Pólland vann mikilvægan sigur á Rússlandi Arnar Björnsson í Doha skrifar 20. janúar 2015 17:40 Andrzej Rojewski fagnar marki. vísir/afp Pólverjar og Rússar mættust í ákaflega þýðingarmiklum leik í Lusail íþróttahöllinni í dag, voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Þeir höfðu betur eftir spennandi leik, 26-25. Báðir leikir Pólverjanna voru æsispennandi, þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum með þriggja marka mun en unnu síðan Argentínumenn með eins marks mun. Rússar áttu í engum vandræðum með Sádi Araba og unnu þá með 10 marka mun en töpuðu í 2. umferðinni fyrir Þjóðverjum með minnsta mun, 28-28 og voru klaufar að tryggja sér ekki stig í lok þess leiks. Í pólska liðinu eru 6 leikmenn sem spila með Vive-Tauron Kielce. Pólverjar eiga fimm tveggja metra menn, línumaðurinn Kamil Syprzak er 2,08 m. Rússar tefla fram einum tveggja metra manni, varnarjaxlinum Egor Evdokimov en hann var rekinn útaf tvisvar á fimm mínútna kafla gegn Þjóðverjum. Pólverjar hafa haft gott tak á Rússum og Rússar þurfa að fara allt til ársins 1996 til að finna síðasta sigurleik. Á Evrópumótiu í fyrra unnu Pólverjar 24-22. Tólf leikmenn Pólverja sem léku þann leik voru á leikskýrslunni í dag. Hvorki fleiri né færri en 13 Rússar voru með í dag frá tapleiknum í fyrra. Rússar byrjuðu með boltann og hornamaðurinn, Timur Dibirov skoraði fyrsta markið en markahæsti Pólverjinn, Krzysztof Lijewski, jafnaði metin með 13. marki sínu í keppnini. Hann lenti illa á gólfinu og kom aðeins einu sinni inná eftir þetta í hálfleiknum til að taka víti. Daniil Shiskarev kom Rússum í 2-1 með fínu marki úr horninu og þá ákvað pólski þjálfarinn að taka leikhlé þegar aðeins 5 mínútur voru búnar af leiknum. Pólverjar komust ekkert áleið gegn sterkri vörn Rússa og Konstantin Igropulo kom Rússum í 5-1 eftir 9 mínútna leik. Pólverjar náðu vopnum sínum og þeir jöfnuðu metin í 6-6 þegar 14 mínútur voru búnar. Piotr Wyszomirski í pólska markinu sá við Rússunum og það náðu Pólverjar að nýta sér. Rússar endurheimtu forsystuna en frá 8-8 var jafnt á öllum tölum en Rússar skoruðu síðasta markið og höfðu 13-12 forystu í hálfleik. Vadim Bogdan varði vel í markinu í hálfleiknum og hornamaðurinn Daniil Shiskarev skoraði fimm af mörkum þeirra. Karol Bielecki lék ekkert í fyrri hálfleik en hann byrjaði inná hjá Pólverjum í þeim seinni. Jafnt var á öllum tölum yupp í 16-16 en Pólverjar náðu forystu í fyrsta sinn þgar 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Piotr Grabarczyk var rekinn útaf í 2. sinn og það nýttu Rússar, skoruðu 2 mörk í röð og náðu tveggja marka forystu, 19-17, þegar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Góður kafli Rússa, einum fleiri. Með fullmannað lið svörðuðu Pólverjar með tveimur næstu mörkum og staðan var 19-19 um miðjan hálfleikinn. Fyrirliði Pólverja, Slawomir Szmal, kom í markið þegar 11 mínútur voru eftir. Hann réði ekki við skot Rússa sem náðu þriggja marka forystu 24-21 þegar 9 mínútur voru til leiksloka. En ólsegir Pólverjar voru ekkert á því að gefast upp, skoruðu tvö mörk í röð og staðan var 24-23 þegar tæpar 7 mínútur voru til leiksloka. Szmal varð frá Dereven i næstu sókn og Bartosz Jurecki kom boltanum í markið en var dæmdur brotlegur, fjölmargir Pólverjar bauluðu á slóvensku dómarana. Szmal varði í næstu sókn Rússa og Michael Jurecki jafnaði í 24-24 þegar tæpar 4 mínútur voru eftir. Rússar fengu víti í sókninni á eftir, eftirlitsdómarinn kallaði í slóvensku dómaranna og rak einn þeirra útaf. Og fyrirliðinn reyndist bjargvættur Pólverja, Szmal varði frá Chipurin af línunni, Pólverjar brunuðu fram, fengu víti og einn Rússinn var rekinn útaf. Adam Wiesniewski laumaði sér innúr hægra horninu og kom Pólverjum yfir i 26-25 þegar rúm mínúta var eftir. Og enn tók fyrirliðinn Szmal af skarið. Hann varði meistaralega frá Atman og Pólverjar fengu boltann þegar 30 sek voru eftir. Bilek þjálfari tók leikhlé þegar 10 sekúndur voru eftir og Pólverjar fögnuðu eins marks sigri 26-25. Frábær sigur þeirra og Pólverjar eru þá komnir með 4 stig en Rússar sitja eftir með 2. Bæði lið eiga eftir að spila við Dani. Pólverjar eiga auðveldari mótherja því þeir ættu að eiga sigur vísan gegn Sádi Arabíu. Rússar eiga Argentínumenn eftir. Líkt og gegn Þjóðverjum þá klúðruðu Rússar leiknum í lokin. Adam Rojewski skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Bartosz Jurecki 6. Daniil Shiskarev var markahæstur hjá Rússum, skoraði 7 mörk og Sergei Gorbok 6. HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Pólverjar og Rússar mættust í ákaflega þýðingarmiklum leik í Lusail íþróttahöllinni í dag, voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Þeir höfðu betur eftir spennandi leik, 26-25. Báðir leikir Pólverjanna voru æsispennandi, þeir töpuðu fyrir Þjóðverjum með þriggja marka mun en unnu síðan Argentínumenn með eins marks mun. Rússar áttu í engum vandræðum með Sádi Araba og unnu þá með 10 marka mun en töpuðu í 2. umferðinni fyrir Þjóðverjum með minnsta mun, 28-28 og voru klaufar að tryggja sér ekki stig í lok þess leiks. Í pólska liðinu eru 6 leikmenn sem spila með Vive-Tauron Kielce. Pólverjar eiga fimm tveggja metra menn, línumaðurinn Kamil Syprzak er 2,08 m. Rússar tefla fram einum tveggja metra manni, varnarjaxlinum Egor Evdokimov en hann var rekinn útaf tvisvar á fimm mínútna kafla gegn Þjóðverjum. Pólverjar hafa haft gott tak á Rússum og Rússar þurfa að fara allt til ársins 1996 til að finna síðasta sigurleik. Á Evrópumótiu í fyrra unnu Pólverjar 24-22. Tólf leikmenn Pólverja sem léku þann leik voru á leikskýrslunni í dag. Hvorki fleiri né færri en 13 Rússar voru með í dag frá tapleiknum í fyrra. Rússar byrjuðu með boltann og hornamaðurinn, Timur Dibirov skoraði fyrsta markið en markahæsti Pólverjinn, Krzysztof Lijewski, jafnaði metin með 13. marki sínu í keppnini. Hann lenti illa á gólfinu og kom aðeins einu sinni inná eftir þetta í hálfleiknum til að taka víti. Daniil Shiskarev kom Rússum í 2-1 með fínu marki úr horninu og þá ákvað pólski þjálfarinn að taka leikhlé þegar aðeins 5 mínútur voru búnar af leiknum. Pólverjar komust ekkert áleið gegn sterkri vörn Rússa og Konstantin Igropulo kom Rússum í 5-1 eftir 9 mínútna leik. Pólverjar náðu vopnum sínum og þeir jöfnuðu metin í 6-6 þegar 14 mínútur voru búnar. Piotr Wyszomirski í pólska markinu sá við Rússunum og það náðu Pólverjar að nýta sér. Rússar endurheimtu forsystuna en frá 8-8 var jafnt á öllum tölum en Rússar skoruðu síðasta markið og höfðu 13-12 forystu í hálfleik. Vadim Bogdan varði vel í markinu í hálfleiknum og hornamaðurinn Daniil Shiskarev skoraði fimm af mörkum þeirra. Karol Bielecki lék ekkert í fyrri hálfleik en hann byrjaði inná hjá Pólverjum í þeim seinni. Jafnt var á öllum tölum yupp í 16-16 en Pólverjar náðu forystu í fyrsta sinn þgar 7 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Piotr Grabarczyk var rekinn útaf í 2. sinn og það nýttu Rússar, skoruðu 2 mörk í röð og náðu tveggja marka forystu, 19-17, þegar 11 mínútur voru búnar af seinni hálfleik. Góður kafli Rússa, einum fleiri. Með fullmannað lið svörðuðu Pólverjar með tveimur næstu mörkum og staðan var 19-19 um miðjan hálfleikinn. Fyrirliði Pólverja, Slawomir Szmal, kom í markið þegar 11 mínútur voru eftir. Hann réði ekki við skot Rússa sem náðu þriggja marka forystu 24-21 þegar 9 mínútur voru til leiksloka. En ólsegir Pólverjar voru ekkert á því að gefast upp, skoruðu tvö mörk í röð og staðan var 24-23 þegar tæpar 7 mínútur voru til leiksloka. Szmal varð frá Dereven i næstu sókn og Bartosz Jurecki kom boltanum í markið en var dæmdur brotlegur, fjölmargir Pólverjar bauluðu á slóvensku dómarana. Szmal varði í næstu sókn Rússa og Michael Jurecki jafnaði í 24-24 þegar tæpar 4 mínútur voru eftir. Rússar fengu víti í sókninni á eftir, eftirlitsdómarinn kallaði í slóvensku dómaranna og rak einn þeirra útaf. Og fyrirliðinn reyndist bjargvættur Pólverja, Szmal varði frá Chipurin af línunni, Pólverjar brunuðu fram, fengu víti og einn Rússinn var rekinn útaf. Adam Wiesniewski laumaði sér innúr hægra horninu og kom Pólverjum yfir i 26-25 þegar rúm mínúta var eftir. Og enn tók fyrirliðinn Szmal af skarið. Hann varði meistaralega frá Atman og Pólverjar fengu boltann þegar 30 sek voru eftir. Bilek þjálfari tók leikhlé þegar 10 sekúndur voru eftir og Pólverjar fögnuðu eins marks sigri 26-25. Frábær sigur þeirra og Pólverjar eru þá komnir með 4 stig en Rússar sitja eftir með 2. Bæði lið eiga eftir að spila við Dani. Pólverjar eiga auðveldari mótherja því þeir ættu að eiga sigur vísan gegn Sádi Arabíu. Rússar eiga Argentínumenn eftir. Líkt og gegn Þjóðverjum þá klúðruðu Rússar leiknum í lokin. Adam Rojewski skoraði 7 mörk fyrir Pólverja og Bartosz Jurecki 6. Daniil Shiskarev var markahæstur hjá Rússum, skoraði 7 mörk og Sergei Gorbok 6.
HM 2015 í Katar Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira