„Minningu hans verður haldið á lofti á Sægreifanum“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2015 10:34 Kjartan Halldórsson og Elísabet Jean Skúladóttir við hlið eftirmyndar Kjartans sem er að finna á Sægreifanum. „Hann var alveg einstakur,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir um Kjartan Halldórsson, kenndan við Sægreifann, sem andaðist á Borgarspítalnum síðastliðinn sunnudag 75 ára að aldri. Kjartan starfaði lengst af við sjómennsku en ákvað árið 2002 að fara í land og opna fiskbúð við Reykjavíkurhöfn. Var það ætlun Kjartans að selja fisk og sjávarfang og varð búðin fljótt vinsæl hjá erlendum ferðamönnum sem vildu endilega fá að smakka þær afurðir sem Kjartan seldi. Úr varð að hann brást við þessari bón með því að laga humarsúpu og grilla fisk á spjótum handa gestum staðarins og þá var ekki aftur snúið og er staðurinn í dag einn af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar.Úr afmælisfögnuði Kjartans á Sægreifanum.Kjartan fylgdi með í kaupunum Elísabet Jean hóf störf hjá Kjartani fyrir átta árum í hlutastarfi en árið 2011 keypti hún staðinn af honum og hefur rekið hann síðan. Kjartan var þó aldrei langt undan enda fylgdi hann með í kaupunum. „Já, hann fylgdi með. Það stóð í smáa letrinu á kaupsamningnum. Hann sagði að ég hefði gleymt að lesa það,“ segir Elísabet sem segir Kjartan hafa verið einstaklega skemmtilegan karakter. „Hann var rosalega hjartahlýr og vildi allt fyrir alla gera. Hann gat líka verið mjög skapmikill og ákveðinn í sínum skoðunum og við höfum glaðst og rifist, allt í einu, en við náðum rosalega vel saman. Hann var svona týpa sem þú þurftir að læra vel inn á,“ segir Elísabet.Elísabet lýsir Kjartani sem einstaklega hjartahlýjum manni sem vildi allt fyrir alla gera.Vísir/Valgardur„Sægreifinn var allt hans líf“ Hún segir Kjartan hafa verið vinnuþjark sem þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. „Hann var alltaf með nýjar hugmyndir. Það var líka ástæðan fyrir því að það gekk vel hjá honum. Hann var alltaf að, alveg fram á síðustu stundu. Sægreifinn var allt hans líf. Þó hann lægi inn á spítala og væri fárveikur þá var það fyrsta sem hann spurði þegar maður heimsótti hann hvort það væri ekki nóg að gera og hvort það væri búið að hella upp á kaffi,“ segir Elísabet og segir anda Kjartans fylgja Sægreifanum. „Minningu hans verður haldið á lofti á Sægreifanum. Hann er líka með afleysingamann niður frá. Við létum steypa mót af honum. Hann situr þarna í fullri vaxmynd niður frá. Hann vildi vera þarna hvort sem hann væri lífs eða liðinn,“ segir Elísabet. Tengdar fréttir Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað. 13. nóvember 2006 21:05 Hörkukarl sem lætur hreinlega allt flakka Eiríkur Guðmundsson frumsýnir heimildarmynd um hinn eina sanna sægreifa á Kirkjubæjarklaustri í dag. 15. nóvember 2014 17:00 Tvífari sestur upp á Sægreifanum Veitingastaðurinn Sægreifinn hefur látið gera afsteypu af stofnanda fyrirtækisins, "sál og andliti“, Kjartani Halldórssyni sjómanni. Tvífarinn situr öllum stundum á Sægreifanum. "Hann þegir að minnsta kosti,“ segir nýr eigandi flesta hafa á orði. 20. september 2013 07:00 Sægreifinn og Búllan í Washington Post Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. 30. maí 2007 00:01 Humarsúpa Sægreifans í New York Times Í sunnudagsblaði New York Times var fjallað afar vinsamlega um humarsúpu Sægreifans, sem Kjartan Halldórsson rekur við Reykjavíkurhöfn. Blaðið lýsti súpunni sem erkitýpískri og sagði hana hreina og beina, þjóðlega, algerlega svikalausa og það fyrsta sem menn skyldu fá sér þegar þeir kæmu í bæinn. 14. nóvember 2006 22:18 Mikil upphefð fyrir lítinn veitingastað við höfnina Veitingastaðurinn Sægreifinn, og sérstaklega humarsúpan sem prýðir matseðil hans, hlaut á sunnudag lofsamlega umfjöllun í þeim hluta New York Times sem helgaður er ferðalögum. Þetta ætti ekki að koma þeim sem stundað hafa staðinn á óvart, en hann hefur notið mikilla vinsælda. 14. nóvember 2006 12:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Hann var alveg einstakur,“ segir Elísabet Jean Skúladóttir um Kjartan Halldórsson, kenndan við Sægreifann, sem andaðist á Borgarspítalnum síðastliðinn sunnudag 75 ára að aldri. Kjartan starfaði lengst af við sjómennsku en ákvað árið 2002 að fara í land og opna fiskbúð við Reykjavíkurhöfn. Var það ætlun Kjartans að selja fisk og sjávarfang og varð búðin fljótt vinsæl hjá erlendum ferðamönnum sem vildu endilega fá að smakka þær afurðir sem Kjartan seldi. Úr varð að hann brást við þessari bón með því að laga humarsúpu og grilla fisk á spjótum handa gestum staðarins og þá var ekki aftur snúið og er staðurinn í dag einn af vinsælustu veitingastöðum borgarinnar.Úr afmælisfögnuði Kjartans á Sægreifanum.Kjartan fylgdi með í kaupunum Elísabet Jean hóf störf hjá Kjartani fyrir átta árum í hlutastarfi en árið 2011 keypti hún staðinn af honum og hefur rekið hann síðan. Kjartan var þó aldrei langt undan enda fylgdi hann með í kaupunum. „Já, hann fylgdi með. Það stóð í smáa letrinu á kaupsamningnum. Hann sagði að ég hefði gleymt að lesa það,“ segir Elísabet sem segir Kjartan hafa verið einstaklega skemmtilegan karakter. „Hann var rosalega hjartahlýr og vildi allt fyrir alla gera. Hann gat líka verið mjög skapmikill og ákveðinn í sínum skoðunum og við höfum glaðst og rifist, allt í einu, en við náðum rosalega vel saman. Hann var svona týpa sem þú þurftir að læra vel inn á,“ segir Elísabet.Elísabet lýsir Kjartani sem einstaklega hjartahlýjum manni sem vildi allt fyrir alla gera.Vísir/Valgardur„Sægreifinn var allt hans líf“ Hún segir Kjartan hafa verið vinnuþjark sem þurfti alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. „Hann var alltaf með nýjar hugmyndir. Það var líka ástæðan fyrir því að það gekk vel hjá honum. Hann var alltaf að, alveg fram á síðustu stundu. Sægreifinn var allt hans líf. Þó hann lægi inn á spítala og væri fárveikur þá var það fyrsta sem hann spurði þegar maður heimsótti hann hvort það væri ekki nóg að gera og hvort það væri búið að hella upp á kaffi,“ segir Elísabet og segir anda Kjartans fylgja Sægreifanum. „Minningu hans verður haldið á lofti á Sægreifanum. Hann er líka með afleysingamann niður frá. Við létum steypa mót af honum. Hann situr þarna í fullri vaxmynd niður frá. Hann vildi vera þarna hvort sem hann væri lífs eða liðinn,“ segir Elísabet.
Tengdar fréttir Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað. 13. nóvember 2006 21:05 Hörkukarl sem lætur hreinlega allt flakka Eiríkur Guðmundsson frumsýnir heimildarmynd um hinn eina sanna sægreifa á Kirkjubæjarklaustri í dag. 15. nóvember 2014 17:00 Tvífari sestur upp á Sægreifanum Veitingastaðurinn Sægreifinn hefur látið gera afsteypu af stofnanda fyrirtækisins, "sál og andliti“, Kjartani Halldórssyni sjómanni. Tvífarinn situr öllum stundum á Sægreifanum. "Hann þegir að minnsta kosti,“ segir nýr eigandi flesta hafa á orði. 20. september 2013 07:00 Sægreifinn og Búllan í Washington Post Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. 30. maí 2007 00:01 Humarsúpa Sægreifans í New York Times Í sunnudagsblaði New York Times var fjallað afar vinsamlega um humarsúpu Sægreifans, sem Kjartan Halldórsson rekur við Reykjavíkurhöfn. Blaðið lýsti súpunni sem erkitýpískri og sagði hana hreina og beina, þjóðlega, algerlega svikalausa og það fyrsta sem menn skyldu fá sér þegar þeir kæmu í bæinn. 14. nóvember 2006 22:18 Mikil upphefð fyrir lítinn veitingastað við höfnina Veitingastaðurinn Sægreifinn, og sérstaklega humarsúpan sem prýðir matseðil hans, hlaut á sunnudag lofsamlega umfjöllun í þeim hluta New York Times sem helgaður er ferðalögum. Þetta ætti ekki að koma þeim sem stundað hafa staðinn á óvart, en hann hefur notið mikilla vinsælda. 14. nóvember 2006 12:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sægreifinn nær alþjóðlegri frægð Bandaríska dagblaðið New York Times fjallaði nýlega um Ísland á vefsíðu sinni. Greinin fjallaði um humarsúpuna sem er á boðstólum á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík og var henni lýst sem þeirri bestu sem blaðamaðurinn hafði bragðað. 13. nóvember 2006 21:05
Hörkukarl sem lætur hreinlega allt flakka Eiríkur Guðmundsson frumsýnir heimildarmynd um hinn eina sanna sægreifa á Kirkjubæjarklaustri í dag. 15. nóvember 2014 17:00
Tvífari sestur upp á Sægreifanum Veitingastaðurinn Sægreifinn hefur látið gera afsteypu af stofnanda fyrirtækisins, "sál og andliti“, Kjartani Halldórssyni sjómanni. Tvífarinn situr öllum stundum á Sægreifanum. "Hann þegir að minnsta kosti,“ segir nýr eigandi flesta hafa á orði. 20. september 2013 07:00
Sægreifinn og Búllan í Washington Post Fallega var fjallað um veitingastaðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinarhöfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætisleit á götum Reykjavíkurborgar. 30. maí 2007 00:01
Humarsúpa Sægreifans í New York Times Í sunnudagsblaði New York Times var fjallað afar vinsamlega um humarsúpu Sægreifans, sem Kjartan Halldórsson rekur við Reykjavíkurhöfn. Blaðið lýsti súpunni sem erkitýpískri og sagði hana hreina og beina, þjóðlega, algerlega svikalausa og það fyrsta sem menn skyldu fá sér þegar þeir kæmu í bæinn. 14. nóvember 2006 22:18
Mikil upphefð fyrir lítinn veitingastað við höfnina Veitingastaðurinn Sægreifinn, og sérstaklega humarsúpan sem prýðir matseðil hans, hlaut á sunnudag lofsamlega umfjöllun í þeim hluta New York Times sem helgaður er ferðalögum. Þetta ætti ekki að koma þeim sem stundað hafa staðinn á óvart, en hann hefur notið mikilla vinsælda. 14. nóvember 2006 12:30