Guðjón Valur: Er með fleiri sár á tungunni en oftast áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 20. janúar 2015 22:01 Vísir/Eva Björk Guðjón Valur Sigurðsson segist alltaf eiga erfitt með að sofna eftir leiki og það hjálpar ekki til að leikur Íslands gegn Frakklandi í kvöld var ekki lokið fyrr en laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi að staðartíma. „Ég ligg sáttur andvaka á koddanum í nótt. Það verður önnur tilfinning en eftir leikinn gegn Svíum,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. Honum var tíðrætt um dómgæsluna í jafnteflisleiknum gegn Frökkum í gær eins og fleiri. „Afi minn heitinn yrði brjálaður ef ég færi að kvarta undan dómurunum en þegar leikmenn beggja liða standa eftir leik og velta fyrir sér hver lína dómaranna hafi verið án þess að komast að neinni niðurstöðu - þá er eitthvað skrýtið við það,“ sagði hann. „Við komumst í 16-12 forystu og þá fáum við tvær brottvísanir og þeir jafna. Við vorum samt að spila mjög vel. Svo komast þeir yfir og þá fara þeir út af og við jöfnum aftur.“ „Leikmönnum liðanna finnst að þetta hafi verið skrýtin lína. Brottvísanir voru margar skrýtnar og svo var verið að sleppa augljósum brotum,“ segir hann. Hann segir erfitt að halda ró sinni í slíkum aðstæðum. „Það þýðir ekkert annað. Þeir hafa valdið og maður skaðar bara sjálfan sig og liðið allt með því að rífa kjaft. En ég held þó að ég sé með fleiri sár á tungunni og innan í kinninni en eftir venjulegan leik,“ sagði hann og brosti. Dómgæslan hefur verið áberandi á mótinu til þessa - ekki aðeins í þessum leik. Guðjón Valur samsinnir því og bætir við að oft sé þetta misræmi í dómgæslunni að finna á fleiri stöðum. „Ég spila á Spáni og þar virðast allt aðrar reglur ríkja en í Meistaradeildinni. Þar má miklu meira en á Spáni. Svo hefst HM og þá eru ákveðnar línur lagðar og lagt upp með ákveðna hluti. En svo vill það oft verða að þegar komið er inn í 16-liða og 8-liða úrslitin að gamli góði handboltinn komi aftur. Áherslubreytingarnar virðast því deyja út með mótinu.“ Hann sagðist vitanlega sáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum þrátt fyrir að strákarnir hafi þurft að sætta sig við eitt stig. Og hann mun leggjast sáttur á koddann í kvöld. „Það er svo annað mál hvenær ég sofna. Ég vakna yfirleitt snemma þrátt fyrir allt og ég kann ekki að leggja mig yfir daginn, þó svo að ég fái alls konar ráð frá hinum og þessum til þess. Ég verð því sáttur andvaka á koddanum í nótt - sem verður öðruvísi tilfinning en eftir leikinn gegn Svíum.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15 Tékkar mæta stigalausir í Íslandsleikinn Egyptaland vann þriggja marka sigur á Tékklandi, 27-24, í fyrsta leik dagsins í riðli Íslands á HM í handbolta í Katar. Egyptar voru með frumkvæðið allan leikinn og sigurinn var öruggur. 20. janúar 2015 17:39 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson segist alltaf eiga erfitt með að sofna eftir leiki og það hjálpar ekki til að leikur Íslands gegn Frakklandi í kvöld var ekki lokið fyrr en laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi að staðartíma. „Ég ligg sáttur andvaka á koddanum í nótt. Það verður önnur tilfinning en eftir leikinn gegn Svíum,“ sagði fyrirliðinn eftir leik. Honum var tíðrætt um dómgæsluna í jafnteflisleiknum gegn Frökkum í gær eins og fleiri. „Afi minn heitinn yrði brjálaður ef ég færi að kvarta undan dómurunum en þegar leikmenn beggja liða standa eftir leik og velta fyrir sér hver lína dómaranna hafi verið án þess að komast að neinni niðurstöðu - þá er eitthvað skrýtið við það,“ sagði hann. „Við komumst í 16-12 forystu og þá fáum við tvær brottvísanir og þeir jafna. Við vorum samt að spila mjög vel. Svo komast þeir yfir og þá fara þeir út af og við jöfnum aftur.“ „Leikmönnum liðanna finnst að þetta hafi verið skrýtin lína. Brottvísanir voru margar skrýtnar og svo var verið að sleppa augljósum brotum,“ segir hann. Hann segir erfitt að halda ró sinni í slíkum aðstæðum. „Það þýðir ekkert annað. Þeir hafa valdið og maður skaðar bara sjálfan sig og liðið allt með því að rífa kjaft. En ég held þó að ég sé með fleiri sár á tungunni og innan í kinninni en eftir venjulegan leik,“ sagði hann og brosti. Dómgæslan hefur verið áberandi á mótinu til þessa - ekki aðeins í þessum leik. Guðjón Valur samsinnir því og bætir við að oft sé þetta misræmi í dómgæslunni að finna á fleiri stöðum. „Ég spila á Spáni og þar virðast allt aðrar reglur ríkja en í Meistaradeildinni. Þar má miklu meira en á Spáni. Svo hefst HM og þá eru ákveðnar línur lagðar og lagt upp með ákveðna hluti. En svo vill það oft verða að þegar komið er inn í 16-liða og 8-liða úrslitin að gamli góði handboltinn komi aftur. Áherslubreytingarnar virðast því deyja út með mótinu.“ Hann sagðist vitanlega sáttur við frammistöðu sinna manna í leiknum þrátt fyrir að strákarnir hafi þurft að sætta sig við eitt stig. Og hann mun leggjast sáttur á koddann í kvöld. „Það er svo annað mál hvenær ég sofna. Ég vakna yfirleitt snemma þrátt fyrir allt og ég kann ekki að leggja mig yfir daginn, þó svo að ég fái alls konar ráð frá hinum og þessum til þess. Ég verð því sáttur andvaka á koddanum í nótt - sem verður öðruvísi tilfinning en eftir leikinn gegn Svíum.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15 Tékkar mæta stigalausir í Íslandsleikinn Egyptaland vann þriggja marka sigur á Tékklandi, 27-24, í fyrsta leik dagsins í riðli Íslands á HM í handbolta í Katar. Egyptar voru með frumkvæðið allan leikinn og sigurinn var öruggur. 20. janúar 2015 17:39 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34
Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54
Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15
Tékkar mæta stigalausir í Íslandsleikinn Egyptaland vann þriggja marka sigur á Tékklandi, 27-24, í fyrsta leik dagsins í riðli Íslands á HM í handbolta í Katar. Egyptar voru með frumkvæðið allan leikinn og sigurinn var öruggur. 20. janúar 2015 17:39
Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11
Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01
Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18