Handbolti

Narcisse kominn á skýrslu hjá Frökkum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar
Vísir/Getty
Stórskyttan Daniel Narcisse verður á skýrslu þegar Frakkland mætir Íslandi á HM í handbolta en hann missti af fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu vegna meiðsla.

Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, tilkynnti aðeins fimmtán manna leikmannahóp í upphafi móts en hefur nú bætt Narcisse við listann. Það mun þó ekki koma í ljós fyrr en í leiknum sjálfum hvort hann spili en Narcisse missti af öllum undirbúningi Frakka fyrir mótið og ekkert spilað síðan í byrjun desember.

Narcisse er einn reyndasti leikmaður Frakka með 814 mörk í 264 landsleikjum. Hann er 35 ára og er samherji Róberts Gunnarssonar hjá Paris St. Germain. Þar áður lék hann með Kiel í fjögur ár.

Vinstri skyttan Mathieu Grebille hefur heldur ekkert spilað með Frökkum á mótinu til þessa vegna meiðsla en Onesta sagði á blaðamannafundi í gær að hann væri vongóður um þáttöku beggja leikmanan fyrir leikinn gegn Íslandi í dag.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.


Tengdar fréttir

Ekki missa af HM-kvöldi

Leikur Íslands og Frakklands verður gerður upp í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport 3.

Trúum að við getum unnið Frakka

Arnór Atlason segir að innan íslenska landsliðshópsins ríki full trú á því að sigur geti unnist gegn sterku liði Frakklands á HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×