Handbolti

Strlek: Vonandi spilum við betur á næsta móti

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Strlek leikur með Kielce í Póllandi.
Strlek leikur með Kielce í Póllandi. vísir/getty
Hornamaðurinn, Manuel Strlek, lék aðeins síðustu mínúturnar þegar Króatar töpuðu fyrir Dönum í Lusail í kvöld. Hann skoraði þrjú mörk, þar af tvö síðustu mörk Króata.

Í gær var hann markahæstur þegar Króatar unnu Þjóðverja, skoraði þá 8 mörk úr 9 skotum.  Hann var vonsvikinn með að Króatar náðu ekki betri árangri í Katar.

„Já þetta eru vonbrigði og í raun einnig fyrir danska liðið. Fyrir mótið reiknuðu menn með því að þessi lið yrðu að spila til verðlauna á morgun. Það er erfitt að segja eitthvað núna en það skiptir þó máli að hafa náð sjötta sætinu til að keppa um að komast á Ólympíuleikana“.

Þið eruð búnir að spila 9 leiki á 18 dögum, þið hljótið að vera dauðþreyttir?

„Já þetta eru ansi margir leikir og þetta er sennilega lengsta mótið. Ég vona að í framtíðinni fáum við meiri hvild á milli leikja“.

Strlek spilar með Kielce í Póllandi eins og tveir félagar hans. Þú verður þá bara glaður þegar þú leggst á koddann í kvöld?

„Já við förum heim á morgun og þá förum við strax að æfa með okkar félagsliðum“.

En hver er framtíðin hjá króatíska landsliðinu. Komið þið til með að ná ykkar fyrri styrk?

„Já ég er viss um það. Það eru margir góðir ungir leikmenn í Króatíu og ég vona að við spilum betur á næsta móti heldur en við gerðum hér í Katar,“ sagði Strlek en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Danir klófestu fimmta sætið

Stóðu af sér áhlaup Króata á lokamínútunum og enduðu þátttöku sína á HM í handbolta á jákvæðum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×