Sport

Gullið fór norður

Telma Tómasson skrifar
Ísólfur Líndal Þórisson vann keppni í gæðingafimi í Meistaradeild í hestaíþróttum í gærkvöldi á Kristófer frá Hjaltastaðahvammi.

Ísólfur tók forystu strax í upphafi keppninnar og hélt sinni stöðu. Árni Björn Pálsson á tölthryssunni Skímu frá  Kvistum gerði nokkuð harða atlögu að efsta sætinu, en hafnaði í öðru sæti eftir spennandi keppni. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Sprettu frá Gunnarsstöðum varð þriðja og vakti athygli með faglegri sýningu og agaðri reiðmennsku.



A úrslit


  1. Ísólfur Líndal Þórisson -Kristófer frá Hjaltastaðahvammi 8,05
  2. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum 7,95
  3. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir - Spretta frá Gunnarsstöðum 7,70
  4. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli 7,61
  5. Eyrún Ýr Pálsdóttir – Kjarval frá Blönduósi 7,45


Hægt er að sjá nánari úrslit á heimasíðu Meistaradeildarinnar.

Stöð 2 Sport var með beina útsendingu frá keppninni í gærkvöldi. Sjá má Ísólf Líndal Þórisson og Kristófer frá Hjaltastaðahvammi í A-úrslitum á meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×