Sport

Telma tapaði á dómaraúrskurði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá vinstri: Kristín, Elías og Telma.
Frá vinstri: Kristín, Elías og Telma. Vísir/Karatesamband Íslands
Yfir 600 keppendur voru mættir á opna hollenska meistaramótinu í karate sem fram fór í Almera í Hollandi um helgina. Ísland átti þar þrjá keppendur.

Kristín Magnúsdóttir keppti í kata kvenna, en hún mætti hinni sænsku Linu Waglund í fyrstu umferð. Hún tapaði þeiri viðureign 4-1 og Lina vann einnig næstu þrjár viðureignir svo Kristín átti ekki mögulega á uppreisn.

Elías Guðni Guðnason keppti í -75kg flokki í kumite. Hann mætti Carlos Lima frá Gautemala í fyrstu umferð sem endaði með 8-0 sigri Carlos. Carlos vann næstu tvær viðureignir svo Elías var úr leik.

Telma Rut Frímannsdóttir keppti í -68kg flokki í kumite kvenna. Hún mætti Kamila Warda, sem er í sjöunda sæti heimslista WKF í þessum flokki. Leikurinn var jafn eftir venjulegan keppnistíma, 6-6.

Því þurfti að grípa til dómaraúrskurðar, en þar vann sú pólska. Hún vann svo næstu tvær viðureignir og því fékk Telma ekki tækifæri á uppreisn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×