Dagur: Leikmenn geta ekkert sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2015 09:00 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landsliðsins. Vísir/Eva Björk Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ummæli Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi þýska liðsins í Doha í gær vöktu mikla athygli. Hann greindi frá því að hann hafi ákveðið að láta þýska liðið spila nýtt varnarafbrigði í leiknum gegn Dönum í fyrradag með aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Leikmenn fengu ekki tækifæri til að æfa vörnina sérstaklega og fóru aðeins eftir fyrirmælum Dags. Herbragðið gekk eftir - Þjóðverjar voru ekki langt frá því að vinna leikinn en niðurstaðan varð jafntefli sem að öllum líkindum fór langleiðina með að tryggja Þýskalandi sigur í hinum geysisterka D-riðli. „Þetta var mjög skemmtilegt framhald af mótinu hjá okkur. Þetta hefur verið mjög knappt allt saman og hörkuleikir. Það er því gaman að sjá að strákarnir standa í lappirnar og fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Dagur við Vísi í gær. „Maður sér til að mynda hvernig hefur farið gegn Rússunum. Þeir hafa tapað tveimur leikjum [gegn Þýskalandi og Póllandi] með aðeins einu marki. Danir gera svo tvö jafntefli. Þetta er afar jafn riðill og erfiður.“ Þýskaland er efst í D-riðli og mun með sigrum á Argentínu og Sádí-Arabíu í síðustu tveimur leikjunum tryggja sér sigur í riðlinum. Hann segir að það sé ekki erfitt að einbeita sér að einu verkefni í einu og hugsa ekki of langt fram í tímann. „Það er ágætt að vera búnir að fá þessi úrslit hjá Argentínu - jafntefli gegn Dönum og eins marks tap gegn Póllandi. Þá er ekkert langt í okkur. Ég sá spá fyrir mótið þar sem okkur var spáð sextánda sæti og Argentína því sautjánda. Það er því ekki mikið á milli,“ sagði hann. Á blaðamannafundi þýska landsliðsins í gær kom fram að Dagur hafi ákveðið að breyta um varnarafbrigði aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik. Hann ákvað að láta liðið spila vörn sem það hafði ekki einu sinni æft á æfingum. Stefan Kretzschmar, sérfræðingur Sport 1 í Þýskalandi, var á fundinum og Vísir fékk álit hans á þessu útspili Dags. „Hann er sífelld hugsandi og er mjög skapandi. Þetta var í raun bara gert nokkrum klukkutímum fyrir leik og að breyta um varnartaktík gegn Dönum með svo skömmum fyrirvara er ótrúlegt,“ sagði Kretzschmar og hló. Dagur sagði að þetta hafi verið eitthvað sem hann hafi verið að byrja að hugsa um í rútunni heim á hótel eftir æfingu liðsins fyrir leikinn gegn Dönum. „Ég fékk þessa hugmynd og þá var það bara gert. Það gekk ágætlega og varð okkur alla vega ekki að falli. Við vildum koma þeim á óvart og ná þannig að lifa af fyrstu 20 mínútur leiksins. Það tókst og við komumst vel inn í hálfleikinn.“ „Þetta er auðvitað stórhættulegt,“ játar hann og brosir. „Leikmenn geta ekkert sagt enda hafa þeir ekkert um þetta að segja. En ég held að þeir hafi verið nokkur sáttir með þetta og alltaf betra þegar svona hlutir ganga þokkalega upp.“ Hann segist ekkert vera farinn að velta því fyrir sér hvaða andstæðing liðið gæti fengið í 16-liða úrslitum - hvort það verði íslenska liðið eða eitthvert annað. Hann segir að það séu of margir óvissuþættir til þess. Þó svo að Dagur hafi ekki haft tíma til að horfa á leiki íslenska liðsins þá hrósaði hann því fyrir úrslitin gegn Frakklandi. „Þetta voru flott úrslit og strákarnir eru sjóaðir og vita að mótið er rétt að byrja.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira