Ísland mun eiga sex keppendur á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem fer fram í Vail og Beaver Creek í Bandaríkjunum í byrjun febrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Skíðasambandi Íslands.
Konurnar eru í meirihluta en fjórar konur keppa á HM fyrir hönd Íslands og þar á meðal er María Guðmundsdóttir sem tók aftur fram skíðin eftir að hafa gefið það út að hún væri hætt.
Þau sem keppa fyrir hönd Íslands eru: Einar Kristinn Kristgeirsson, Magnús Finnsson, Helga María Vilhjálmsdóttir, Freydís Halla Einarsdóttir, Erla Ásgeirsdóttir og María Guðmundsdóttir.
Allir sex keppendur Íslands á heimsmeistaramótinu mun keppa í bæði svigi og stórsvigi. Mótið hefst þann 2. febrúar en okkar keppendur stíga á stokk þann 12. febrúar. Þá keppa drengirnir í undankeppni í stórsvigi en stelpurnar fara beint inn í aðalkeppnina, sama dag. Svigkeppnin fer síðan fram 14. og 15. febrúar.
Íslenski hópurinn heldur út þann 3. febrúar og verður við æfingar í Winter Park fram að keppninni.
Sex fara á HM í alpagreinum í Bandaríkjunum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands
Enski boltinn




Salah nálgast nýjan samning
Enski boltinn
