Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2015 10:56 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33. HM 2015 í Katar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33.
HM 2015 í Katar Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira