að skjóta vel fyrir utan þriggja stiga línuna. „Við skjótum yfirleitt mikið af þristum og hann byggist líka dálítið mikið á því en á tímabili þá vorum við að skjóta of mikið fyrir utan, dálítið eins og Njarðvík var að gera í dag að gefa boltann fyrir utan þriggja stiga línuna. Við höfum lagað það, nú sækjum við á körfuna og gefum boltann út og þá erum við að hitta þristunum. Við fórum aðeins í þetta handboltakerfi í seinni hálfleik en um leið og við fórum að sækja á körfuna þá fórum við aftur að hitta.“ Ívar var spurður hvert Haukar stefndu í ljósi þess að þeir væru komnir upp fyrir Njarðvíkinga í fjórða sætið. „Fyrir tímabilið settum við stefnuna á heimaleikjarétt í úrslitakeppninni en eftir tapleikjahrinuna, við tókum dálítið langt jólafrí, þá ákváðum við að hugsa bara um að tryggja okkur í úrslitakeppnina og hugsa bara um einn leik í einu. Við erum í þeim pakka núna, ef við náum í heimaleikjarétt þá náum við því bara en nú er það bara næsti leikur á móti ÍR sem verður líklega hörkuleikur.“Logi Gunnarsson: eins og að vera kominn í einhverja drullu og við komumst ekki upp úr henni Logi Gunnarsson hafði ekki skýringar á reiðum höndum strax eftir tap hans manna í Njarðvík fyrir Haukum fyrr í kvöld. „Þeir voru rosalega vel undirbúnir fyrir leikinn og við ragir í byrjun leiks og það var bara saga leiksins. Þeir náðu 20 stiga forskoti snemma og héldu því nánast allan leikinn ásamt því að vera miklu ákveðnari í sínum aðgerðum allan leikinn. Við vissum samt að þetta væri jafn mikilvægur leikur fyrir okkur eins og þá en samt breyttist ekkert hjá okkur. Við ætluðum að rífa okkur í gang en þetta var eins og að vera kominn í einhverja drullu og við komumst ekki upp úr henni. Það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvað gerist, maður er búinn að spila marga svona leiki í gegnum árin þar sem gengur ekkert.“ „Við fengum mjög góð og opin þriggja stiga skot, margir leikmenn voru að skjóta opnum skotum og við eigum að geta hitt þessum skotum betur en suma daga vill ekkert ofan á meðan Haukar hittu úr öllum sínum skotum. Þeir eiga hrós skilið fyrir frábærann leik Haukarnir, þessi leikur tapaðist ekki bara útaf því að við voru lélegir, þeir voru mjög góðir einnig“, sagði Logi þegar hann var spurður hvort það hafi ekki kostað Njarðvíkinga að hafa fest sig fyrir aftan þriggja stiga línuna. Varðandi staðreyndina að Haukar væru komnir upp fyrir Njarðvík og hvort allt kapp yrði ekki lagt á að laga þá staðreyn sagði Logi: „Við eigum þrjá erfiða leiki eftir en við stefnum að því að ná heimaleikja réttinum en það verður barátta því Haukar eru góðir en við erum góðir líka þegar við erum eðlilegir. Við notum þennan leik til að læra af honum, við viljum ekki fleiri svona leiki. Fengum svona leik á móti Grindavík seinast en leikirnir eru kannski orðnir aðeins of margir þar sem við erum ekki nógu góðir. Við áttum síðan frábæran leik í Stykkishólmi en við höfum átt í erfiðleikum þar undanfarið. Það er svolítið skrýtið að þetta sveiflist svona hjá okkur en við ætlum að laga þetta fyrir lokaátökin.“ Smelltu á Refresh eða ýttu á F5-takkann á lyklaborðinu til að endurhlaða lýsinguna.Njarðvík - Haukar - bein textalýsing:4. leikhluti | 78-100: Leiknum er lokið. Öruggur sigur Hauka úr Hafnarfirði og sýndu þeir að þeim er alvara í deildinni, fjórði sigurleikurinn í röð og þeir eru komnir í fjórða sætið þar sem þeir hafa betur í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur. Þetta varð aldrei þessi hörkuleikur sem ég hafði lofað.4. leikhluti | 74-94: Haukarnir eru að klára þetta af skynsemi og krafti. Bæði lið bæta við körfum og munurinn er 20 stig fyrir Hauka. 2:32 eftir.4. leikhluti | 68-87: Alex Francis nýtir eitt af tveimur vítum áður en heimamenn halda í sókn og Logi Gunnarsson leggur boltann í körfuna eftir flott gegnumbrot. 5:20 eftir.4. leikhluti | 66-86: Leikhlé tekið þegar 6:09 eru eftir. Ef ekkert fer að gerast hjá heimamönnum þá er fljótlega hægt að lýsa þessum leik lokið.4. leikhluti | 66-84: Það kannski súmmerar leik heimamanna upp að þeir stálu boltanum og Snorri Hafsteinss. brunaði upp og ætlaði að leggja boltann í körfuna en boltinn vildi ekki ofan í. Haukar með 18 stiga forskot þegar 7:45 eru eftir.4. leikhluti | 66-82: Njarðvíkingar byrjðu fjórða leikhluta og skoruðu körfu, unnu boltann síðan í vörninni en töpuðu honum aftur strax. Haukar sundurspiluðu vörn heimamanna síðan og bættu við tveimur stigum. 9 mín. eftir.3. leikhluti | 64-80: Þriðja leikhluta er lokið. Njarðvíkingar bættu við tveimur stigum af vítalínunni unnu boltann aftur og freistuðu þess að eiga lokaskot fjórðungsins. Bonneau var með boltann í höndunum sendi hann á liðsfélaga sinn en skot hans geigaði. Haukar með 16 stiga forskot og séns heimamanna á að ná einhverju úr þessum leik er orðinn naumur.3. leikhluti | 62-80: Haukarnir bæta í ef eitthvað er, þeir eru líka að ná sóknarfráköstum þegar skot þeirra geiga. Leikur gestanna hefur verið til fyrirmyndar það sem af er leik. Njarðvíkingar voru að enda við að setja niður ævintýralega körfu um leið og skotklukkan rann út. 55 sek. eftir.3. leikhluti | 59-79: Hittni Hauka fyrir aftan þriggja stiga línuna er búin að vera rosaleg, með skömmu millibili rötuðu tveir heim og munurinn er aftur orðinn 20 stig. 2:12 eftir. 3. leikhluti | 57-71: Leikhlé var tekið en Haukarnir halda áfram að hafa völdin hér í Ljónagryfjunni. Bonneau var á vítalínunni og nýtti tvö víti. 3:15 eftir. 3. leikhluti | 47-67: Enn er verið að skiptast á körfum, Njarðvíkingar hafa verið að fá skot undir körfunni en klikka á þeim, þeir hafa ekki efni á því eins og staðan er núna 20 stigum undir. Alex Francis var að klikka á vítaskoti. 6:04 eftir. 3. leikhluti | 45-61: Liðin skiptast á að skora þessa stundina og hentar þar gestunum betur. Njarðvíkingar reyna aðeins meira í sókninni en vörn þeirra er enn ábótavant. 7:51 3. leikhluti | 41-55: Seinni hálfleikur er hafinn og það eru heimamenn sem fengu fyrstu sókn og nýttu þeir hana. 9:40 eftirHálfleikur. Haukar fengu tvö vítaskot en aðeins eitt þeirra hitti og heimamenn fengu lokaskotið. Bonneau reyndi þriggja stiga skot sem söng í netinu. Heimamenn eru í vondum málum og þarf að laga ýmislegt hjá heimamönnum. Gestirnir geta haldið áfram á sömu braut og þá eru stigin tvö þeirra í leikslok. Það er vert að benda á það að þrír leikmenn heimamanna eru komnir á blað en fimm hjá gestunum, þar af þrír sem komnir eru með meira en 10 stig. 2. leikhluti | 36-54: 47 sekúndur eftir af leikhlutanum og það eru Haukar sem hafa völdin hér í Ljónagryfjunni í kvöld. Það er sama hvað heimamenn reyna til að minnka muninn, gestirnir eiga svar við öllu sem heimamenn gera og hafa 18 stig í forskot.2. leikhluti | 30-46: Leikhlé tekið þegar 3:33 eru til hálfleiks.2. leikhluti | 30-46: Bonneau minnkar muninn en því er svarað með þriggja stiga körfu frá Haukum.8 af 11 þriggja stiga hafa ratað heim. 4:11 eftir.2. leikhluti | 28-43: Stefan Bonneau nældi sér í þrjú víti þar sem brotið var á honum í þriggja stiga skoti, það er klaufaskapur en vítin fóru öll ofan í og er staðan örlítið skárri fyrir vikið. 5:21 eftir.2. leikhluti | 25-43: Haukar fara hamförum í Ljónagryfjunni náðu 20 stiga forskoti áður en heimamenn náðu að minnka muninn um tvö stig. 6 mín. eftir.2. leikhluti | 23-39: Þetta er ógurleg hittni hjá Haukum. Tvær þriggja stiga körfur til viðbótar rata heim en heimamenn setja eina niður líka og forskot gestanna er 16 stig. 6:50 eftir.2. leikhluti | 20-33: Þriggja stiga nýting gestanna er ansi góð. Fimm skot af átta hafa ratað rétta leið á meðan Njarðvíkingar hafa reynt 13 þriggja stiga skot en ekki nýtt nema þrjú. Mirko nær í þrjú stig með því að skora, fá villu og nýta vítið. 8:03 eftir.2. leikhluti | 15-31: Annar fjórðungur er hafinn og Haukar áttu fyrstu sókn sem endaði með þriggja stiga körfu, það er því sama upp á teningnum og í fyrsta fjórðung. 9:40 eftir.1. leikhluti | 15-28: Stefan Bonneau náði að kveikja í áhorfendum í smá stund með hörku troðslu en sá eldmóður var slökktur með þriggja stiga körfu frá Hauki Óskarssyni. Njarðvíkingar fengu lokasóknina en hún geigaði. Gestirnir 13 stigum yfir eftir 10 mínútur og líta mjög vel út.1. leikhluti | 13-25: Ein mínúta og fjórar sekúndur eftir, Boanneau komst á vítalínuna og lagar stöðuna örlítið fyrir heimamenn. Haukarnir hafa verið mikið ákveðnari í sínum aðgerðum í fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 9-25: Fimm stig á skömmum tíma fra Haukum og þetta lítur ansi illa út fyrir heimamenn. 2:02 eftir.1. leikhluti | 9-20: Haukum reynist nokkuð auðvelt að leysa vörn heimamanna á fyrstu mínútunum og hafa því 11 stiga forskot. Njarðvíkingar þurfa að herða sig á báðum endum vallarins. 2:55 eftir.1. leikhluti | 9-15: Þrjár þriggja stiga körfur í röð frá heimamönnum þetta er orðið leikur loksins. Alex Francis setur niður krókskot fyrir gestina. 4:40 eftir.1. leikhluti | 3-13: Leikhléið hefur ekki tilætluð áhrif þar sem gestirnir bæta við þremur stigum en loksins komast heimamenn á blað og af öllum mönnum er það Mirko sem setur niður þriggja stiga körfu. 5:30 eftir.1. leikhluti | 0-10: Þjálfarar heimamanna hafa fengið nóg enda liðið 10 stigum undir. Leikhlé tekið þegar 6:41 er eftir. Það þarf að finna körfuna og stoppa í lekanna.1. leikhluti | 0-8: Heimamenn eru skítkaldir í byrjun, eru að fá fín skot en nýta þau ekki. Haukar ganga á lagið og eru komnir með átta stiga forskot. 7:28 eftir.1. leikhluti | 0-4: Haukar eru fyrri á blaðið og skora fyrstu fjögur stigin. 8:59 eftir.1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er byraður og það eru heimamenn sem eiga fyrstu sókn. 9:59 eftir.Fyrir leik: Rúmar fimm mínútur í leik og bæði lið hlaupa lay-up raðirnar af miklum móð. Það fjölgar og fjölgar á áhorfendastæðunum og mér sýnist verða fínasta mæting í kvöld. Liðið eru kynnt til leiks.Fyrir leik: Til sönnunar þess að við getum búist við hörkuleik í kvöld er nóg að líta á fyrri leik liðanna sem fram fór á Ásvöllum í nóvember síðastliðnum. Þar unnu Haukar eins stigs sigur og hefur það líklega sviðið fyrir leikmenn Njarðvíkur. Leikurinn endaði 67-66.Fyrir leik: Það munar ekki nema tveimur stigum á liðunum sem mætast í kvöld og gætu því orðið sætaskipti ef Haukarnir fara með sigur af hólmi. Þeir eru eins og segir á góðu skriði og hafa unnið þrjá leiki í röð. Njarðvíkingar hafa ekki staðið sig illa heldur því þeir hafa unnið fimm leiki af sjö á árinu 2015 í deildinni. Það er því gamli góði hörkuleikurinn sem fram fer í Ljónagryfjunni í kvöld.Fyrir leik: Það eru 18 leikir búnir í deildinni og baráttan um gott pláss í úrslitakeppninni er orðin ansi hörð en munurinn á liðinu í 9. sæti og Stjörnunni sem situr í þriðja sæti er ekki nema sex stig og fjórir leikir eftir. Misstig eru því líklega afþökkuð pent hjá liðunum sem eiga í baráttunni.Fyrir leik: Velkomin í lýsingu frá leik Njarðvíkur og Hauka í Domino's-deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira