Google fjárfestir í SpaceX Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Elon Musk stofnaði SpaceX. VÍSIR/AP/AFP Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í SpaceX, geimferðafyrirtæki Elon Musk. Þetta hafa talsmenn SpaceX staðfest. Fjárfesting Google og Fidelity tryggir þeim rétt um tíu prósenta hlut í SpaceX, sem þýðir að verðmæti fyrirtækisins sé metið á um 10 milljarða dollara, jafnvirði 1.319 milljarða íslenskra króna.Á kynningarfundi síðastliðinn föstudag sagði Musk frá áætlunum SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Samkvæmt The Information, sem greindi fyrst frá kaupunum á mánudag, er tilgangurinn sá að tryggja þróun á þessum gervihnöttum SpaceX. Google hefur lengi haft það að markmiðið að nettengja sem flesta á jörðinni og fellur fjárfestingin að þeim markmiðum. Á kynningarfundinum sagðist Musk telja að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala. Tengdar fréttir Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í SpaceX, geimferðafyrirtæki Elon Musk. Þetta hafa talsmenn SpaceX staðfest. Fjárfesting Google og Fidelity tryggir þeim rétt um tíu prósenta hlut í SpaceX, sem þýðir að verðmæti fyrirtækisins sé metið á um 10 milljarða dollara, jafnvirði 1.319 milljarða íslenskra króna.Á kynningarfundi síðastliðinn föstudag sagði Musk frá áætlunum SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Samkvæmt The Information, sem greindi fyrst frá kaupunum á mánudag, er tilgangurinn sá að tryggja þróun á þessum gervihnöttum SpaceX. Google hefur lengi haft það að markmiðið að nettengja sem flesta á jörðinni og fellur fjárfestingin að þeim markmiðum. Á kynningarfundinum sagðist Musk telja að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala.
Tengdar fréttir Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45