Handbolti

Snorri Steinn: Við vorum flottir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn skoraði fjögur mörk í kvöld.
Snorri Steinn skoraði fjögur mörk í kvöld. skjáskot
„Djöfull er þetta erfið spurning,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þegar hann var spurður að því í viðtali við RÚV hvort stigið sem Ísland fékk gegn Frökkum væri unnið eða tapað.

„Maður var smá svekktur fyrst eftir leik en fyrirfram eru þetta góð úrslit á móti Frökkum, engin spurning, og sérstaklega í ljósi þess hvernig byrjunin okkar á mótinu var. Það er allavega stígandi í þessu og það er fyrir öllu.“

Leikurinn gegn Frakklandi var sá langbesti hjá íslenska liðinu á HM til þessa. Sóknarleikurinn var mjög góður og margir leikmenn lögðu lóð sín á vogarskálarnar.

„Það var styrkurinn í dag, hvað það voru margir að leggja inn í þetta og þannig erum við bestir. Við vorum flottir, vorum að velja rétt og gera þetta af krafti og þá getum við staðið í hvaða liði sem er,“ sagði Snorri sem skoraði fjögur mörk í kvöld.

Leikstjórnandinn var einnig ánægður með varnarleik Íslands sem og markvörslu Björgvins Pál Gústavssonar.

„Vörnin var fín. Það er engin katastrófa að fá á sig 26 mörk á móti Frökkum og Bjöggi var að verja vel. Það var fullt af ljósum punktum í þessu, fannst mér,“ sagði Snorri en viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×