Handbolti

Lauge: Sýndum hvað við getum

Arnar Björnsson í Katar skrifar
Lauge (t.h.) skoraði 26 mörk og gaf 20 stoðsendingar á HM í Katar.
Lauge (t.h.) skoraði 26 mörk og gaf 20 stoðsendingar á HM í Katar. vísir/getty
Rasmus Lauge skoraði ekki í kvöld þegar Danir tryggðu sér 5. sætið á HM í handbolta með sigri á Króötum.

Lauge, sem er 23 ára lék stórt hlutverk í danska liðinu á mótinu í Katar. Hann er þó ekki alveg laus undan íslenskum þjálfurum því nú snýr hann aftur til Kiel til Alfreðs Gíslasonar.

Þrátt fyrir að vera vonsvikinn með að Danir skyldu ekki spila til verðlauna, er hann ekki ögn glaður með sigurinn í kvöld?

„Auðvitað er ég ánægður núna því við sýndum mikinn „karakter“ og sýnir að andinn í liðinu er mjög góður. Því miður þá töpuðum við röngum leik.

„Við töpuðum aðeins einum leik sem því miður var mjög mikilvægur. Í tveimur síðustu leikjum sýndum við handboltaheiminum hvað við getum eftir vonbrigðin með tapið gegn Spánverjum.

„Við vildum vinna þann leik og við fengum fjölmörg tækifæri til að vinna hann.“

Þannig að þið ætlið bara að horfa á úrslitaleikinn á morgun?

„Nei við fljúgum heim á morgun og það er fínt,“ sagði Lauge en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Danir klófestu fimmta sætið

Stóðu af sér áhlaup Króata á lokamínútunum og enduðu þátttöku sína á HM í handbolta á jákvæðum nótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×