Vinnur Jóhann Jóhannsson BAFTA verðlaun? Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2015 12:12 Jóhann Jóhannsson, tónskáld. Vísir/Getty Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér. BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Brestu kvikmyndaverðlaunin BAFTA verða veitt í konunglega óperuhúsinu í London í kvöld en þar er tónskáldið Jóhann Jóhannsson tilnefndur fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni the Theory of Everything. Jóhann er einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna. BAFTA verðlaun bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar hafa verið veitt frá árinu 1955, en Charlie Chaplin var fyrstur til að hljóta verðlaunin. Verðlaunastytturnar sem keppt er um eru nokkuð sérstakar, en þær eru úr bronsi og vega næstum fjögur kíló. Sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry verður kynnir hátíðarinnar í ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur kemur við sögu á BAFTA verðlaununum en til að mynda vann tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í fyrra fyrir frumsamda tónlist í sjónvarpsþáttunum Broadchurch, og Valdís Óskarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir bestu klippingu á kvimyndinni Eternal Sunshine of The Spotless Mind. Kvikmyndin The Grand Budapest Hotel er tilnefnd til flestra BAFTA verðlauna í ár, eða ellefu. The Theory of everything er tilnefnd til tíu verðlauna, sem og kvikmyndin Birdman. Í flokki kvikmyndatónlistar í ár eru auk Jóhanns Jóhanssonar tilnefndir Mica Levi fyrir Under the skin, Alexandre Desplat fyrir The Grand Budapest Hotel, Antonio Sanchez fyrir Birdman og Hans Zimmer fyrir Interstellar. Jóhann hefur nú þegar sigrað þá þrjá síðastnefndu þegar hann vann Golden Globe verðlaunin í janúar, og etur hann aftur kappi við þá á Óskarsverðlaununum sem verða veitt í Hollywood eftir tvær vikur, eða 22 febrúar næstkomandi. Þykja BAFTA verðlaunin gefa góða vísbendingu um hvað koma skal á Óskarnum og því verður spennandi að fylgjast með hvað kvöldið ber í skauti sér.
BAFTA Golden Globes Óskarinn Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira