Erlent

Mun selja bolludagsbollurnar sem vefjur

Atli Ísleifsson skrifar
Sænski bolludaguinn verður 17. febrúar þetta árið.
Sænski bolludaguinn verður 17. febrúar þetta árið. Mynd/Tössebageriet

Bakarí í Stokkhólmi hyggst bjóða upp á bolludagsbollur í formi vefja þetta árið. Ákvörðun mun eflaust gleðja ófáa viðskiptavini enda getur hið árlega bolluát reynst hin subbulegasta iðja.

„Bolluvefjurnar eru venjulegar bollur, jafn þungar og venjuleg vefja,“ segir bakarinn Mattias Ljungberg, sem starfar í Tössebageriet í viðtali við hlaðvarpsþátt Prata om mat.

Ljungberg  segir að deigið sé flatt út eins og vefja en það sé jafn mikill rjómi og marsipan líkt og í venjulegri bollu, en sænskar bolludagsbollur innihalda gjarnan marsipan.

Bolludagurinn í Svíþjóð verður 17. febrúar þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×