Dagur: Hallaði á okkur í dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 15:02 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað. HM 2015 í Katar Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað.
HM 2015 í Katar Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Sjá meira