Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið.
Thierry Omeyer stóð sig frábærlega í marki Frakka ekki síst þegar lengra leið á keppnina og leikirnir fóru að skipta meira máli.
Thierry Omeyer verður 39 ára gamall á þessu ári og þetta er í fyrsta sinn sem hann er valinn besti leikmaðurinn á stórmóti.
Omeyer hafði hinsvegar fimm sinnum áður verið kosinn besti markvörðurinn á stórmóti en þetta var í fyrsta sinn sem hann var kosinn mikilvægasti leikmaðurinn.
Úrvalsliðið á HM í handbolta 2015:
Markvörður: Thierry Omeyer (Frakkland)
Hægra horn: Dragan Gajić (Slóvenía)
Hægri skytta: Zarko Marković (Katar)
Leikstjórnandi: Nikola Karabatić (Frakkland)
Vinstri skytta: Rafael Capote (Katar)
Vinstra horn: Valero Rivera Folch (Spánn)
Línumaður: Bartosz Jurecki (Pólland)
Besti leikmaður: Thierry Omeyer (Frakkland)
Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
