Fórnarlamb Chelsea-rasistanna: Það á að fangelsa þessa menn Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 13:30 Þetta var ljótt að sjá. mynd/skjáskot Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Þeldökki Parísarbúinn sem varð fyrir kynþáttaníð af hálfu nokkurra stuðningsmanna Chelsea eftir leik enska liðsins og PSG á þriðjudagskvöldið hvetur yfirvöld til að refsa hópnum. Eftir leikinn var fórnarlambinu, Souleymane S., ýtt út úr neðanjarðarlest á Richelieu-Drouot lestarstöðinni af nokkrum stuðningsmönnum Chelsea sem sungu um leið að þeir væru rasistar og þannig vildu þeir hafa það. Atvikið náðist á myndband sem The Guardian birti í gær og hafa menn eðlilega keppst við að fordæma athæfi stuðningsmannanna. Sepp Blatter tjáði sig um málið í gær og þá vill enska knattspyrnusambandið hjálpa Chelsea að banna alla stuðningsmennina sem stóðu að þessu. „Ég vissi ekki að það væri verið að taka þetta upp á myndband. Það að allir eru að tala um atvikið hefur veitt mér hugrekki til að koma fram og tala við lögregluna. Það verður að finna þessa ensku stuðningsmenn, refsa þeim og læsa þá einni fyrir það sem þeir gerðu,“ segir Souleymane S. í viðtali við Le Parisien. „Ég vildi bara fara inn í lestina en hópur enskra stuðningsmanna stóð fyrir mér og ýtti mér út. Ég týndi símanum mínum í látunum. Þeir öskruðu á mig á ensku þannig ég skildi þá ekki alveg.“ „Ég áttaði mig samt á því að þetta voru stuðningsmenn Chelsea og þetta tengdist PSG-leiknum. Ég skildi líka að þeir voru að ráðast á mig vegna litarháttar míns. Þetta kom mér ekkert rosalega á óvart þar sem ég lifi með rasisma. Þetta er þó í fyrsta skiptið sem þetta kemur fyrir í neðanjarðarlestinni,“ segir Souleymane S.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15 Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Stuðningsmenn Chelsea hentu manni út úr lest í París Stuðningsmenn Chelsea urðu sér og félagi sínu til skammar í gærkvöldi þegar þeir voru á ferð með lest í miðborg París en Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Paris Saint-Germain í gærkvöldi í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2015 07:15
Blatter fordæmir Chelsea-rasistana | Enska sambandið vill banna þá Nokkrir stuðningsmenn Chelsea ýttu þeldökkum manni aðgang í neðanjarðarlest í gærkvöldi. 18. febrúar 2015 12:00