Patrekur: Ég er stoltur af strákunum mínum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2015 15:30 Vísir/AFP Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Það var létt yfir Patreki Jóhannessyni á blaðamannafundi austurríska landsliðsins á W-hótelinu í Doha í Katar í morgun, þrátt fyrir svekkjandi jafntefli liðsins gegn Túnis í gær. „Leikmenn eru þreyttir eftir leikinn eins og gefur að skilja og ég gaf þeim frí til klukkan 17.00 í dag til að hlaða batteríin,“ sagði Patrekur á fundinum í morgun. „Við erum með þrjú stig í þessum riðli sem er gott. Með eðlilegri dómgæslu í leiknum gegn Króatíu hefðum við átt að fá eitt stig úr þeim leik en við gætum allt eins verið með ekkert stig eftir þessa þrjá leiki. Ég er því sáttur.“Sjá einnig: Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Austurríki er í þriðja sæti síns riðils og á möguleika að koma sér upp í annað sætið með því að vinna síðustu tvo leikina sína - gegn Íran annað kvöld og Makedóníu á föstudaginn. Patrekur verður þó reyndar að treysta á að Króatía vinni Makedóníu á morgun. Íran er enn án stiga í riðlinum en Patrekur varaði við því að menn færu að hugsa um leikinn gegn Makedóníu of fljótt. „Þetta eru snöggir leikmenn sem eru í frábæru líkamlegu formi. Þeir spila á stundum óagaðan handbolta en geta verið hættulegur andstæðingur,“ segir Patrekur og bendir á að Íran hafi veitt Bosníu og Túnis harða samkeppni í fyrstu tveimur leikjum sínum. „Vissulega þykjum við sigurstranglegri aðilinn í þessum leik og við verðum að taka því hlutverki alvarlega. Við þurfum fyrst og fremst að passa upp á að einbeitingin verði í góðu lagi hjá okkur.“Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Hann sagðist vera ánægður með frammistöðu sinna manna á mótinu til þessa. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir hafa unnið mjög vel saman, bæði innan og utan vallarins. Þeir voru óheppnir gegn Túnis í gær en stundum er það þannig í handbolta.“ Patrekur var einnig spurður hvort það hafi verið skemmtilegra að spila í gær þar sem að það voru mun fleiri áhorfendur á þeim leik en í leikjunum gegn Makedóníu og Bosníu. „Jú, auðvitað. Það var frábært að fá allt þetta fólk á leikinn - loksins. Það er auðveldara fyrir leikmenn að komast í gírinn og áhorfendur heima fá skemmtilegri upplifun. Ég vona bara að það mæti margir Íranar á morgun,“ sagði hann og uppskar hlátur viðstaddra.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24 Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50 Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40 Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Patrekur: Margt sérstakt í dómgæslunni Patrekur Jóhannesson og austurríska landsliðið komst á blað á HM í Katar í kvöld. 17. janúar 2015 20:24
Mikilvægur sigur hjá Patreki og félögum Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska handboltalandsliðinu náðu í sín fyrstu stig á HM í Katar þegar þeir lögðu Bosníu að velli, 23-21, í hörkuleik. 17. janúar 2015 19:50
Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis Austurríki í þriðja sæti B-riðils eftir jafntefli í æsispennandi leik. 19. janúar 2015 19:40
Patrekur: Það voru allir blóðugir hjá mér í hálfleik Austurríki og Túnis gerðu jafntefli í æsispennandi leik í C-riðli á HM. Patrekur Jóhannesson ræddi við Vísi eftir leik. 19. janúar 2015 20:40