Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur farið til 30 mismunandi borga frá því í ágúst árið 2012 til ársloka 2014. Flestar ferðirnar hefur hann farið í til London, Abu Dhabi og New York. Þetta má lesa úr svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, sem birt var á vef Alþingis í vikunni.Fyrir neðan kortið má sjá ítarlegri umfjöllun. Við mælum með að lesendur velji að hafa kortið í fullri skjástærð til að skoða það. Hægt er að þysja inn og út af kortinu, fara með músabendilinn yfir línur og smella til að fá ítarupplýsingar.Ólafur fór meðal annars til Sochi að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum.Mismunandi verkefni Tilgangur ferðanna hefur verið æði misjafn en ferðirnar til Abu Dhabi eru flestar vegna starfa forsetans í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna, þar sem forseti gegnir formennsku. Tvær af ferðum forsetans til London voru vegna Ólympíuleikanna og Ólympíuleika fatlaðra. Þá fór forsetinn líka á landsleik Íslands og Króatíu sem fram fór í Zagreb í undankeppni HM í fótbolta karla árið 2013. Forsetinn hefur líka verið duglegur við að tala á fundum og taka þátt í verkefnum tengdum Norðurslóðum. Ólafur Ragnar var þá einnig viðstaddur eina stærstu efnahagsráðstefnu heims, Alþjóða efnahagsþingið, World Economic Forum, í Davos í Sviss árið 2013.Milljónir í dagpeninga Heildardagpeningagreiðslur vegna þessara ferða nemur 7,9 milljónum króna en þar af hefur forsetinn sjálfur fengið 5,2 milljónir. Í flestum ferðanna hefur hann verið með embættismann með sér í för og nema dagpeningagreiðslur til embættismanna 2,7 milljónum króna. Í þeim ferðum sem forsetinn hefur tekið eiginkonu sína með sér, Dorrit Mousaieff, hefur hún ekki fengið dagpeninga.Þegar Ólafur Ragnar ferðast til London gistir hann yfirleitt á heimili Dorritar.Vísir/VilhelmÞá kemur líka fram að þegar forsetinn hefur ferðast til London hafi hann aldrei gist á hóteli á kostnað ríkisins; oftast dvelur hann á heimili Dorritar í borginni. „Síðastliðin fimmtán ár hefur íslenska ríkið aldrei greitt hótelkostnað vegna opinberra erinda forseta Íslands í London eða þegar forseti þarf að fara um London vegna opinberra ferða til annarra landa þar eð hann hefur ávallt gist á heimili forsetafrúar í borginni,“ segir í svarinu. Sjö sinnum fengið gistingu Í svarinu kemur fram að Ólafur Ragnar hefur í sjö skipti á tímabilinu fengið hótelgistingu frá einkaaðilum. Það var vegna norðurslóðaráðstefnunnar Arctic Imperative í Alaska, norðurslóðaráðstefnunnar í Yamal Nenets, alþjóðaþings Milken-stofnunarinnar í Los Angeles, málþings bandaríska sjónvarpsmannsins Charlie Rose í Aspen og Arctic Business Round Table í Ósló. Mótshaldarar heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Berlín greiddu einnig fyrir gistingu forsetans og Eimskip borgaði eina gistinótt vegna viðskiptaþings í Maine.Kostnaðurinn skiptir tugmilljónum Heildarkostnaður íslenska ríkisins vegna ferðalaga forsetans skiptir milljónum króna á þessu tímabili. Auk 7,9 milljónanna sem fara í dagpeningagreiðslur borgar ríkið ferðakostnað og gistingu, nema í áður tilgreindum tilfellum. Í einhverjum tilfellum bera opinberir aðilar á þeim stað sem forsetinn sækir kostnaðinn eða hluta hans. Ekki kemur fram í hvaða ferðum það hefur verið né hvað um er að ræða háar fjárhæðir sem erlend ríki hafa greitt fyrir Ólaf Ragnar.Dorrit fór með á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín.Vísir/RutHeildarkostnaður vegna ferð forseta, embættismanna og eftir atvikum forsetafrúarinnar nemur 26,5 milljónum krónum. Þar af er dagpeningakostnaður 7,9 milljónum og kostnaður vegna ferða forsetafrúarinnar samtals 1,9 milljónum króna. Dorrit fór í tólf ferðir á kostnað ríkisins á tímabilinu sem var skoðað.Handhafar frá greitt Þar til viðbótar þarf ríkið að greiða handhöfum forsetavalds laun þegar Ólafur Ragnar fer af landi brott. Þær greiðslur námu 2,4 milljónum frá ágúst 2012 til ársloka sama ár, 9,5 milljónum árið 2013 og 10 milljónum árið 2014. Samtals gera það 21,9 milljónir króna. Handhafarnir eru forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti hæstaréttar. Samtals er því kostnaðurinn við bæði ferðirnar og laun handahafa forsetavalds 48,4 milljónum króna. Alþingi Tengdar fréttir Forsetinn hefur verið 229 daga erlendis síðan í ágúst 2012 Laun handhafa forsetavalds á meðan forsetinn hefur verið erlendis hafi numið samtals 20,9 milljónum króna á sama tímabili. 29. janúar 2015 15:28 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur farið til 30 mismunandi borga frá því í ágúst árið 2012 til ársloka 2014. Flestar ferðirnar hefur hann farið í til London, Abu Dhabi og New York. Þetta má lesa úr svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, sem birt var á vef Alþingis í vikunni.Fyrir neðan kortið má sjá ítarlegri umfjöllun. Við mælum með að lesendur velji að hafa kortið í fullri skjástærð til að skoða það. Hægt er að þysja inn og út af kortinu, fara með músabendilinn yfir línur og smella til að fá ítarupplýsingar.Ólafur fór meðal annars til Sochi að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum.Mismunandi verkefni Tilgangur ferðanna hefur verið æði misjafn en ferðirnar til Abu Dhabi eru flestar vegna starfa forsetans í dómnefnd Zayed-orkuverðlaunanna, þar sem forseti gegnir formennsku. Tvær af ferðum forsetans til London voru vegna Ólympíuleikanna og Ólympíuleika fatlaðra. Þá fór forsetinn líka á landsleik Íslands og Króatíu sem fram fór í Zagreb í undankeppni HM í fótbolta karla árið 2013. Forsetinn hefur líka verið duglegur við að tala á fundum og taka þátt í verkefnum tengdum Norðurslóðum. Ólafur Ragnar var þá einnig viðstaddur eina stærstu efnahagsráðstefnu heims, Alþjóða efnahagsþingið, World Economic Forum, í Davos í Sviss árið 2013.Milljónir í dagpeninga Heildardagpeningagreiðslur vegna þessara ferða nemur 7,9 milljónum króna en þar af hefur forsetinn sjálfur fengið 5,2 milljónir. Í flestum ferðanna hefur hann verið með embættismann með sér í för og nema dagpeningagreiðslur til embættismanna 2,7 milljónum króna. Í þeim ferðum sem forsetinn hefur tekið eiginkonu sína með sér, Dorrit Mousaieff, hefur hún ekki fengið dagpeninga.Þegar Ólafur Ragnar ferðast til London gistir hann yfirleitt á heimili Dorritar.Vísir/VilhelmÞá kemur líka fram að þegar forsetinn hefur ferðast til London hafi hann aldrei gist á hóteli á kostnað ríkisins; oftast dvelur hann á heimili Dorritar í borginni. „Síðastliðin fimmtán ár hefur íslenska ríkið aldrei greitt hótelkostnað vegna opinberra erinda forseta Íslands í London eða þegar forseti þarf að fara um London vegna opinberra ferða til annarra landa þar eð hann hefur ávallt gist á heimili forsetafrúar í borginni,“ segir í svarinu. Sjö sinnum fengið gistingu Í svarinu kemur fram að Ólafur Ragnar hefur í sjö skipti á tímabilinu fengið hótelgistingu frá einkaaðilum. Það var vegna norðurslóðaráðstefnunnar Arctic Imperative í Alaska, norðurslóðaráðstefnunnar í Yamal Nenets, alþjóðaþings Milken-stofnunarinnar í Los Angeles, málþings bandaríska sjónvarpsmannsins Charlie Rose í Aspen og Arctic Business Round Table í Ósló. Mótshaldarar heimsmeistaramóts íslenska hestsins í Berlín greiddu einnig fyrir gistingu forsetans og Eimskip borgaði eina gistinótt vegna viðskiptaþings í Maine.Kostnaðurinn skiptir tugmilljónum Heildarkostnaður íslenska ríkisins vegna ferðalaga forsetans skiptir milljónum króna á þessu tímabili. Auk 7,9 milljónanna sem fara í dagpeningagreiðslur borgar ríkið ferðakostnað og gistingu, nema í áður tilgreindum tilfellum. Í einhverjum tilfellum bera opinberir aðilar á þeim stað sem forsetinn sækir kostnaðinn eða hluta hans. Ekki kemur fram í hvaða ferðum það hefur verið né hvað um er að ræða háar fjárhæðir sem erlend ríki hafa greitt fyrir Ólaf Ragnar.Dorrit fór með á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Berlín.Vísir/RutHeildarkostnaður vegna ferð forseta, embættismanna og eftir atvikum forsetafrúarinnar nemur 26,5 milljónum krónum. Þar af er dagpeningakostnaður 7,9 milljónum og kostnaður vegna ferða forsetafrúarinnar samtals 1,9 milljónum króna. Dorrit fór í tólf ferðir á kostnað ríkisins á tímabilinu sem var skoðað.Handhafar frá greitt Þar til viðbótar þarf ríkið að greiða handhöfum forsetavalds laun þegar Ólafur Ragnar fer af landi brott. Þær greiðslur námu 2,4 milljónum frá ágúst 2012 til ársloka sama ár, 9,5 milljónum árið 2013 og 10 milljónum árið 2014. Samtals gera það 21,9 milljónir króna. Handhafarnir eru forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti hæstaréttar. Samtals er því kostnaðurinn við bæði ferðirnar og laun handahafa forsetavalds 48,4 milljónum króna.
Forsetinn hefur verið 229 daga erlendis síðan í ágúst 2012 Laun handhafa forsetavalds á meðan forsetinn hefur verið erlendis hafi numið samtals 20,9 milljónum króna á sama tímabili. 29. janúar 2015 15:28