Sonur Snoop Dogg spilar fyrir erkifjendur uppáhaldsliðs föður síns Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2015 22:30 Cordell Broadus og Calvin Broadus yngri (Snoop Dogg). vísir/getty „Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira
„Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015
NFL Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Sjá meira