Sport

Stökk 250 metra en hélt heimsmetinu samt bara í einn sólarhring

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anders Fannemel.
Anders Fannemel. Vísir/EPA
Þetta var mikil heimsmetahelgi í skíðastökkinu því heimsmetið yfir lengsta stökk allra tíma féll dag eftir dag á mótum í Vikersund í Noregi.

Slóveninn Peter Prevc komst í fréttirnar á laugardaginn þegar hann sveif 250 metra á skíðastökkskeppni.

Prevc sló þá met Norðmannsins Johan Remen Evensen frá árinu 2011 en gamla metið var 246,5 metrar.

Prevc átti metið hinsvegar aðeins í einn sólarhring því Norðmenn endurheimtu heimsmetið strax í gær.

Anders Fannemel stökk þá 251,5 metra á sama stað en öll þessi þrjú síðustu heimsmet voru sett á stökkpallinum í Vikersund í Noregi.

Anders Fannemel er 23 ára gamall og 165 sentímetrar á hæð en hann átti best áður stökk upp á 246 metra en bætti það þarna um rúma fimm metra.

Hér fyrir neðan má sjá bæði þessi ótrúlegu heimsmetsstökk sem komu skíðastökkinu heldur betur inn í heimsfréttirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×