Sport

Helga María hafnaði í 56. sæti í stórsvigi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Helga María Vilhjálmsdóttir komst ein íslensku stúlknanna í seinni ferðina.
Helga María Vilhjálmsdóttir komst ein íslensku stúlknanna í seinni ferðina. vísir/getty
Helga María Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, haffnaði í 56. sæti í stórsvigi á HM í Beaver Creek í Colorado í gærkvöldi.

Helga María var í 61. sæti eftir fyrri ferðina og aðeins fengu 60 að renna sér niður í seinna skiptið, en keppandi frá Lettlandi var á endanum dæmdur úr keppni sem varð til þess að Helga fékk að fara aftur niður brekkuna.

Samtals fór Helga María báðar ferðirnar á 2:35,54 mínútum og var 16,38 sekúndum á eftir heimsmeistaranum Önnu Fenninger frá Austurríki.

Freydís Halla Einarsdóttir hafðnaði í 62. sæti eftir fyrri ferðina og var þar með úr leik og Erla Ásgeirsdóttir endaði í 71. sæti.

Þær keppa allar þrjár í svigi á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×