Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 71-73 | Craion með sigurkörfuna undir blálokin Stefán Árni Pálsson í Röstinni skrifar 5. febrúar 2015 12:37 Michael Craion skoraði sigurkörfuna. vísir/andri marinó KR-ingar unnu ótrúlegan sigur á Grindvíkingum, 73-71, í Röstinni í Grindavík en Michael Craion gerði sigurkörfuna undir blálok leiksins. Grindvíkingar hreinlega köstuðu leiknum frá sér. Craion gerði 26 stig fyrir KR en Rodney Alexander var með 25 stig fyrir heimamenn.Neðst í umfjölluninni má sjá sigurkörfuna í leiknum. Ekki varnarleikur til útflutnings. Leikurinn hófst heldur rólega og voru bæði lið lengi í gang. Mistökin voru þó nokkur hjá báðum liðum og menn ekki beint heitir. Liðin skiptust á að hafa forystu og var staðan 19-17 fyrir KR eftir bragðdaufan fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta héldu liðin áfram uppteknum hætti og voru einfaldlega ekki að finna taktinn. Leikmenn beggja liða gerði ótal mistök en Grindvíkingar sýndu mikla baráttu og ætluðu sér greinlega ekki að missa KR-ingana langt frá sér. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvík, átti fínan fjórðung og setti meðal annars niður tvo þrista í röð. Rodney Alexander hjá Grindvíkingum djöflaðist eins og hann gat undir körfunni og skilaði nokkrum fínum körfum. Þegar leið á leikhlutann náðu KR-ingar nokkra stiga forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Michael Craion var frábær í lið KR og hafði gert 18 stig í fyrri hálfleik. Rétt undir helming stiga KR-inga. Staðan í hálfleik var því 41-37. Grindvíkingar mættu sterkir til leiks í síðari hálfleik og sýndu mikinn baráttuhug. Menn voru að berjast fyrir hvern annan og stemmningin flott í liðinu. KR-ingar héldu áfram sýnum leik og voru yfir í upphafi hálfleiksins. Þegar stutt var eftir af honum óð Rodney Alexander aleinn upp völlinn og henti í svakalega troðslu. Hún hafði gríðarlega jákvæð áhrif á leik liðsins og hægt að bítandi komust þeir gulu yfir Jón Axel Guðmundsson, leikstjórnandi Grindavíkur, stýrði sínum mönnum einstaklega vel og allt spil fór í gegnum þennan unga strák. Þegar loka leikhlutinn var eftir var staðan 63-56 fyrir heimamenn. Grindvíkingar byrjuðu leikhlutann skelfilega og það tók þá sex mínútur að skora sín fyrstu stig í fjórðungnum. Það sem vann með þeim var að KR-ingar fundu sig ekki. Undir lok leikhlutans var jafnt á öllum tölum og úrslit leiksins réðust rétt undir lokin. Þegar rúmlega ein sekúnda var eftir af leiknum voru KR-ingar með boltann og gátu klárað leikinn. Þá sýndu Grindvíkingar einhvern ótrúlegasta varnarleik sem sést hefur á Íslandi. Þeir skildu Michael Craion einan eftir undir körfunni, alveg frían. Hann lagði boltann einfaldalega ofan í körfuna og tryggði KR enn einn sigurinn. Sverrir: Mest svekkjandi tapið á ferlinum„Ég held að þetta sé mest svekkjandi tap sem ég hef upplifað,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Við eigum boltann þegar það er ein og hálf sekúnda eftir af leiknum og við grýtum honum útaf vellinum. Ekki nóg með það þá gefum við þeim frítt sniðskot.“ Sverrir segir að Craion hafi verið skilin einn eftir undir körfunni eftir samskiptavandamál milli leikmanna. „Ég veit bara ekki hvað maður á að segja, ég bara trúi því ekki enn að við höfum gefið þeim þennan sigur svona auðveldlega.“ Þjálfarinn var samt sem áður nokkuð sáttur við leik sinna manna og að liðið hafi staðið í toppliðinu alveg fram að síðustu sekúndu. Finnur: Tek þessi stig með gleði„Eins og þessi leikur þróaðist þá er gríðarlega sætt að komast héðan í burtu með tvö stig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum fyrst og fremst heppnir að fá tækifærið til að fá þessa lokasókn. Við töluðum um nokkra möguleika í leikhléinu og þetta var einn af þeim.“ Finnur segir að liðið hafi samt sem áður ekki spilað vel í kvöld. „Maður fann það bara á æfingunni í gær og strax í upphafi leiksins að það var ákveðin dofi yfir mönnum. Við þurfum að spila mun betur út tímabilið og það eru allir leikir mikilvægir í þessari deild.“Grindavík-KR 71-73 (17-19, 20-22, 26-15, 8-17) Grindavík: Rodney Alexander 25/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2.KR: Michael Craion 28/13 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst/10 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 9/4 fráköst, Darri Hilmarsson 7/7 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4, Björn Kristjánsson 3.Leiklýsing: Grindavík - KRLeik lokið (71-73): KR-ingar vinna hér ótrúlegan sigur með sigurkörfu undir blálokin. Skelfileg mistök hjá Grindvíkingum sem færa þeim sigurinn. 40. mín (71-73): Ótrúlegur endir á leiknum. Michael Craion var einn undir körfunni og lagði boltann bara ofan í körfuna. 40. mín (71-71): Jóhann Árni Ólafsson hendir hér boltanum bara beint útaf. Ekki eitt sekúndubrot fer að klukkunni og KR-ingar fá boltann. Þeir taka leikhlé og geta unnið leikinn. 40. mín (71-71): Helgi Magnússon klúðrar hér skoti og Grindvíkingar fá boltann þegar aðeins 1,43 sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir eiga leikhlé. 40. mín (71-71): Staðan er jöfn og 27 sekúndur eftir af leiknum. KR-ingar eiga boltann. 39. mín (69-71): Helgi Magnússon setur niður tvö stig. Gríðarlega spenna. 38. mín (67-69): KR-ingar komnir yfir og Daníel Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur var að fá sínu fimmtu villu. Hann fer á bekkinn. Búinn í kvöld. 36. mín (65-63): Það tók Grindvíkinga sex mínútur að skora sín fyrstu til í fjórða leikhlutanum. 34. mín (63-63): Heimamenn ekki enn búnir að skora í leikhlutanum. Slæm byrjun hjá þeim, KR-ingar einnig að klúðra sínum skotum. 32. mín (63-61): Grindvíkingar ekki komnir á blað í leikhlutanum. 3. leikhluta lokið (63-56): Frábær endir hjá heimamönnum. Ólafur Ólafsson setti niður þrist undir lokin og heimamenn komnir með sjö stiga forskot. 28. mín (53-51): SVAKALEG TROÐSLA! Rodney Alexander komst einn upp völlinn og tróð boltanum allsvakalega. Kveikir í áhorfendum. 26. mín (46-47): Heimamenn úr Grindavík neita að missa KR-inga of langt frá sér. Gríðarleg barátta í liðinu og Jón Axel er að stýra þeirra leik fagmannlega. Þeir eru samt undir. 24. mín (41-47): Gestirnir svara strax og komast sex stigum yfir. 22. mín (41-41): Jón Axel setur niður sniðskot fyrir heimamenn og jafnar leikinn. Hálfleikur (37-41): Mjög slökum fyrri hálfleik lokið. Liðin ekki að finna sig en jákvæði punkturinn er sá að við erum með leik. 17. mín (34-39): KR-ingar með rosalegn kafla. Þetta tók nokkrar sekúndur. Þegar þeir svarthvítu komast á skrið er gríðarlega erfitt að stöðva þá. Hraðar sóknir og refsa strax. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari þeirra gulu, tekur strax leikhlé. 16. mín (32-31): Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, er búinn að vera sjóðandi í leikhlutanum. Setti niður tvo þrista í röð. 14. mín (26-27): Heimamenn halda áfram að halda í við toppliðið og er liðið að spila mikinn baráttubolta. Stemmningin er með þeim gulu. KR-ingar eru ósáttir með sinn leik. 12. mín (19-22): KR-ingar hefja annan leikhluta vel og Grindvíkingar í vandræðum að koma sér í skotfæri. 1. leikhluta lokið (17-19): Töluverð spenna í leiknum eftir fyrsta leikhluta en körfuboltinn ekki upp á marga fiska. 8. mín (12-11): Frábær hreyfing hjá Rodney Alexander. Nær skotinu og setur boltann niður, brotið á honum í leiðinni og hann fer á línuna. Vítaskotið fer reyndar forgörðum. 6. mín (8-8): Heimamenn svara með flottum spretti og jafna leikinn. 4. mín (3-8): Flottur kafli hjá gestunum. Darri Hilmarsson kominn með fjögur stig. 2. mín (2-2): Liðin byrja bæði á því að klúðra nokkrum skotum. 1. mín. (0-0): Grindvíkingar skora tvö fyrstu stigin. Það gerir Rodney Alexander. Fyrir leik: Þá fer þetta að bresta á. Allt klárt. Fyrir leik: Tuttugu mínútur í leik og nokkrir áhorfendur mættir í salinn. Alltaf gaman þegar þessi lið mætast. Þessi lið mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra og þá hafði KR betur. Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völlinn og farnir að hita upp. Fyrir leik: Í kvöld er allt undir fyrir Grindvíkinga. Þetta stórveldi í íslenskum körfubolta hefur oftar en ekki sýnt að liðið getur spilað fínan bolta, en kannski ekki endilega á þessu tímabili. KR-ingar hafa aftur á móti verið óstöðvandi á tímabilinu og aðeins tapað einum leik. Grindvíkingar hafa tapað átta leikjum og unnið sjö. Ætli liðið sér í úrslitakeppnina þá verða þeir gulu helst að vinna í kvöld. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og KR lýst. Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
KR-ingar unnu ótrúlegan sigur á Grindvíkingum, 73-71, í Röstinni í Grindavík en Michael Craion gerði sigurkörfuna undir blálok leiksins. Grindvíkingar hreinlega köstuðu leiknum frá sér. Craion gerði 26 stig fyrir KR en Rodney Alexander var með 25 stig fyrir heimamenn.Neðst í umfjölluninni má sjá sigurkörfuna í leiknum. Ekki varnarleikur til útflutnings. Leikurinn hófst heldur rólega og voru bæði lið lengi í gang. Mistökin voru þó nokkur hjá báðum liðum og menn ekki beint heitir. Liðin skiptust á að hafa forystu og var staðan 19-17 fyrir KR eftir bragðdaufan fyrsta fjórðung. Í öðrum leikhluta héldu liðin áfram uppteknum hætti og voru einfaldlega ekki að finna taktinn. Leikmenn beggja liða gerði ótal mistök en Grindvíkingar sýndu mikla baráttu og ætluðu sér greinlega ekki að missa KR-ingana langt frá sér. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindvík, átti fínan fjórðung og setti meðal annars niður tvo þrista í röð. Rodney Alexander hjá Grindvíkingum djöflaðist eins og hann gat undir körfunni og skilaði nokkrum fínum körfum. Þegar leið á leikhlutann náðu KR-ingar nokkra stiga forskoti sem þeir létu ekki af hendi. Michael Craion var frábær í lið KR og hafði gert 18 stig í fyrri hálfleik. Rétt undir helming stiga KR-inga. Staðan í hálfleik var því 41-37. Grindvíkingar mættu sterkir til leiks í síðari hálfleik og sýndu mikinn baráttuhug. Menn voru að berjast fyrir hvern annan og stemmningin flott í liðinu. KR-ingar héldu áfram sýnum leik og voru yfir í upphafi hálfleiksins. Þegar stutt var eftir af honum óð Rodney Alexander aleinn upp völlinn og henti í svakalega troðslu. Hún hafði gríðarlega jákvæð áhrif á leik liðsins og hægt að bítandi komust þeir gulu yfir Jón Axel Guðmundsson, leikstjórnandi Grindavíkur, stýrði sínum mönnum einstaklega vel og allt spil fór í gegnum þennan unga strák. Þegar loka leikhlutinn var eftir var staðan 63-56 fyrir heimamenn. Grindvíkingar byrjuðu leikhlutann skelfilega og það tók þá sex mínútur að skora sín fyrstu stig í fjórðungnum. Það sem vann með þeim var að KR-ingar fundu sig ekki. Undir lok leikhlutans var jafnt á öllum tölum og úrslit leiksins réðust rétt undir lokin. Þegar rúmlega ein sekúnda var eftir af leiknum voru KR-ingar með boltann og gátu klárað leikinn. Þá sýndu Grindvíkingar einhvern ótrúlegasta varnarleik sem sést hefur á Íslandi. Þeir skildu Michael Craion einan eftir undir körfunni, alveg frían. Hann lagði boltann einfaldalega ofan í körfuna og tryggði KR enn einn sigurinn. Sverrir: Mest svekkjandi tapið á ferlinum„Ég held að þetta sé mest svekkjandi tap sem ég hef upplifað,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Vísi eftir leikinn. „Við eigum boltann þegar það er ein og hálf sekúnda eftir af leiknum og við grýtum honum útaf vellinum. Ekki nóg með það þá gefum við þeim frítt sniðskot.“ Sverrir segir að Craion hafi verið skilin einn eftir undir körfunni eftir samskiptavandamál milli leikmanna. „Ég veit bara ekki hvað maður á að segja, ég bara trúi því ekki enn að við höfum gefið þeim þennan sigur svona auðveldlega.“ Þjálfarinn var samt sem áður nokkuð sáttur við leik sinna manna og að liðið hafi staðið í toppliðinu alveg fram að síðustu sekúndu. Finnur: Tek þessi stig með gleði„Eins og þessi leikur þróaðist þá er gríðarlega sætt að komast héðan í burtu með tvö stig,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Við vorum fyrst og fremst heppnir að fá tækifærið til að fá þessa lokasókn. Við töluðum um nokkra möguleika í leikhléinu og þetta var einn af þeim.“ Finnur segir að liðið hafi samt sem áður ekki spilað vel í kvöld. „Maður fann það bara á æfingunni í gær og strax í upphafi leiksins að það var ákveðin dofi yfir mönnum. Við þurfum að spila mun betur út tímabilið og það eru allir leikir mikilvægir í þessari deild.“Grindavík-KR 71-73 (17-19, 20-22, 26-15, 8-17) Grindavík: Rodney Alexander 25/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 12/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 2.KR: Michael Craion 28/13 fráköst, Pavel Ermolinskij 12/8 fráköst/10 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 10/5 stoðsendingar, Helgi Már Magnússon 9/4 fráköst, Darri Hilmarsson 7/7 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 4, Björn Kristjánsson 3.Leiklýsing: Grindavík - KRLeik lokið (71-73): KR-ingar vinna hér ótrúlegan sigur með sigurkörfu undir blálokin. Skelfileg mistök hjá Grindvíkingum sem færa þeim sigurinn. 40. mín (71-73): Ótrúlegur endir á leiknum. Michael Craion var einn undir körfunni og lagði boltann bara ofan í körfuna. 40. mín (71-71): Jóhann Árni Ólafsson hendir hér boltanum bara beint útaf. Ekki eitt sekúndubrot fer að klukkunni og KR-ingar fá boltann. Þeir taka leikhlé og geta unnið leikinn. 40. mín (71-71): Helgi Magnússon klúðrar hér skoti og Grindvíkingar fá boltann þegar aðeins 1,43 sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir eiga leikhlé. 40. mín (71-71): Staðan er jöfn og 27 sekúndur eftir af leiknum. KR-ingar eiga boltann. 39. mín (69-71): Helgi Magnússon setur niður tvö stig. Gríðarlega spenna. 38. mín (67-69): KR-ingar komnir yfir og Daníel Guðmundsson, leikmaður Grindavíkur var að fá sínu fimmtu villu. Hann fer á bekkinn. Búinn í kvöld. 36. mín (65-63): Það tók Grindvíkinga sex mínútur að skora sín fyrstu til í fjórða leikhlutanum. 34. mín (63-63): Heimamenn ekki enn búnir að skora í leikhlutanum. Slæm byrjun hjá þeim, KR-ingar einnig að klúðra sínum skotum. 32. mín (63-61): Grindvíkingar ekki komnir á blað í leikhlutanum. 3. leikhluta lokið (63-56): Frábær endir hjá heimamönnum. Ólafur Ólafsson setti niður þrist undir lokin og heimamenn komnir með sjö stiga forskot. 28. mín (53-51): SVAKALEG TROÐSLA! Rodney Alexander komst einn upp völlinn og tróð boltanum allsvakalega. Kveikir í áhorfendum. 26. mín (46-47): Heimamenn úr Grindavík neita að missa KR-inga of langt frá sér. Gríðarleg barátta í liðinu og Jón Axel er að stýra þeirra leik fagmannlega. Þeir eru samt undir. 24. mín (41-47): Gestirnir svara strax og komast sex stigum yfir. 22. mín (41-41): Jón Axel setur niður sniðskot fyrir heimamenn og jafnar leikinn. Hálfleikur (37-41): Mjög slökum fyrri hálfleik lokið. Liðin ekki að finna sig en jákvæði punkturinn er sá að við erum með leik. 17. mín (34-39): KR-ingar með rosalegn kafla. Þetta tók nokkrar sekúndur. Þegar þeir svarthvítu komast á skrið er gríðarlega erfitt að stöðva þá. Hraðar sóknir og refsa strax. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari þeirra gulu, tekur strax leikhlé. 16. mín (32-31): Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, er búinn að vera sjóðandi í leikhlutanum. Setti niður tvo þrista í röð. 14. mín (26-27): Heimamenn halda áfram að halda í við toppliðið og er liðið að spila mikinn baráttubolta. Stemmningin er með þeim gulu. KR-ingar eru ósáttir með sinn leik. 12. mín (19-22): KR-ingar hefja annan leikhluta vel og Grindvíkingar í vandræðum að koma sér í skotfæri. 1. leikhluta lokið (17-19): Töluverð spenna í leiknum eftir fyrsta leikhluta en körfuboltinn ekki upp á marga fiska. 8. mín (12-11): Frábær hreyfing hjá Rodney Alexander. Nær skotinu og setur boltann niður, brotið á honum í leiðinni og hann fer á línuna. Vítaskotið fer reyndar forgörðum. 6. mín (8-8): Heimamenn svara með flottum spretti og jafna leikinn. 4. mín (3-8): Flottur kafli hjá gestunum. Darri Hilmarsson kominn með fjögur stig. 2. mín (2-2): Liðin byrja bæði á því að klúðra nokkrum skotum. 1. mín. (0-0): Grindvíkingar skora tvö fyrstu stigin. Það gerir Rodney Alexander. Fyrir leik: Þá fer þetta að bresta á. Allt klárt. Fyrir leik: Tuttugu mínútur í leik og nokkrir áhorfendur mættir í salinn. Alltaf gaman þegar þessi lið mætast. Þessi lið mættust í úrslitaeinvíginu í fyrra og þá hafði KR betur. Fyrir leik: Leikmenn komnir inn á völlinn og farnir að hita upp. Fyrir leik: Í kvöld er allt undir fyrir Grindvíkinga. Þetta stórveldi í íslenskum körfubolta hefur oftar en ekki sýnt að liðið getur spilað fínan bolta, en kannski ekki endilega á þessu tímabili. KR-ingar hafa aftur á móti verið óstöðvandi á tímabilinu og aðeins tapað einum leik. Grindvíkingar hafa tapað átta leikjum og unnið sjö. Ætli liðið sér í úrslitakeppnina þá verða þeir gulu helst að vinna í kvöld. Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Grindavíkur og KR lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira