Fyrsti útsigur Hauka síðan í byrjun desember - fóru illa með Þór í seinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2015 20:52 Emil Barja var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Haukaliðið endar nú langa bið leik eftir leik í Dominos-deildinni. Á mánudagskvöldið unnu þeir sinn fyrsta deildarleik síðan 12. desember og í kvöld unnu þeir sinn fyrsta útisigur síðan 4. desember. Haukarnir fóru þá í Þorlákshöfn og unnu sannfærandi 28 stiga sigur á heimamönnum í Þór í lokaleik 17. umferðar, 99-71, en sigurinn skilaði liðinu upp um fjögur sæti og alla leið í fimmta sætið. Haukar voru tveimur stigum undir í hálfleik en unnu seinni hálfleikinn með 30 stigum og fögnuðu öruggum en jafnframt langþráðum sigri. Haukaliðið vann lokaleikhlutann 30-8. Emil Barja átti annan leikinn í röð sinn besta leik í stigum í vetur og endaði leikinn með 28 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Alex Francis var með 25 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar og Haukur Óskarsson skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Darrin Govens var atkvæðamestur hjá Þórsliðinu með 22 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en Grétar Ingi Erlendsson var með 17 stig og 9 fráköst. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru komnir í 9-2 eftir tæpar tvær mínútur. Þórsarar skoruðu þá sjö stig í röð og voru síðan komnir í 17-13 um miðjan leikhlutann. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann 26-23 og voru mest sjö stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 32-25. Þá komu níu stig Hauka í röð og sá góði kafli kom þeim aftur yfir í leiknum. Haukarnir voru 42-37 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir af hálfleiknum en þá kom enn ein sveiflan í leikinn þar sem Þórsliðið vann lokakafla hálfleiksins 11-4 og var í kjölfarið tveimur stigum yfir í hálfleik, 48-46. Haukaliðið skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum seinni hálfleiksins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, neyddist til að taka leikhlé eftir tæpar fjórar mínútur þegar Haukarnir voru komnir í 59-52. Haukarnir voru hinsvegar komnir í gírinn og náðu mest fimmtán stiga forystu, 67-52, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Þórsliðið gafst þó ekki upp og náði góðum 11-2 spretti í lok leikhlutans sem hélt liðinu inn í leiknum. Haukaliðið vann þriðja leikhlutann á endanum 23-15 sem skilaði liðinu sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 69-63. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu stig lokaleikhlutann og voru aftur komnir tíu stigum yfir. Þeir unnu síðan fyrstu fimm mínútur fjórða leikhlutans 13-3 og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Haukaliðið vann fjórða leikhlutann á endanum 30-8 og þar með leikinn með 28 stigum.Þór Þ.-Haukar 71-99 (26-23, 22-23, 15-23, 8-30)Þór Þ.: Darrin Govens 22/13 fráköst/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/9 fráköst, Nemanja Sovic 10/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 28/6 fráköst, Alex Francis 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/6 fráköst/6 stolnir, Kristinn Marinósson 9/11 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Haukaliðið endar nú langa bið leik eftir leik í Dominos-deildinni. Á mánudagskvöldið unnu þeir sinn fyrsta deildarleik síðan 12. desember og í kvöld unnu þeir sinn fyrsta útisigur síðan 4. desember. Haukarnir fóru þá í Þorlákshöfn og unnu sannfærandi 28 stiga sigur á heimamönnum í Þór í lokaleik 17. umferðar, 99-71, en sigurinn skilaði liðinu upp um fjögur sæti og alla leið í fimmta sætið. Haukar voru tveimur stigum undir í hálfleik en unnu seinni hálfleikinn með 30 stigum og fögnuðu öruggum en jafnframt langþráðum sigri. Haukaliðið vann lokaleikhlutann 30-8. Emil Barja átti annan leikinn í röð sinn besta leik í stigum í vetur og endaði leikinn með 28 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Alex Francis var með 25 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar og Haukur Óskarsson skoraði 19 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Darrin Govens var atkvæðamestur hjá Þórsliðinu með 22 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar en Grétar Ingi Erlendsson var með 17 stig og 9 fráköst. Haukarnir byrjuðu leikinn vel og voru komnir í 9-2 eftir tæpar tvær mínútur. Þórsarar skoruðu þá sjö stig í röð og voru síðan komnir í 17-13 um miðjan leikhlutann. Þórsarar unnu fyrsta leikhlutann 26-23 og voru mest sjö stigum yfir í öðrum leikhlutanum, 32-25. Þá komu níu stig Hauka í röð og sá góði kafli kom þeim aftur yfir í leiknum. Haukarnir voru 42-37 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir af hálfleiknum en þá kom enn ein sveiflan í leikinn þar sem Þórsliðið vann lokakafla hálfleiksins 11-4 og var í kjölfarið tveimur stigum yfir í hálfleik, 48-46. Haukaliðið skoraði ellefu af fyrstu þrettán stigum seinni hálfleiksins og Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, neyddist til að taka leikhlé eftir tæpar fjórar mínútur þegar Haukarnir voru komnir í 59-52. Haukarnir voru hinsvegar komnir í gírinn og náðu mest fimmtán stiga forystu, 67-52, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir að þriðja leikhlutanum. Þórsliðið gafst þó ekki upp og náði góðum 11-2 spretti í lok leikhlutans sem hélt liðinu inn í leiknum. Haukaliðið vann þriðja leikhlutann á endanum 23-15 sem skilaði liðinu sex stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann, 69-63. Haukarnir skoruðu fjögur fyrstu stig lokaleikhlutann og voru aftur komnir tíu stigum yfir. Þeir unnu síðan fyrstu fimm mínútur fjórða leikhlutans 13-3 og voru með leikinn í öruggum höndum eftir það. Haukaliðið vann fjórða leikhlutann á endanum 30-8 og þar með leikinn með 28 stigum.Þór Þ.-Haukar 71-99 (26-23, 22-23, 15-23, 8-30)Þór Þ.: Darrin Govens 22/13 fráköst/7 stoðsendingar, Grétar Ingi Erlendsson 17/9 fráköst, Nemanja Sovic 10/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 10/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 9, Emil Karel Einarsson 3/4 fráköst.Haukar: Emil Barja 28/6 fráköst, Alex Francis 25/14 fráköst/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Kári Jónsson 12/6 fráköst/6 stolnir, Kristinn Marinósson 9/11 fráköst, Hjálmar Stefánsson 4/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira