Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2015 20:03 Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri þegar hann fékk tækifæri til að æfa og leika með knattspyrnuliði Manchester United. Hann heitir Axel Rúnar Guðmundsson, er liðlega fimmtugur kúabóndi, og býr á bænum Valdarási ásamt konu og tveim dætrum. Á yngri árum þótti hann svo efnilegur knattspyrnumaður að skoski sóknarpresturinn á Tjörn á Vatnsnesi, séra Róbert Jack, nýtti sér vináttu sína við knattspyrnugoðið Sir Matt Busby til að fara út með hann til æfinga hjá Manchester United. Þar kom það báðum á óvart að hann skyldi fá að æfa með aðalliðinu og fá leik.Rúnar og séra Róbert Jack í ferðinni til Manchester sumarið 1986.„Það var ólýsanlegt að hlaupa inná völlinn með rauðklæddum leikmönnum United í treyju númer 9, - hjá Manchester United,” segir Rúnar, sem notar jafnan seinna nafnið. Og það sem meira var. Hann skoraði mark. Leikurinn var gegn Norwich á undirbúningstímabili fyrir deildakeppnina. Morgunblaðið sagði á sínum tíma frá þessu í heilsíðugrein og séra Róbert Jack fjallaði einnig um leikinn í 2. bindi sjálfsævisögu sinnar. Síðan hefur þetta fallið að mestu í gleymsku, þar til nú að Rúnar rifjar ævintýrið upp á Stöð 2.Rúnar varðveitir ljósmyndir og bréf sem tengjast æfingatímabilinu hjá Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hann segir engan vafa á að þetta hafi verið alvöruleikur. Þetta hafi verið skráður æfingaleikur í leikskrá United fyrir leiktímabilið. Rúnar fékk einnig tækifæri til að æfa með Celtic í Skotlandi og Grenoble í Frakklandi og var boðinn hálfsárs reynslusamningur hjá United. Spurður hvort hann hafi átt raunhæfa möguleika á að verða atvinnumaður í fótbolta svarar Rúnar: „Ég er alveg handviss um það, ef ég hefði farið út á réttum tíma undir réttri leiðsögn.” Rúnar segir frá þessu mikla ævintýri og hversvegna búskapurinn varð ofaná hér í þættinum „Um land allt“ sem má sjá hér að neðan.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15