Sport

María vann annað svigmót í Idre

Tómas Þór Þórðarson skrifar
María Guðmundsdóttir efst á pallinum í dag.
María Guðmundsdóttir efst á pallinum í dag. mynd/skí
María Guðmundsdóttir, landsliðskona í alpagreinum, vann í dag sitt annað svigmót á jafn mörgum dögum í Idre í Svíþjóð.

Hún var fyrst eftir fyrri ferðina, einungis 4/100 úr sekúndu á undan næstu stúlku, en átti frábæra seinni ferð og vann samanlagt með 1,15 sekúndu forskot.

María fékk fyrir mótið 28.53 FIS-punkta, en það er bæting hjá henni um rétt tæplega tvo punkta.

Nokkrir aðrir íslenskir keppendur voru á sama móti. Rannveig Hjaltadóttir endaði í 32.sæti en Thelma Rut Jóhannsdóttir náði ekki að ljúka keppni.


Tengdar fréttir

María vann svigmót í Svíþjóð

María Guðmundsdóttir er komin aftur á fulla ferð og vann í dag alþjóðlegt svigmót í Idre í Svíþjóð. Þetta eru frábærar fréttir en María er að undirbúa sig fyrir HM í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×