Handbolti

Gríðarlegur tekjumunur þýsku landsliðsmannanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bastian Schweinsteiger og Uwe Gensheimer.
Bastian Schweinsteiger og Uwe Gensheimer. Vísir/Getty
Þýska blaðið Bild birti á dögunum tekjur leikmanna þýska landsliðsins í handbolta og segir þær á engan hátt standast samanburð við leikmanna karlalandsliðsins.

Samkvæmt úttekt blaðsins er fyrirliðinn og hornamaðurinn Uwe Gensheimer launahæstur með 29 þúsund evrur (4,4 milljónir kr.).

Blaðið nefnir til samanburðar að Bastian Schweinsteiger, leikmaður Bayern München, þéni 800 þúsund evrur (120 milljónir kr.) á mánuði.

Leikmenn hefðu fengið 450 þúsund krónur í bónus með því að vinna heimsmeistaratitilinn en leikmenn þýska landsliðsins í knattspyrnu fengu hundraðfalt hærri upphæð, 45 milljónir króna, fyrir heimsmeistartitilinn sem liðið vann í Brasilíu í sumar.

Silvio Heinevetter, markvörður Füchse Berlin, er næstur á tekjulista handboltalandsliðsins með 28 þúsund evru en Erik Schmidt, sem leikur með Ludwigshafen, er neðstur með sex þúsund evrur - 903 þúsund kr.

Þýskaland, sem leikur undir stjórn Dags Sigurðssonar, mætir Króatíu á HM í handbolta í dag í fyrri leik liðanna í umspili um sæti 5-8.


Tengdar fréttir

Dagur: Við erum betri en Katar

Dagur Sigurðsson vildi ekkert ræða dómgæsluna og sagði Þjóðverja hafa klúðrað þessu sjálfir í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×