Sport

Frábær endakafli hjá Einari Kristni - komst í seinni ferðina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Kristinn Kristgeirsson.
Einar Kristinn Kristgeirsson. Vísir/Getty
Einar Kristinn Kristgeirsson náði 55. sæti í fyrri ferð í stórsvigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum. Einar Kristinn tryggði sér þar með aðra ferð seinna í kvöld.

Einar Kristinn byrjaði ekki vel og var í 66. sæti eftir fyrsta millitíma en hann átti frábæran endasprett og kom í mark með 52. besta tímann, 7.89 sekúndum á eftir efsta manni. Tími Einars var upp á 1:23.07 mínútur. Alls kláruðu 78 skíðamenn fyrri ferðina.

Bosníumaður, Rúmeni og Króati áttu síðan eftir að skíða hraðar en Einar og komast þar með upp fyrir hann. Einar Kristinn hélt sæti hinsvegar sínu meðal sextíu efstu sem þýðir að hann keppir aftur í kvöld.

Magnús Finnsson komst ekki í gegnum undankeppnina og fékk því ekki að taka þátt í aðalkeppninni í dag.

Þetta er önnur greinin í röð sem íslenskur keppandi kemst í seinni ferðina en Helga María Vilhjálmsdóttir náði því í stórsvigi kvenna í gær. Helga María endaði síðan í 56. sætinu.

Austurríkismaðurinn Marcel Hirscher er með besta tímann eftir fyrri ferðina í stórsviginu en hann kláraði 0,18 sekúndum á undan Roberto Nani frá Ítalíu og 23 sekúndubrotum á undan Felix Neureuther frá Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×