Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Birgir Olgeirsson. skrifar 10. febrúar 2015 14:21 Draupnir Gestsson, til vinstri, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21