Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 09:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Sjá meira