Innlent

Leit hófst að flugvél við Þingvallavatn

Atli Ísleifsson skrifar
Um 20 mínútum eftir að útkall barst björgunarsveitum tilkynnti lögregla að flugvélin væri lent á Reykjavíkurflugvelli.
Um 20 mínútum eftir að útkall barst björgunarsveitum tilkynnti lögregla að flugvélin væri lent á Reykjavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm
Rétt fyrir klukkan 19:00 i kvöld barst lögreglu tilkynning um að vitni hefðu séð flugvél fljúga afar lágt við Þingvallavatn en ekki komið upp aftur. Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og af höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar á hæsta forgangi þegar í stað og beðið um báta- og leitarhópa.

Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að um 20 mínútum eftir að útkall barst björgunarsveitum tilkynnti lögregla að flugvélin, sem er svokölluð fisvél, væri lent á Reykjavíkurflugvelli og að ekkert amaði að flugmanninum.

„Flugleið hans kemur heim og saman við það sem vitni sáu. Bjargir hafa því verið afturkallaðar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×