Sport

Biðst afsökunar á steranotkun með handskrifuðu afsökunarbréfi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alex Rodriguez er með ágætis rithönd.
Alex Rodriguez er með ágætis rithönd. vísir/getty/mlb
Voræfingarnar í MLB-deildinni í hafnabolta hefjast í dag, en tímabilið sjálft hefst 1. mars.

Einn frægasti og best launaði hafnaboltakappinn í Bandaríkjunum, Alex Rodriguez, leikmaður New York Yankees, snýr aftur á komandi tímabili eftir að vera í banni alla síðustu leiktíð.

Hann fékk lengsta bann í sögu MLB-deildarinnar fyrir steranotkun og þátttöku sína Biogenesis-skandalnum sem stuðlaði að steranotkun fleiri íþróttamanna.

Til að lægja öldurnar áður en tímabilið hefst hefur A-Rod, eins og hann er kallaður, sent frá sér handskrifað afsökunarbréf til aðdáenda sinna og hafnaboltans.

Rodriguez er nú kominn í heilan hring í þessu máli eftir að hafa staðfastlega neitað því að taka þátt í samsærinu og hafna því alfarið að hafa nokkurn tíma notað stera.

„Ég tek fulla ábyrgð á mistökunum sem leiddu til leikbanns míns árið 2014. Ég sé eftir þeim ákvörðunum sem gerðu hlutina verri en þeir þurftu að vera. MLB-deildina, Yankees, Steinbrenner-fjölskylduna, leikmannasamtökin og ykkur, stuðningsmennina, bið ég afsökunar,“ segir Alex Rodriguez í afsökunarbréfinu.

Hérna má lesa allt bréfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×