Guðmundur: Hlusta ekki eftir áliti sérfræðinga Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 21. janúar 2015 13:30 Vísir Það var setið um Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, á blaðamannafundi liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Ógnarsterkt lið Dana hefur hikstað í fyrstu leikjum sínum á mótinu hér í Katar og gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum - gegn Argentínu og Þýskalandi. Guðmundur mætti í gær Degi Sigurðssyni, sem þjálfar þýska liðið, en lið Guðmundar hefur áður gert jafntefli við lið Dags á stórmóti á handbolta. Það var þegar Ísland og Austurríki skildu jöfn á EM 2010 eftir ævintýralega lokamínútu. „Ég man nú hvernig sá riðill byrjaði, jesús minn. Maður átti andvökunætur þar en eftir erfiða byrjun þá gekk vel,“ sagði Guðmundur en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.Sjá einnig: Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta „En það sem ég vil segja um okkar byrjun nú er að við byrjuðum gegn Argentínu sem var mjög erfiður andstæðingur. Þeir voru líka góðir gegn Póllandi og leiddu lengi vel í þeim leik. Það var mjög erfitt fyrir Pólverja að landa sigri í þeim leik. Það voru klárlega vonbrigði að ná bara í eitt stig gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en Danir unnu svo skyldusigur á Sádí-Arabíu áður en kom að leiknum gegn Þjóðverjum í gær. „Það var frábær handboltaleikur. Hann var hraður en bæði lið gera samt fá mistök. Það var mikið skorað, sérstaklega úr hraðaupphlaupum, og það voru mikil gæði í leiknum. Maður vill auðvitað vinna alla leiki en ég tel að jafntefli hafi verið góð úrslit.“Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva BjörkGuðmundur samsinnir því að Dagur hafi gert margt gott með þýska liðið á skömmum tíma en Þjóðverjar hafa komið mörgum í opna skjöldu með frammistöðu sinni til þessa. „Maður hefur alltaf furðað sig á þessu þýska liði því það er með leikmenn sem eru að spila í bestu deild í heim og spila erfiða leiki einu sinni eða tvisvar í hverri viku. Þeir hafa líka gríðarlega reynslu og það má ekki gleyma því hversu góða leikmenn Þjóðverjar eiga.“ „En Dagur er búinn að koma á ákveðnu skipulagi og er það jákvætt. En það sem vill gleymst í umræðunni er að við vorum líka að spila mjög góðan leik,“ bætir hann við um frammistöðu sinna manna í danska liðinu. Guðmundur segir að hann hafi vissulega orðið var við pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt stærsta handboltalandslið í heimi. Það sé mikil breyting frá því að þjálfa íslenska liðið en einnig Rhein-Neckar Löwen sem engu að síður er eitt stærsta félagslið Þýskalands.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa „Það var búið að segja mér frá því og þetta er bara hluti af starfinu. Hvort það sé óþægilega stór hluti vil ég ekki segja. Þetta er bara hluti af mínu starfi og í því felst að þjónusta fjölmiðlamenn á sem bestan hátt. Handboltinn er mjög stór í Danmörku og gríðarlega mikilvægur fyrir Dani og þess vegna verður maður bara að virða þetta eins og þetta er.“ Guðmundur segir að hann láti álit sérfræðinga, hvort sem er í fjölmiðlum eða annars staðar, ekki hafa áhrif á sig. „Ég les ekki mikið ummælin og hlusta ekki eftir því sem menn hafa verið að segja. Auðvitað fær maður spurningar sem maður reynir bara að svara en ég vil í raun ekki fara nánar út í það hvaða sýn ég hef á því. Ég legg upp með að vera faglegur og heiðarlegur í mínum svörum og segja hlutina eins og þeir eru. Ég hef alla tíð gert það og alltaf átt gott samstarf við blaðamenn. Ég minnist þess ekki að hafa átt í útistöðum við nokkurn einasta blaðamann.“ Þýskaland er í sterkri stöðu í riðlinum. Liðið er öruggt með efsta sætið ef það vinnur Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum sínum. Lítur Guðmundur svo á að Þjóðverjar séu búnir að vinna riðilinn? „Þeir eru mjög langt komnir með það. Ef þeir klára sitt hafa þetta í hendi sér. Við stefnum á annað sætið eins og staðan er núna. En ég held að aðalatriði okkar er að stefna á sigur í næsta leik. Við horfum ekki lengra fram í tímann en það enda mikilvægt næsta skref fyrir okkur.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær. 21. janúar 2015 13:00 Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta Guðmundur Guðmundsson mætti Degi Sigurðssyni í slag Dana og Þjóðverja í D-riðli HM. 20. janúar 2015 21:19 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Það var setið um Guðmund Guðmundsson, þjálfara danska landsliðsins, á blaðamannafundi liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Ógnarsterkt lið Dana hefur hikstað í fyrstu leikjum sínum á mótinu hér í Katar og gert tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum - gegn Argentínu og Þýskalandi. Guðmundur mætti í gær Degi Sigurðssyni, sem þjálfar þýska liðið, en lið Guðmundar hefur áður gert jafntefli við lið Dags á stórmóti á handbolta. Það var þegar Ísland og Austurríki skildu jöfn á EM 2010 eftir ævintýralega lokamínútu. „Ég man nú hvernig sá riðill byrjaði, jesús minn. Maður átti andvökunætur þar en eftir erfiða byrjun þá gekk vel,“ sagði Guðmundur en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan.Sjá einnig: Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta „En það sem ég vil segja um okkar byrjun nú er að við byrjuðum gegn Argentínu sem var mjög erfiður andstæðingur. Þeir voru líka góðir gegn Póllandi og leiddu lengi vel í þeim leik. Það var mjög erfitt fyrir Pólverja að landa sigri í þeim leik. Það voru klárlega vonbrigði að ná bara í eitt stig gegn Argentínu,“ segir Guðmundur en Danir unnu svo skyldusigur á Sádí-Arabíu áður en kom að leiknum gegn Þjóðverjum í gær. „Það var frábær handboltaleikur. Hann var hraður en bæði lið gera samt fá mistök. Það var mikið skorað, sérstaklega úr hraðaupphlaupum, og það voru mikil gæði í leiknum. Maður vill auðvitað vinna alla leiki en ég tel að jafntefli hafi verið góð úrslit.“Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson.Vísir/Eva BjörkGuðmundur samsinnir því að Dagur hafi gert margt gott með þýska liðið á skömmum tíma en Þjóðverjar hafa komið mörgum í opna skjöldu með frammistöðu sinni til þessa. „Maður hefur alltaf furðað sig á þessu þýska liði því það er með leikmenn sem eru að spila í bestu deild í heim og spila erfiða leiki einu sinni eða tvisvar í hverri viku. Þeir hafa líka gríðarlega reynslu og það má ekki gleyma því hversu góða leikmenn Þjóðverjar eiga.“ „En Dagur er búinn að koma á ákveðnu skipulagi og er það jákvætt. En það sem vill gleymst í umræðunni er að við vorum líka að spila mjög góðan leik,“ bætir hann við um frammistöðu sinna manna í danska liðinu. Guðmundur segir að hann hafi vissulega orðið var við pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt stærsta handboltalandslið í heimi. Það sé mikil breyting frá því að þjálfa íslenska liðið en einnig Rhein-Neckar Löwen sem engu að síður er eitt stærsta félagslið Þýskalands.Sjá einnig: Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa „Það var búið að segja mér frá því og þetta er bara hluti af starfinu. Hvort það sé óþægilega stór hluti vil ég ekki segja. Þetta er bara hluti af mínu starfi og í því felst að þjónusta fjölmiðlamenn á sem bestan hátt. Handboltinn er mjög stór í Danmörku og gríðarlega mikilvægur fyrir Dani og þess vegna verður maður bara að virða þetta eins og þetta er.“ Guðmundur segir að hann láti álit sérfræðinga, hvort sem er í fjölmiðlum eða annars staðar, ekki hafa áhrif á sig. „Ég les ekki mikið ummælin og hlusta ekki eftir því sem menn hafa verið að segja. Auðvitað fær maður spurningar sem maður reynir bara að svara en ég vil í raun ekki fara nánar út í það hvaða sýn ég hef á því. Ég legg upp með að vera faglegur og heiðarlegur í mínum svörum og segja hlutina eins og þeir eru. Ég hef alla tíð gert það og alltaf átt gott samstarf við blaðamenn. Ég minnist þess ekki að hafa átt í útistöðum við nokkurn einasta blaðamann.“ Þýskaland er í sterkri stöðu í riðlinum. Liðið er öruggt með efsta sætið ef það vinnur Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum sínum. Lítur Guðmundur svo á að Þjóðverjar séu búnir að vinna riðilinn? „Þeir eru mjög langt komnir með það. Ef þeir klára sitt hafa þetta í hendi sér. Við stefnum á annað sætið eins og staðan er núna. En ég held að aðalatriði okkar er að stefna á sigur í næsta leik. Við horfum ekki lengra fram í tímann en það enda mikilvægt næsta skref fyrir okkur.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær. 21. janúar 2015 13:00 Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45 Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta Guðmundur Guðmundsson mætti Degi Sigurðssyni í slag Dana og Þjóðverja í D-riðli HM. 20. janúar 2015 21:19 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Hafa mætast tvisvar á stórmóti og enginn hefur unnið ennþá Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, og Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins, urðu að sættast á jafntefli í Íslendingaslag á HM í handbolta í Katar í gær. 21. janúar 2015 13:00
Guðmundur: Ég tek nú ekki þátt í sálfræðistríði við Dag Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, var ögn brosmildari eftir tuttugu marka sigur á Sádi Aröbum á HM í handbolta í Katar en eftir jafnteflisleikinn við Argentínu. 19. janúar 2015 11:15
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Thomas Kristensen, sjónvarpsmaður á TV2, um fyrsta stórmótsleik Dana undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. 17. janúar 2015 13:45
Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta Guðmundur Guðmundsson mætti Degi Sigurðssyni í slag Dana og Þjóðverja í D-riðli HM. 20. janúar 2015 21:19
Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00