Stemning í stúkunni í Sprettshöllinni Telma Tómasson skrifar 19. febrúar 2015 14:30 Áhorfendur fjölmenntu í Sprettshöllina og stemningin var stórfín. Vísir/Valli Margt var um manninn og stemning í stúkunni í Sprettshöllinni í Kópavogi í gærkvöldi þegar keppni fór fram í fimmgangi í áhugamannadeildinni. Þórunn Hannesdóttir á glæsihestinum Austra frá Flagbjarnarholti sigraði örugglega og skaut öllum strákunum ref fyrir rass í úrslitunum. Þórunn átti brekkuna og var klappað lof í lófa fyrir sýningu sína. Áhorfendur létu ekki leiðindaveður trufla sig og mættu í Sprettshöllina til að hvetja sitt fólk áfram, eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu.Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti.Í áhugamannadeildinni urðu úrslit þessi: 1. Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52 2. Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19 3. Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90 4. Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79 5. Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69 6. Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62 7. Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05 Keppni í hestaíþróttum er nú að komast á fullt skrið og ber Meistaradeildina hæst, en frá henni er sýnt beint á Stöð 2 Sport aðra hverja viku. Næsta keppni fer fram í fimmgangi fimmtudaginn 26. febrúar og hefur Vísir heimildir fyrir því að þar mæti knapar með mjög sterka hesta til leiks, meðal annars kemur Íslandsmeistarinn í fimmgangi Hulda Gústafsdóttir með hinn fasmikla Birki frá Vatni. Á Stöð 2 Sport eru einnig sýndir upprifjunarþættir Meistaradeildarinnar, einnig á fimmtudagskvöldum, þar sem farið er yfir hverja keppnisgrein, rætt við sigurvegara og dómarar skýra einkunnagjöf og sýningar. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá mótinu í Sprettshöllinni. Hestar Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira
Margt var um manninn og stemning í stúkunni í Sprettshöllinni í Kópavogi í gærkvöldi þegar keppni fór fram í fimmgangi í áhugamannadeildinni. Þórunn Hannesdóttir á glæsihestinum Austra frá Flagbjarnarholti sigraði örugglega og skaut öllum strákunum ref fyrir rass í úrslitunum. Þórunn átti brekkuna og var klappað lof í lófa fyrir sýningu sína. Áhorfendur létu ekki leiðindaveður trufla sig og mættu í Sprettshöllina til að hvetja sitt fólk áfram, eins og sjá má á meðfylgjandi myndasyrpu.Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti.Í áhugamannadeildinni urðu úrslit þessi: 1. Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52 2. Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19 3. Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90 4. Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79 5. Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69 6. Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62 7. Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05 Keppni í hestaíþróttum er nú að komast á fullt skrið og ber Meistaradeildina hæst, en frá henni er sýnt beint á Stöð 2 Sport aðra hverja viku. Næsta keppni fer fram í fimmgangi fimmtudaginn 26. febrúar og hefur Vísir heimildir fyrir því að þar mæti knapar með mjög sterka hesta til leiks, meðal annars kemur Íslandsmeistarinn í fimmgangi Hulda Gústafsdóttir með hinn fasmikla Birki frá Vatni. Á Stöð 2 Sport eru einnig sýndir upprifjunarþættir Meistaradeildarinnar, einnig á fimmtudagskvöldum, þar sem farið er yfir hverja keppnisgrein, rætt við sigurvegara og dómarar skýra einkunnagjöf og sýningar. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá mótinu í Sprettshöllinni.
Hestar Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni Sjá meira