Formúla 1

Vatnsleki hjá Mercedes og Vettel aftur fljótastur

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vettel er bjartsýnn fyrir tímabilið en gerir sér ekki of háar væntingar.
Vettel er bjartsýnn fyrir tímabilið en gerir sér ekki of háar væntingar. Vísir/Getty
Sebastian Vettel var aftur fljótastur í Jerez á æfingum fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Vatnsleki stöðvaði Mercedes og McLaren átti annan erfiðan dag.

Vettel var rúmlega einni og hálfri sekúndu hraðari í dag en í gær. Hann ók 87 hringi og var tæplega sekúndu fljótari en næsti maður, Felipe Nasr á Sauber.

Mercedes hætti snemma í dag eftir að vatnsleki kom upp í W06. Heimsmeistarinn, Lewis Hamilton náði samt að aka 91 hring sem var meira en nokkur annar gerði í dag.

Daniil Kvyat gerði afdrifarík mistök í dag. Hann komst í snertingu við varnarvegg og braut eina framvænginn sem Red Bull kom með til Jerez. Liðið mun fljúga nýjum framvæng til Jerez.

Lítið sást til McLaren í dag. Jenson Button ók sex hringi og setti tíma sem var rúmlega hálfri mínútu hægari en tími Vettel. Honda vélin er enn að glíma við byrjunarörðuleika.

Nýji Lotus bíllinn lofar góðu, þarf ekki mikið til að bæta árangur síðasta tímabils.Vísir/getty
Lotus bíllinn komst til Jerez og á brautina í dag. Pastor Maldonado var undir stýri og ók 41 hring og setti tíma sem var 5 sekúndum hægari en tími Vettel. Fyrir Lotus eru það gríðarlegar framfarir ef miðað er við fyrstu æfingarnar í fyrra, sem liðið sleppti alveg. Þegar liðið mætti loks til æfinga í fyrra var bíllinn annað hvort stopp á brautinni eða lokaður inni í bílskúr. Lotus gegnur greinilega betur með nýju Mercedes vélina heldur en Renault vél síðasta árs.


Tengdar fréttir

Neale: Fyrri hluti tímabilsins verður erfiður

McLaren hefur sagt að mikil vinna sé fyrir hödum til að komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Helsta forgangsatriðið núna sé að koma nýju Honda vélinni í keppnisform.

20 Formúlu 1 keppnir 2015

Keppnisdagatal ársins hefur tekið breytingum keppnirnar verða 20 en ekki 21 eins og til stóð. Ekkert verður af Kóreu kappakstrinum.

Svona líta nýju formúlu eitt bílarnir út | Myndir

Eftir langan vetur er loksins komið að því, nýjir Formúlu bílar hafa litið dagsins ljós. Það er alltaf forvitnilegt að sjá hvað hönnuðum liðanna dettur í hug og hver þróunin verður í framhaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×