Framkvæmdastjóri KSÍ hættir: Tímabært að hverfa til annarra starfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 10:43 Þórir Hákonarson hættir hjá KSÍ eftir átta ára starf. vísir/stefán Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“ Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“
Íslenski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira