Ísland er bara ein af fjórum þjóðum á heimsmeistaramótinu í handbolta sem er bæði með undir fimmtíu prósent skotnýtingu og hefur ekki náð að skora hundrað mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum.
Íslenska handboltalandsliðið er þessa stundina með fjórðu lélegustu skotnýtingu mótsins en aðeins lið Sádí-Arabíu, Síle og Alsír hafa nýtt skotin sín verr samkvæmt tölfræði mótshaldara í Katar.
Íslenska liðið hefur nýtt 49 prósent skota sinna en á undan strákunum okkar eru Íranar sem státa af 50 prósent skotnýtingu í fyrstu fjórum leikjum sínum.
Íranar hafa líka skorað fimm mörkum fleira en íslenska liðið á mótinu til þessa en það eru bara Sádí-Arabía, Síle, Alsír og Bosnía sem hafa skorað færri mörk en Ísland.
Bosníumenn, sem skildu íslenska liðið eftir í umspilinu um laust sæti á HM í Katar, hafa skorað tveimur mörkum færra en Íslands í fyrstu fjórum leikjum sínum.
Íslenska liðið var aðeins með 43 prósent skotnýtingu í tapinu á móti Tékkum í kvöld en Tékkarnir nýttu skotin sín 62 prósent.
Versta skotnýtingin á HM í handbolta:
(eftir fyrstu fjóra leikina)
38 prósent - Sádí-Arabía
45 prósent - Síle
48 prósent - Alsír
49 prósent - Ísland
50 prósent - Íran
53 prósent - Túnis
53 prósent - Brasilía
Fæst mörk skoruð á HM í handbolta:
(eftir fyrstu fjóra leikina)
68 mörk - Sádí-Arabía
82 mörk - Síle
89 mörk - Alsír
97 mörk - Bosnía
99 mörk - Ísland
102 mörk - Argentína
102 mörk - Túnis
104 mörk - Íran
Íran með betri skotnýtingu en Ísland á HM í Katar

Tengdar fréttir

Guðjón Valur: Komnir með ískalt hlaupið í hnakkann
Fyrirliðinn eðlilega sársvekktur eftir tapið gegn Tékkum.

HM-kvöld: Þessi frammistaða var Íslandi til skammar
Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson leikgreindu tapið gegn Tékklandi í kvöld.

Arnór: Ótrúlegt að við eigum ennþá séns
Með svona frammistöðu fer liðið í forsetabikarinn, segir Arnór Atlason.

Stefán Rafn: Skildum hausinn eftir á hótelinu
Stefán Rafn Sigurmannsson segir liðið hafa mætt eins og hálfvita til leiks.

Einkunnir Gaupa: Leikmaður í Olís-deildinni með betri mönnum liðsins á HM
Það rignir ásum í einkunnagjöf Guðjóns Guðmundssonar eftir hörmungina gegn Tékklandi.