Spot getur hlaupið, klifrað og er hannað til björgunarstarfa.
Fyrirtækið Boston Dynamics birti á mánudaginn myndband af vélhundinum Spot, sem sýnir einstaka fimi. Vélmennið er hannað til björgunarstarfa og getur hlaupið, farið upp stiga og fleira. Boston Dynamics er í eigu Google.
Spot keyrir á rafmagni og straumfræði og er tiltölulega hljóðlátt vélmenni.
Á myndbandinu má berlega sjá hve mikla fimi vélmennið sýnir, en einnig má sjá þegar starfsmaður fyrirtækisins sparkar fast í það. Vélmennið dettur ekki og þess í stað tekst því halda sér standandi.