Handbolti

Ásgeir Örn: Óraði ekki fyrir að þetta gæti gerst

Eiríkur Stefán Ásgeirrsson í Katar skrifar
„Mér líður eins og við höfum ekki mætt til leiks. Þeir voru bara miklu betri en við. Þeir voru betri allstaðar og drottnuðu yfir okkur.“

Þetta sagði sársvekktur Ásgeir Örn Hallgrímsson, skytta íslenska landsliðsins, við Vísi eftir stórtapið gegn Tékkum í fjórðu umferð riðlakeppninnar á HM í Katar í dag.

Eftir góðan leik gegn Frökkum, óraði fyrir vanmati hjá okkar mönnum?

„Það getur vel verið. Persónulega leið mér ekki þannig fyrir leikinn. Við vorum vel stemmdir og mér óraði ekki fyrir þessu fimm mínútum fyrir leik,“ sagði Ásgeir Örn sem ætlar þó ekki að gefast upp.

„Þetta er ekkert búið. Það er leikur á móti Egyptum eftir. Ég hef trú á að strákarnir rífi sig saman. Við ætlum ekkert að enda keppnina svona. Þetta verður erfitt í dag og erfitt á morgun en við verðum að vera klárir í leikinn gegn Egyptum.“

Hvað var það sem var í gangi í sóknarleiknum?

„Við lendum í því að skotin eru ekki að detta í byrjun og þá er eins og við förum í kuðung. Við förum rosa mikið inn á miðjuna og þetta verður þungt fyrir okkur. En það var enginn akkilesarhæll í dag. Við vorum slakir varnarlega og hlupum illa til baka. Ég veit ekki hvernig ég á að halda áfram með þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson.

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×