Líffæraflutningar um Reykjavíkurflugvöll að næturlagi Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2015 14:42 Flug að næturlagi, yfir miðborg Reykjavíkur, eru ekki óþekkt; með tilheyrandi drunum og hávaða. Ýmislegt kemur til. Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“ Fréttir af flugi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Flugþjónustunni á Reykjavíkurflugvelli hefur umtalsverðir líffæraflutningar farið um Reykjavíkurflugvöll nú að undanförnu; sex slík flug voru í janúar sem telst mikið. „Þetta kemur í bunum,“ segir starfsmaður Flugþjónustunnar.Ærandi hávaðiPáll Baldvin Baldvinsson rithöfundur vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í þessari viku hafi hann orðið var við þó nokkra flugumferð að nóttu til. Páll Baldvin býr við kirkjugarðinn í Reykjavík og segir hávaðann þar geta orðið ærandi. „Hávaðinn er líka mismikill eftir götum og hæð. Í neðsta hluta Ljósvallagötu tók ég einu sinni eftir að hann var ærandi, endurkast milli húsanna magnaði hann. Hér á Hólavöllum er hann hærri en td. á efri hæð við Tjarnargötu. Ætli það sé til almennileg mæling á honum hringinn í kringum völlinn eftir húsahæð?“ spyr Páll. Þá veltir hann fyrir sér því hvernig regluverki í tengslum við hávaðamengun sé háttað og hvort ekki sé verið að gera upp á milli fyrirtækja hvað það varðar: „Því mega menn ekki reka öskrandi drum and base stað í íbúðarhverfi fyrst Isavia leyfist að fljúga niður drynjandi flugvél?“Völlurinn lokaður um nætur nema eitthvað sérstakt komi til Þórhildur Elín Einarsdóttir er upplýsingafulltrúi á Samgöngustofu. Hún bendir á handbók sem finna má á vef Samgöngustofu þar sem lesa má allt um talsvert umtalsvert regluverk í tengslum við Reykjavíkurflugvöll. Og þar kemur fram að þumalputtareglan sé sú að völlurinn sé lokaður að nóttu til. Þórhildur Elín er reyndar nágranni Páls Baldvins, en hún næturflug hafa ekki raskað svefnró hennar. „Nei, ég sef alveg eins og kleina.“ Og upplýsingafulltrúi Isavia, rekstraraðila vallarins, Friðþór Eydal, segir það rétt vera. Flugtök eru ekki leyfð milli sjö að morgni og hálf tólf að kvöldi á virkum dögum nema sjúkraflug, flug vegna mannúðarmála, flug vegna leitar og björgunar og flug vegna þjóðaröryggis og annarra ríkismála. „Þetta snýr að flugtaki. Svo hafa verið að koma flug frá Grænlandi til lendingar. Og svo hefur verið eitthvað um flug í tengslum við líffæragjafir. Annars er Isavia bara að skaffa flugvöllinn og halda honum opnum samkvæmt reglum,“ segir Friðþór og telur rétt að ræða við Flugþjónustuna, sem afgreiðir flugvélar á vellinum.Líffæraflutningar algengir í janúarSá sem varð fyrir svörum hjá Flugþjónustunni, en vildi láta nafn sitt liggja á milli hluta, sagði flug með líffæri um Reykjavíkurflugvöll „mjög algeng. Sérstaklega í janúarmánuði. Þetta sparar um 40 mínútur sem getur skipt sköpum þegar skipta á um hjarta,“ segir starfsmaðurinn en kann engar skýringar á því hvers vegna janúar er svona vinsæll í þessu sambandi. Hann segir þetta flug frá og til Skandinavíu. Bæði koma flugvélar hingað til að sækja líffæri og koma með. „Svo var fyrirburi sem var farið með, hann var við dauðans dyr, til Skandinavíu og koma aftur stálsleginn,“ segir þessi ónefndi starfsmaður Flugþjónustunnar og fer reyndar hvergi í grafgötur með hvar hann stendur í deilunni um staðsetningu flugvallarins. Því hann kýs að kveðja blaðamann með slagorðinu: „Flugvöllinn í Vatnsmýrinni!“
Fréttir af flugi Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira