Handbolti

Luka Karabatic: Verðlaunapeningurinn er svo þungur

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Luka Karabatic er yngri bróðir hins frábæra leikmanns, Nikola Karabatic. Hlutverk hans er að standa vaktina í vörninni. Það gerði hann í úrslitaleiknum gegn Katar í kvöld með sóma líkt og í öðrum leikjum Frakka.

Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill hans. Hann segir að Íslendingar séu með eitt besta handboltalið í Evrópu.

„Við erum glaðir og stoltir. Það er mikill léttir að hafa unnið leikinn sem var erfiður því við höfðum betur gegn sterku liði Katara. Þeir sýndu það í leiknum að þeir verðskulduðu að spila til úrslita.

„Við urðum að spila okkar besta leik til að vinna og það tókst og því erum við í skýjunum.“

Bjuggust þið við því að spila níu leiki á mótinu án þess að tapa?

„Markmið okkar fyrir mótið var auðvitað að vinna gullið en vissum að það yrði erfitt. Það kom á daginn í fyrstu leikjunum í mótinu því þá vorum við ekki að spila vel.

„En í leiknum gegn Argentínu sýndum við okkar rétta andlit og þremur næstu leikjum spiluðum við æ betur,“ sagði Karabatic.

Eina liðið sem ykkur tókst ekki að vinna var Ísland, en liðin gerðu jafntefli, 26-26, í riðlakeppninni.

„Jú, það er rétt en við hefðum getað tapað þeim leik. Ísland á eitt besta handboltalið í Evrópu og það er alltaf erfitt að vinna íslenska liðið. Ég man að við töpuðum fyrir þeim á Ólympíuleikum.

„Ég held að það hafi jafnvel verið gott að við unnum ekki þennan leik gegn Íslandi [í riðlinum] og mikilvægt augnablik. Eftir hann spiluðum við betur á mótinu.“

Hvernig er svo tilfinningin að vera með gullið um hálsinn?

„Verðlaunapeningurinn er svo þungur en það er frábær tilfinning fyrir handboltamann að vinna gullverðlaun á heimsmeistaramóti.

„Það er minning sem ég á alla mína ævi og ég er stoltur af því að vera hluti af þessu liði og að hafa tekið þátt í þessu ævintýri með félögum mínum,“ sagði Karabatic en viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Syprzak: Gáfum allt í leikinn

Leikmenn og þjálfarar pólska landsliðsins voru hæstánægðir eftir leikinn um bronsið á HM í Katar.

Syprzak tryggði Pólverjum bronsið

Pólland tryggði sér bronsverðlaun á HM í Katar með eins marks sigri, 29-28, á Spáni í framlengdum leik um 3. sætið í Lusail í dag.

Omeyer valinn besti leikmaðurinn á HM

Thierry Omeyer, markvörður nýkrýndra heimsmeistara Frakka, var í kvöld valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í Katar en það var sérstök valnefnd á vegum IHF sem valdi liðið.

Strobel: Landslið Katars eins og félagslið

Þýski landsliðsmaðurinn Martin Strobel segir að lið Katars sé með sterkan leikmannahóp og hafi spilað betur með hverjum leiknum á HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×