Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó í kvöld en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu.
Friðrik tekur lagið Once Again, ensk útgáfa, af laginu Í síðasta skipti. Björn og félagar taka aftur á móti lagið Piltur og stúlka.
Nú virðast sænskir sérfræðingar Betsson nokkuð vissir í sinni sök, og samkvæmt upplýsingum frá Betsson á Íslandi hafa þeir oft á réttu að standa.
Sjá einnig: Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin
Veðmálastuðullinn sem settur er á lag Friðriks er 1,85 og nú er lag Maríu Ólafsdóttur, Unbroken, komið í annað sæti með stuðulinn 2,25. Stuðullinn á Pilt og stúlku er nú 5,00.
Sjá einnig: Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins
Takist Friðriki Dór að vinna undankeppnina verður þetta annað árið í röð sem Íslendingar senda Hafnfirðinga í Eurovision en Pollapönk fór út fyrir okkar hönd fyrir ári síðan.
Frikka Dór spáð sigri í Eurovision

Tengdar fréttir

Björn Jörundur líklega áfram í Eurovision
Veðmálafyrirtækið Betsson telur mestar líkur á því að töffarinn Björn Jörundur og hans fólk sigri undankeppnina.

Heimsfrægð sem aldrei gleymist
Handarskjálfti Helgu Möller truflaði ekki frábæran flutning á laginu Heyr mína bæn í undankeppni Eurovision-keppninnar en óneitanlega vakti hann athygli. Helga afgreiddi spurningar sem vöknuðu á Facebook daginn eftir og sagðist ekki vera alvarleg veik. Þvert á móti er Helga frísk og fjörug og hefur nóg að gera.

Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin
Úrslitakvöldið í undankeppni Eurovision fer fram í kvöld í Háskólabíó en þá verður ákveðið hvaða lag fer alla leið til Austurríkis og keppir fyrir Íslands hönd í Vínarborg.

Áttan er með Maríu Ólafsdóttur í haldi
Þátttöku söngkonunnar í Eurovision stefnt í voða.

Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins
Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012.