Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og rétt eins og í fyrra verður mikil og flott dagskrá í kringum leikinn. Andri Ólafsson stýrir pallborðsumræðum fyrir leik, í hálfleik og eftir leik auk þess sem sérfræðingarnir koma reglulega inn í leikhléum og fara yfir gang mála.
Fyrsti leikurinn um Ofurskálina fór fram í Los Angeles árið 1967 þegar Green Bay Packers og Kansas City Chiefs mættust. Packers hafði betur í þeim leik, 35-10.
Í myndbandinu hér að neðan er farið yfir alla 48 úrslitaleikina á rúmum fjórum mínútum en þar má sjá eftirminnileg atvik úr öllum leikjunum í tímaröð.