Sonur Snoop Dogg spilar fyrir erkifjendur uppáhaldsliðs föður síns Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2015 22:30 Cordell Broadus og Calvin Broadus yngri (Snoop Dogg). vísir/getty „Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
„Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira